Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Meginhlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis er að leiða saman málefni háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar og auka þannig velsæld og fjölga þekkingarstörfum. Framtíðarsýn ráðuneytisins er að íslenskt hugvit verðir stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Auk þess vinnur ráðuneytið markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi og er áhersla lögð á að auka traust almennings á upplýsingatækni.

Ráðuneytið fer m.a. með málefni háskóla, iðnaðar, rannsókna og vísinda, nýsköpunar, hugverkaréttinda, fjarskipta, netöryggis og upplýsingasamfélagsins.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið starfar sem ein heild en skiptist í skrifstofu stefnumótunar, skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni og skrifstofu yfirstjórnar. Á skrifstofu ráðuneytisstjóra eru málefni innri rekstrar og mannauðs auk samræmingar á starfsemi skrifstofa. Skrifstofustjórar leiða þau verkefni sem unnin eru á málasviðum hverrar skrifstofu. Sérstakir spretthópar og -teymi eru starfræktir þvert á skrifstofur til að vinna að forgangsverkefnum og málefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins.

Verkefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Mælaborð HVIN

Í mælaborðinu eru bæði markmið og aðgerðir málefnasviða HVIN aðgengilegar á einum stað.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið (HVIN) hefur birt nýtt mælaborð. Í mælaborðinu má sjá myndræna og lifandi framsetningu á stöðu margvíslegra mælikvarða sem stuðst er við í fjármálaáætlun til að leggja mat á árangur ráðuneytisins.

Mælaborð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

Verklag HVIN gert aðgengilegt í ljósi mikils áhuga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur fært til bókar verklag sitt með útgáfu á ritinu Stiklur – Nýsköpun í stjórnsýslu.

Til stóð að nýta ritið sem handbók starfsfólks en í ljósi mikils áhuga á verklaginu og fjölda fyrirspurna frá stofnunum, sveitarfélögum, öðrum ráðuneytum og einkaaðilum hefur verið ákveðið að birta ritið og gera það aðgengilegt öllum áhugasömum. 

Stiklur - Nýsköpun í stjórnsýslu má lesa á rafrænu formi hér.

Hvað gerum við

Hlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis er að leysa úr læðingi þá krafta sem myndast við samþættingu háskóla, vísinda, rannsókna, iðnaðar, upplýsingasamfélags, hugverka, fjarskipta, netöryggis og nýsköpunar. Þar með skapast grundvöllur fyrir markvissari stefnumótun og stjórnsýslu á þessum sviðum með aukinn vöxt, verðmætasköpun og velsæld að markmiði.
Nánar
Logi Einarsson

menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Logi Einarsson

Logi tók við embætti menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra 21. desember 2024.Hann hefur verið alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2016 (Samfylkingin), varaþingmaður Norðausturkjördæmis október 2010, apríl, október og desember 2011 og janúar–mars 2013 (Samfylkingin). Logi hefur verið formaður þingflokks Samfylkingarinnar síðan 2022.

Nánar um ráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta