Sungið með landinu - Kórsöngur um land allt
Kórar hvaðanæva af landinu munu syngja valin lög á þjóðhátíðardaginn 17. júní undir yfirskriftinni Sungið með landinu. Unnið verður myndband með brotum af kórum að syngja um allt land. Margrét Bóasdóttir formaður Landssambands blandaðra kóra annnast verkefnisstjórn í samvinnu við samtök kóra og kórstjóra um allt land.
Efnt var til samkeppni um nýtt lag við þjóðhátíðarljóð og hlaut Atli Ingólfsson tónskáld fyrstu verðlaun.
Nótur við verðlaunalagið:
Ávarp Fjallkonunnar - fyrir blandaðan kór c-moll
Ávarp Fjallkonunnar - fyrir blandaðan kór d-moll
Ávarp Fjallkonunnar - karlaraddir
Ávarp Fjallkonunnar - kvenraddir
Ávarp Fjallkonunnar - laglína með hljómum
Ávarp Fjallkonunnar - laglína með undirleik
Ávarp Fjallkonunnar - karlaraddir, undirleikur til æfinga
Ávarp Fjallkonunnar - kvenraddir, undirleikur til æfinga
Ávarp Fjallkonunnar - blandaður kór, undirleikur til æfinga c-moll
Ávarp Fjallkonunnar - blandaður kór, undirleikur til æfinga d-moll
Ávarp fjallkonunnar 2015
eftir Þórarin Eldjárn
1., 2. og 4. erindi með breytingu frá höfundi, til notkunar við samningu sönglags.
Um miðjan júnímánuð
myrkri er horfinn styrkur,
fánar blakta í blænum,
blöðrur svífa, lúðra-
hljómur upp til himins
hefur sig og vefur,
söngur veifar vængjum,
víbrar eins og tíbrá.
Fjallkonan af fjöllum
– faldskrýdd – kemur aldrei.
Saman sjá vill koma
sína þjóð og skína,
sundurleita sindra
sjálfstæða og frjálsa,
handvissa um að höndla
hamingju og gaman.
Heldur betur höldum
hátíð, okkur látum
dreyma - lifa drauma,
dvelja í núi og velja
jafnrétti og jöfnuð,
jákvæðni og ákefð,
leið sem liggur héðan,
ljósið alltaf kjósa.
Sjá nánar um samkeppnina og verðlaunin.