Hoppa yfir valmynd

Mælaborð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins

 

Mælaborð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið (HVIN) hefur birt nýtt mælaborð. Í mælaborðinu má sjá myndræna og lifandi framsetningu á stöðu margvíslegra mælikvarða sem stuðst er við í fjármálaáætlun til að leggja mat á árangur ráðuneytisins.

Í mælaborðinu eru bæði markmið og aðgerðir málefnasviða HVIN aðgengilegar á einum stað. Í framsetningu og viðmóti er leitast við að sýna framvindu og árangur stefnumótandi aðgerða HVIN með tengingu við mælikvarða fyrir aðgerðir. Þar sem við á er staða mælikvarða beintengd við gögn Hagstofunnar í rauntíma.  

Mælaborðið á sér skírskotun í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að unnið verði áfram að samræmdri úrvinnslu, geymslu og framsetningu opinberra gagna ásamt því að stuðla að greiðara aðgengi almennings að gögnum. 

Ráðuneytið hefur einnig unnið að birtingu á lykiltölum í tækni-og hugverkaiðnaði. Í því sambandi er ráðgerð birting gagna um þróun útflutningstekna í tækni-og hugverkaiðnaði eftir tímabilum og atvinnugreinaflokkum í samstarfi við Hagstofuna.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta