Stefna í heilbrigðismálum – hver gerir hvað?
Grein eftir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra um stefnumótun í heilbrigðismálum.
Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 18. maí 2017.
Heilbrigðisþjónustan er í brennidepli um þessar mundir. Landsmenn vilja að heilbrigðismálin verði sett í forgang, fólkið í landinu vill efla heilbrigðiskerfið með auknu fjármagni, það vill bæta heilbrigðisþjónustuna, byggja nýjan spítala, það vill minnka álögur á sjúklinga og auka fjárframframlög hins opinbera til að innleiða fleiri ný lyf.
Ég er sammála þessum áherslum. Þess vegna sóttist ég eftir því að verða heilbrigðisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Ég vil koma þessu til leiðar.
Ég bið lesendur um að sýna því skilning þótt Róm verði ekki byggð á einum degi. Það hefur aldrei verið gert, enda er það ekki hægt og það væri ekki skynsamlegt að reyna það. Ekki frekar en að gleypa fíl í einum bita.
Í stórum og óknum verkefnum verður að liggja fyrir stefna, mark mið og áætlun áður en ha st er handa. Annars er hætt við árekstr um og útafakstri með tilheyrandi slysum.
Það er margt verið að gera til þess að styrkja heilbrigðiskerfið okkar. Uppbygging Landspítala stendur yfir, framkvæmdir eru í fullum gangi og unnið er samkvæmt markvissri uppbyggingaráætlun þar sem fjármögnunin liggur fyrir.
Efling heilsugæslunnar er staðreynd. Framlög til hennar hafa verið aukin, námsstöðum fjölgað og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga til að efla þverfaglega þjónustu. Fjármögnun heilsugæslu höfuðborg arsvæðisins hefur verið gjörbreytt, þannig að allir sitja nú við sama borð, óháð rekstrarformi.
Óheimilt er að taka arð út úr rekstri heilsugæslunnar en stöðvarnar hafa fjárhagslegan hvata til þess að sinna sjúklingum sínum sem best samkvæmt mælanlegum markmiðum nákvæmrar kröfulýsingar. Tvær nýjar heilsugæslustöðvar taka til starfa í Reykjavík á næstu mánuðum.
Nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu tók gildi 1. maí síðastliðinn. Nýja kerfinu fylgja 1,5 milljarðar króna á ári í aukin framlög hins opinbera til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Enginn sjúklingur mun lengur geta búist við því að lenda í óyfirstíganlegum kostnaði vegna veikinda sinna, sama hve mikið hann þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Einhverjir munu greiða meira en áður, en þeir sem oft eru veikir eru mun betur settir en áður. Áhersla er lögð á að verja aldraða, öryrkja og barna fjölskyldur fyrir háum útgjöldum.
Ný lyf hafa verið innleidd og fleiri ný lyf verða innleidd á þessu ári. Það stendur til að setja aukna fjármuni í þetta verkefni, en hvernig og hve mikið er verið að undirbúa í góðri samvinnu mín og fjármála og efnahagsráðherra með faglegri ráðgjöf þeirra stofnana sem að mál inu þurfa að koma.
Eitt meginverkefnið framundan á vettvangi heilbrigðisráðuneytis er að setja fram heildstæða stefnu með skýrum markmiðum fyrir heilbrigðisþjónustuna og hald góðum skilgreiningum á því hverjir eigi að veita hvaða þjónustu og hvernig eigi að haga samvinnu milli veitenda heilbrigðisþjónustunnar.
Undirbúningur að þessu er hafinn. Mikið er til af vönduðum greiningum og stefnuplöggum sem sjálfsagt er að nýta við þessa vinnu. Það ríkir almenn sátt um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðis kerfinu og við þurfum að halda áfram að efla hana svo hún geti staðið undir því hlutverki.
Það þarf að vera ljóst í hverju sérstaða Landspítalans á að felast og hvernig við stöndum vörð um hlutverk hans sem sérhæfðs háskólasjúkrahús. Það verður að vera ljóst til hvers er ætlast af heilbrigðisstofnununum í öllum umdæmum landsins og hvaða kröfur er hægt að gera til þjónustunnar. Það er algjörlega nauðsynlegt að taka upplýsta ákvörðun um það hvaða heilbrigðisþjónustu við teljum rétt og skynsamlegt að fela einkaaðilum að annast á grund velli samninga.
Allt þetta og meira til verður viðfangsefni þeirrar stefnumótunar sem undirbúningur er hafinn að í ráðuneytinu og ég mun kynna nánar á næstunni. Margir þurfa að koma að því verki en í ljósi mikillar þekkingar og fyr irliggjandi gagna tel ég raunhæft að ljúka mótun nýrrar heilbrigðis stefnu á tiltölulega skömmum tíma. Þar með verðum við komin með gott veganesti til að efla og bæta heilbrigðiskerfið eins og við viljum öll.