Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

20. október 2017 HeilbrigðisráðuneytiðÓttar Proppé

Alþjóðlegur beinverndardagur og ráðstefna Beinverndar 20. október 2017

Ávarp heilbrigðisráðherra Óttars Proppé á ráðstefnu Beinverndar á alþjóðlegum beinverndardegi og í tilefni 20 ára afmælis félagsins 20. október kl. 13 í Blásölum á Landspítalanum í Fossvogi.

Góðir gestir.

Beinþynning hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Fundist hafa egypskar múmíur sem eru meira en 4000 ára gamlar með ummerki um beinþynningu, t.d. herðakistil eða kryppu. Þökk sé nýrri þekkingu á sjúkdómnum, greiningu, meðferð og forvörnum að nú er hægt að bregðast við honum.

Þegar fjallað er um beinvernd koma í hug einkunnarorð fv. Landlæknis Ólafs Ólafssonar en hann sagði ávallt að betra væri heilt en vel gróið en það er einmitt kjarni beinverndarstarfsins.

Beinþynning er þögull sjúkdómur því hann er oft einkennalaus þar til bein brotnar en beinbrotin eru afleiðing beinþynningar. Það er ekki svo ýkja langt síðan að beinþynning var viðurkennd sem sjúkdómur en það var árið1984. Á áratugunum á undan jókst læknisfræðileg þekking og nákvæmari greiningartæki voru fundin upp.

Beinþynning er alvarlegur langvinnur sjúkdómur og mjög útbreiddur, milljónir manna um allan heim eru haldnir honum.

Talið er að fyrir fimmtugt sé þriðja hver kona og áttundi hver karl í hættu á að fá beinþynningu en eftir fimmtugt eykst áhættan til muna og þá er talað um að önnur hver kona og fimmti hver karl séu í áhættu.

Það gefur auga leið að mikilvægt er að auka vitund almennings, heilbrigðsstarfsfólks og heilbrigðisyfirvalda um sjúkdóminn. Landsamtökin Beinvernd hafa sinnt því verkefni í tuttugu ár. En það verður að halda vel á málum til að draga úr áhættu á sjúkdómnum og afleiðingum hans.

Fræðsla um áhættuþætti beinþynningar er fyrsta skrefið. Þjálfun heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir þeim sem greinst hafa með beinþynningu og beinbrotnað af hennar völdum er einnig mikilvægt skref.

Verkefnið GRÍPUM BROTIN sem nú er farið af stað á Landspítalanum er þáttur í því og að bæta verkferla og eftirfylgd. Einnig skipir málið að aðgengi að beinþéttnimælingum sé gott fyrir alla landsmenn. Nú eru beinþéttnimælar, svokallaðir DEXA mælar, á Landspítalanum á Hringbraut og á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þáttur heilsugæslunnar er mikilvægur og vægi hennar mun í framtíðinni aukast því hún á að vera fyrsti viðkomustaður þegar leitað er lækninga.

Sem betur fer er hægt að greina beinþynningu og meðhöndla. Beinþéttnilyf draga sannanlega úr líkum á endurteknum beinbrotum auk þess sem líkamleg hreyfing og góð næring, sem felur í sér nægjanlegt kalk og D-vítamín eru lykilþættir í forvörnum gegn beinþynningu.

Landsamtökin Beinvernd gegna mikilvægu hlutverki til að efla beinvernd hér á landi og samtökin hafa tekið vikan þátt í alþjóðlegu samstarfi og fengið viðurkenningu frá alþjóða beinverndarsamtökunum IOF (International Osteoporosis Foundation) fyrir framsækið beinverndarstarf. Í tilefni 20 ára afmælis samtakanna færi ég þeim bestu hamingjuóskir og óska Beinvernd áframhaldandi velfarnaðar í mikilvægum verkefnum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta