Ráðstefna um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri héldu í dag ráðstefnu um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Sextán fyrirlestrar voru haldnir um efnið, en fulltrúar heilbrigðismálaráðuneytisins, stjórnmálaflokka, stofnana og hagsmunasamtaka tóku þátt í umræðunum. Til stóð að heilbrigðismálaráðherra ávarpaði ráðstefnuna í upphafi, en vegna anna á Alþingi flutti Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, kveðjur og ávarp ráðherra.
Ávarpið...