Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2024

Handrit að Lofsöngnum / Ó, guð vors lands

Nótur Sveinbjarnar að Lofsöngnum - mynd

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sýnir í júní og ágúst kjörgripi úr safni sínu í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins. Kjörgripur ágústmánaðar er handrit af Lofsöngnum eftir Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.

Lofsöngur er sálmur eftir Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, hvort tveggja samið fyrir þjóðhátíð í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Lag og ljóð voru frumflutt af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu sem hófst klukkan 10:30 í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874 sem Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára og var konungur Danmerkur (og þar með konungur Íslands), Kristján IX, viðstaddur þá athöfn.

Árið 1942 afhenti Cyril Jackson ýmis skjöl Matthíasar Jochumssonar. Meðal þeirra var eiginhandarrit hans að Lofsöngnum. Eiginhandarritið er í stílabók og er hreinrit Matthíasar frá árinu 1904. Í handritinu er lofsöngurinn bæði á íslensku og dönsku.

Á árunum 1953–1954 gaf Elenore Sveinbjörnsson, ekkja Sveinbjarnar, íslensku þjóðinni ýmis handrit tónskáldsins, m.a. hreinritað nótnahandrit lofsöngsins.

Handrit Matthíasar og nótur Sveinbjarnar eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og verða á sýningu í safninu sem verður opnuð í ágúst.
Jafnframt verða handritin að Lofsöng kjörgripir á vef safnsins frá 1. ágúst og út ágústmánuð.

Staður: Landsbókasafn Ísland – Háskólabókasafn, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík

Tími: 1. -30. ágúst 2024

Vefur Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta