…að allir séu óhultir
Þann 17 júní nk. kl. 15 verður opnuð sýningin "... að allir séu óhultir" en þar sýna börn afrakstur sinn af myndlistarnámskeiði sem Listasafni Íslands hélt í samvinnu við umboðsmann barna með grindvískum börnum á aldrinum 10-12 ára.
Á sýningunni verður einnig sýndur hluti gagna frá þingi sem umboðsmaður barna hélt með börnum frá Grindavík í byrjun mars þar sem þau lýstu upplifun sinni af atburðum síðustu mánaða.
Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, verður viðstaddur opnun sýningarinnar og verður honum afhent skýrsla með helstu niðurstöðum þingsins.
Sýningin verður opnuð í Safnahúsinu þann 17. júní, kl. 15 og stendur í tvær vikur eða til 30. júní.