Hoppa yfir valmynd
14. september 2024

Þingvellir í 100 ár

Gömul mynd frá Þingvöllum - mynd

"Þingvellir í 100 ár" er kvikmyndaverkefni sem færir áhorfendur aftur í tímann, fyrir stofnun þjóðgarðs og lýðveldis, þegar á Þingvöllum voru bændur og hótel og konungs hús.

Verkið verður sýnt í gestastofu Þingvalla á Haki laugardaginn 14. September. Ásamt því verður smá kynning á verkefninu og vinnunni á bakvið það.

Þingvellir í 100 ár ber saman myndefni sem Loftur Guðmundsson myndaði á Þingvöllum sumarið 1924, og myndefni sem Tryggvi Jóhönnuson Thayer, landvörður, tók upp í sumar til þess að sjá þær breytingar sem hafa orðið frá stofnun þjóðgarðs og til dagsins í dag.

Unnið var gagnvirkt forrit af bræðrunum Sigþóri Bjarma og Steinari Loga Geirssonum til þess að skoða efnið og verður það kynnt á sýningunni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta