Málefni forsætisráðuneytisins
Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta (31.1.2022), fer forsætisráðuneytið með mál er varða:
Stjórnskipan og Stjórnarráð Íslands í heild
- Embætti forseta Íslands, þ.m.t. ákvörðun kjördags, embættisgengi og embættisbústað
- Alþingi
- Ríkisráð Íslands
- Ríkisstjórn Íslands
- Skipun ráðherra og lausn
- Skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti
- Skiptingu starfa milli ráðherra
- Skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta
- Ráðherranefndir
- Forystu og samhæfingu innan Stjórnarráðs Íslands
- Stjórnarfar almennt, þ.m.t. lög um Stjórnarráð Íslands , stjórnsýslulög og upplýsingalög
- Siðareglur fyrir ráðherra og starfsfólk Stjórnarráðs Íslands
- Málstefnu fyrir Stjórnarráð Íslands
- Ráðstöfun skrifstofuhúsa ráðuneyta og gestahúsa ríkisstjórnarinnar, þ.m.t. Þingvallabæjarins
- Ráðgjafa um upplýsingarétt almennings
- Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
- Hagstjórn almennt
- Ráðherranefnd um efnahagsmál og ríkisfjármál
- Gjaldmiðil Íslands
- Seðlabanka Íslands
- Hagskýrslugerð og upplýsingar um landshagi, þ.m.t. málefni Hagstofu Íslands
Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
Annað
- Þjóðaröryggisráð
- Almannavarna- og öryggismálaráð
- Vísinda- og tækniráð
- Þjóðlendur og málefni óbyggðanefndar
- Embætti ríkislögmanns
- Umboðsmann barna
- Þjóðgarðinn á Þingvöllum
- Hrafnseyri við Arnarfjörð
- Greiðslu bóta vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017
- Varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands
- Vernd uppljóstrara.
Sérstök áherslumál á sviði samhæfingar
- Réttlát umskipti
- Velsældaráherslur
- Sjálfbær þróun
- Evrópusamvinnu
Auk framangreinds fer ráðuneytið með ýmis málefni og tilfallandi verkefni er tengjast stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar og samræmingu og samráð er lýtur að samstarfi ráðuneyta á ýmsum sviðum.
Fleira um ráðuneytið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.