Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

22. janúar 2009 HeilbrigðisráðuneytiðGuðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra 2009

Stofnun ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson

heilbrigðisráðherra

 

Stofnun ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

Fimmtudaginn 22. janúar 2009

Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í kvöld. Stofnun ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands er fagnaðarefni. Ungliðadeild sem þessi er mikilvægt bakland fyrir sjúkraliðanema og þá sjúkraliða sem eru að stíga sín fyrstu skref innan heilbrigðisþjónustunnar.

Í hinum vestræna heimi hefur hækkandi meðalaldur umönnunarstétta og hækkandi meðalaldur þjóða verið áhyggjuefni. Í Mannaflaspá heilbrigðisráðuneytisins frá 2006 er því spáð að til þess að mæta þörf fyrir starfskrafta sjúkraliða þurfi að mennta á bilinu 120 – 140 sjúkraliða á ári. Stofnun ungliðadeildar gefur okkur vísbendingu um þann mannauð sem býr í sjúkraliðum framtíðarinnar.

Eins og áður segir fjölgar í aldurshópnum 70 ára og eldri. Þetta eru þeir einstaklingar sem þurfa jafnan á meiri heilbrigðisþjónustu að halda en þeir sem yngri eru. Langvinn veikindi eru megin ástæða þess að aldraðir þurfa á víðtækri heilbrigðisþjónustu að halda. Þær þjóðfélagslegu breytingar sem fjölgun aldraðra hefur í för með sér kalla á breytingar í störfum umönnunarstétta.

Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að byggja upp heilbrigðisþjónustu sem er einstaklingsmiðuð, samhæfð, þverfagleg, rétt mönnuð og gerir ráð fyrir virkri þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. Þetta þýðir að heilbrigðisstarfsfólk með mismunandi faglega bakgrunn vinnur náið saman og veitir sjúklingum og aðstandendum fræðslu og þjálfun.

Ég legg áherslu á að efla heimahjúkrun og heimaþjónustu og var undirritun samnings á milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar þar að lútandi í desember síðastliðin því sérstakt fagnaðarefni. Öflug heimahjúkrun byggist á starfsfólkinu sem sinnir henni og ég er sannfærður um að einmitt á grundvelli þessa samnings við Reykjavíkurborg felast gríðarleg sóknarfæri fyrir alla þá sem starfa á þessum vettvangi, ekki síst fyrir sjúkraliða framtíðarinnar. Byggja þarf upp þjónustu sem felur í sér að þeir sem þurfa á henni að halda yfir langan tíma, jafnvel árum saman, geti lifað sjálfstæðu lífi við sem eðlilegastar aðstæður og við sem mest lífsgæði.

Það er fagnaðarefni að í dag bjóðast sjúkraliðum auknir möguleikar á viðbótarnámi. Sérhæfing heilbrigðisstarfsfólks er mikilvæg til þess að efla öryggi sjúklinga og auka gæði þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er.

Kæru stofnfélagar

Ég þakka fyrir að vera boðin til þessa stofnfundar og óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar í framtíðinni.

 

(Talað orð gildir)

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta