Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

10. apríl 2000 ForsætisráðuneytiðDavíð Oddsson, forsætisráðherra 1991-2004

60 ára afmæli utanríkisráðuneytisins

Ávarp á sextíu ára afmæli utanríkisráðuneytisins
10. apríl 2000



Ég hef stundum orðið þess var að menn ókunnir okkar málum, undrast hvernig Íslendingar geti séð hag sínum borgið svo fáir sem þeir eru. Á hinn bóginn man ég ekki til þess að nokkur innlendur maður hafi litið á það mál sem ráðgátu sem leysa þyrfti úr. Hitt er annað að með sama hætti og neyðin er sögð kenna nöktu konunni tökin á rokknum, þá hefur lengi tíðkast hér á landi að einn maður komi frá sér verki sem mörgum er ætlað annars staðar. Hin íslenska utanríkisþjónusta er eitt skýrasta dæmið um þetta vel heppnaða verklag, sem er um leið ein aðal forsenda fyrir starfsemi hennar. Til þessarar þjónustu hafa í gegnum tíðina valist margir afburðamenn, sem gætt hafa málsstaðar Íslands af hyggindum og dugnaði, svo eftir hefur verið tekið.

Þvert á það sem margur hefði ætlað hefur betri tækni og þróun í samskiptum einstaklinga, fyrirtækja og ríkja á alþjóðavettvangi, ekki dregið úr mikilvægi virkrar utanríkisþjónustu. Þvert á móti gerir þessi þróun kröfur til að öflug staðarþekking sé fyrir hendi, þar sem hagsmunir þjóðarinnar eru ríkastir hverju sinni, svo standa megi traustan vörð um hagsmuni landsins og greiða götu þegna þess til jafns við það sem aðrir gera. Það er því athyglisvert að einmitt á þessum tímamótum hefur utanríkisráðherra með öflugum stuðningi ríkisstjórnarinnar unnið að tillögum sem víkka starfssvið þjónustunnar mjög út og efla hana til átaka á nýjum svæðum í löndum þar sem við höfum ríkra hagsmuna að gæta. Ekki er vafi á því í mínum huga að hér er verið að stíga gæfuspor sem eiga eftir að verða okkur til mikils gagns í langri framtíð.

Ég vil nota þetta tækifæri til þess að færa utanríkisráðherra, ráðuneytinu og starfsmönnum þess heima og heiman heillaóskir á þessum tímamótum um leið og mikilvæg störf í þjóðarþágu að fornu og nýju eru af alhug þökkuð.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta