Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

27. nóvember 2009 HeilbrigðisráðuneytiðÁlfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra 2009-2010

Staða þriðja geirans á Íslandi

Álfheiður Ingadóttir
heilbrigðisráðherra
27. nóvember 2009


Staða þriðja geirans á Íslandi

Ég þakka mikið og kærlega fyrir að fá að vera hér í dag. 

Þjóðfundur 2009. Ég minni á þau leiðarljós eða markmið sem menn þar settu sér m.a. í velferðarþjónustunni. Nefni þá eitt, sem á virkilega erindi hér og nú:

Hér þarf að virkja mannauðinn til góðra verka í óspilltu sjálfbæru samfélagi, sem einkennist af jöfnuði, fjölbreytni og framsækni.

Hlutverk þriðja geirans í samfélagi sem er að rísa úr rústum nýfallins efnahagskerfis  er gríðarlega mikilvægt sem aldrei fyrr. 

Þriðji geirinn er  víðfermur og fjölbreyttur og teygir anga sína til allrar flóru mannlífsins og samfélagsins, og sú nálægð og nánd sem þriðji geirinn hefur við þá starfsemi sem hann sinnir, aðgangur að kröftum sjálfboðaliða, þekkingu og reynslu er jafnmikilvægt samfélaginu sem og stjórnvöldum.

Ekki aðeins í uppbyggingarstarfinu sem við stöndum nú í, heldur einnig  til að vera á vaktinni á tímum niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu og velferðar- og menntamálum.

Félagasamtök eða líknarfélög hafa oftar en ekki lyft grettistaki í öflun fjár til ýmissa mikilvægra verka. Og þar með í reynd ráðið miklu um stefnumörkun, m.a. í heilbrigðisþjónustu landsmanna.

Við skulum ekki gleyma því að tilurð t.d. Landspítalans var árangur af langri og harðri baráttu þar sem konur voru í fararbroddi.  Hafa þær, líknarfélög og samtök innan þriðja geirans æ síðan haft frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum í landinu.

Í hornstein spítalans sem lagður var 15. dag júnímánaðar 1926 standa eftirfarandi orð, m.a.  „Hús þetta - LANDSSPÍTALINN- var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitt á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA.“

Til að efla tengsl þriðja geirans og heilbrigðisyfirvalda er það mín einlæga ósk að þið þiggið boð mitt á STEFNUMÓT .

Stefnumót heilbrigðisyfirvalda og þriðja geirans er hugsað sem samráðsfundur og umræðuvettvangur. Þá gefst félögum og samtökum kostur á því að senda inn spurningar til heilbrigðisyfirvalda, spurningunum yrði svo svarað á stefnumótinu ásamt því að gott rými væri gefið til umræðna.

Það mun verða boðað til stefnumótsins fljótlega eftir áramót. Fyrsta stefnumótið yrði liður í viðburðum á 40 ára afmæli ráðuneytis heilbrigðismála en vonandi verður það upphaf að árvissu og reglubundnu „deiti!“

 

(Talað orð gildir)

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta