Skil ríkisaðila á stefnu til þriggja ára ásamt ársáætlun 2025
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur með bréfi kallað eftir stefnumiðaðri áætlun ríkisaðila til þriggja ára og ársáætlun 2025. Í bréfinu kemur fram að lokaskil á ársáætlun og stefnumiðaðri áætlun til þriggja ára er miðvikudagurinn 20. nóvember 2024 í AKRA-áætlanakerfið. Greinargerð með ársáætlun og áætlun um tekjur og gjöld 2025-2027 sendist til ráðuneytisins á netfangið [email protected], ásamt tilvísun í málsnúmerið.
Í bréfinu er vísað á neðangreint sniðmát til innfyllingar og leiðbeiningar.
Að lokum bendir fjármála- og efnahagsráðuneytið á slóðir á fjármálaáætlanir 2025-2029 og frumvarp til fjárlaga 2025.
Til útfyllingar:
- AKRA-áætlanakerfi ríkisaðila
- Áætlun um tekjur og gjöld 2025-2027
- Greinargerð með ársáætlun 2025 (uppfært skjal)
Leiðbeiningar og ítarefni
- Hlutverk tengiliða og hringrás opinberra fjármála
- Stefnumiðuð áætlun til þriggja ára – Nýtt verklag (glærur)
- Fjármálaáætlun 2025-2029
- Frumvarp til fjárlaga 2025
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.