Hoppa yfir valmynd
17. júní 2024

Heimildarmynd um fjallkonuna

Að kvöldi 17. júní verður sýnd í sjónvarpinu ný heimildarmynd um fjallkonuna í tilefni af útgáfu bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær sem er gjöf til þjóðarinnar í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins. Í heimildarmyndinni er saga fjallkonunnar, þjóðartákngervings Íslands, skoðuð. Fjallkonan stígur á stokk og ávarpar fjöldann ár hvert á þjóðhátíðardegi Íslendinga en hver er hún þessi fjallkona?  Hvaðan kemur hugmyndin um hana og hvaða þýðingu hefur hún fyrir land og þjóð?

Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson og Viktoría Hermannsdóttir.

Sjá nánar á ruv.is.

Þátturinn verður aðgengilegur á vef RÚV eftir að sýningu líkur. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum