Sungið með landinu
Sem liður í lýðveldisafmæli Íslands er opið fyrir kórasöng alla sunnudaga í júni og júlí.
Sunnudaginn 23. júní munu tveir kórar koma fram við Lögberg í Almannagjá.
- Klukkan 13:00 Vörðukórinn
- Klukkan 13:30 Mótettukórinn
Hljómburðurinn í gjánni er einstakur og fátt sem lífgar jafn mikið upp á andann og góður söngur úti í náttúrunni.