Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

25. október 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, HeilbrigðisráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Hjarta nýs þjóðarsjúkrahúss

Svandís Svavarsdóttir - myndVelferðarráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:

Þann 13. októ­ber síð­ast­lið­inn var tekin skóflustunga að með­ferð­ar­kjarna nýs þjóð­ar­sjúkra­húss, öfl­ugum og tækni­væddum sjúkra­hús­kjarna þar sem unnt verður að veita skil­virka og marg­brotna þjón­ustu fyrir landið allt í takt við nýj­ustu þekk­ingu í heil­brigð­is­vís­ind­um. Við bygg­ingu með­ferð­ar­kjarn­ans og skipu­lagn­ingu starf­semi hans verður byggt á reynslu og þekk­ing­ar­starfi okkar færasta fólks og sótt til fram­fara á breiðu sviði heilsu­gæslu og bráða­þjón­ustu í þágu allra lands­manna. Og ekki bara þeirra, heldur líka þeirra mörgu gesta sem sækja heim landið okkar af vax­andi þunga ár hvert. Á með­ferð­ar­kjarn­ann verður gott að leita og þar á að vera gott að vera.

 

Upp­bygg­ing heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land er eitt af for­gangs­málum rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Nýtt sjúkra­hús mun bylta allri aðstöðu fyrir heil­brigð­is­þjón­ust­una í heild sinni, ekki ein­ungis fyrir sjúk­linga, aðstand­endur og okkar góða og öfl­uga starfs­lið við Land­spít­al­ann heldur líka nem­end­ur, kenn­ara og rann­sak­endur við háskóla þjóð­ar­innar og starfs­fólk heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land.

 

Með­ferð­ar­kjarn­inn verður hjartað sem slær dag og nótt í nýju sjúkra­húsi. Hann helst í hendur við fjölda bygg­inga sem fyrir eru og margar bygg­ingar sem á eftir koma. Fyrr í októ­ber fögn­uðum við þeim áfanga að skrifað var undir samn­ing um fulln­að­ar­hönnun á rann­sókna­húsi Land­spít­al­ans og sjúkra­hótel verður tekið í notkun innan skamms. Einnig má nefna bíla­stæða-, tækni- og skrif­stofu­hús, og upp­bygg­ingu heil­brigð­is­vís­inda­sviðs HÍ í Lækna­garði. Þá er í öðrum áfanga sem nú hillir undir gert ráð fyrir auk­inni göngu­deild­ar­þjón­ustu og öfl­ugri þjón­ustu við sjúk­linga.

 

Eins og oft er með stór þjóð­þrifa­mál í Íslands­sög­unni voru það konur sem tóku höndum saman og hófu snemma á síð­ustu öld bar­áttu fyrir því að reistur yrði spít­ali í Reykja­vík, sem síðar varð Land­spít­al­inn og tók til starfa 20. des­em­ber 1930. Umræða um þjóð­ar­sjúkra­hús, sjúkra­hús sem þjónar öllu land­inu hafði þá verið uppi allt frá því á 19. öld.

 

Þjóð­ar­sjúkra­húsið hefur á síð­ustu ára­tugum starfað í fjöl­mörgum húsum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, húsum sem flest eru hönnuð upp úr miðri síð­ustu öld og svara ekki lengur þeim kröfum sem nú eru gerðar til hús­næðis fyrir sjúkra­hús. Um síð­ustu alda­mót hófst fyrir alvöru umræða um upp­bygg­ingu þjóð­ar­sjúkra­húss á einum stað. Land­spít­al­inn og Sjúkra­hús Reykja­víkur voru sam­einuð og rætt var af miklum þunga um sam­einað hús­næði fyrir Land­spít­ala í nálægð við Háskóla Íslands. Erlendir ráð­gjafar lögðu fram hug­myndir um mögu­legt stað­ar­val og starfs­nefnd undir for­ystu Ingi­bjargar Pálma­dóttur og á vegum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins lagði svo til að meg­in­starf­semi sam­ein­aðs Land­spít­ala, Háskóla­sjúkra­húss, yrði við Hring­braut. Þar voru fyrir dýr­mætar spít­ala­bygg­ingar sem ann­ars þyrfti að reisa á nýjum stað og þar mæt­ast margar mik­il­væg­ustu sam­göngu­æðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þar er mestur mann­fjöldi yfir dag­inn og helstu bæki­stöðvar þekk­ingar og vís­inda­starfs í land­inu á næstu grös­um.

 

Margir ráð­herrar heil­brigð­is­mála hafa átt þátt í umræðu og vinnu um nýtt sjúkra­hús en það var Álf­heiður Inga­dótt­ir, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem setti af stað verk­efna­stjórn, sem síðar varð að opin­bera hluta­fé­lag­inu Nýr Land­spít­ali, til að vinna að und­ir­bún­ingi og upp­bygg­ingu Hring­braut­ar­svæð­is­ins. Þar var ekki síst byggt á nið­ur­stöðum norsku ráð­gjaf­anna Momentum og Hospita­let frá árinu 2009 um hús­næð­is­mál Land­spít­ala. Með lögum sam­þykktum á á Alþingi 2010 hlaut verk­efnið braut­ar­gengi og vinna við for­hönnun bygg­inga og þróun skipu­lags fyrir svæðið gat haf­ist. Skipu­lags­ferlið, sam­ráð og hönn­un­ar­vinna tóku tím­ann sinn en svipt­ingar í efna­hags­málum og stjórn­málum áttu líka sinn þátt í að allt þetta ferli varð lengra og strang­ara en ann­ars hefði orð­ið. Nú stöndum við loks­ins frammi fyrir því spenn­andi verk­efni að ráð­ast í upp­bygg­ing­una sjálfa og því hljóta allir að fagna.

 

Með­ferð­ar­kjarn­inn var for­hann­aður á árunum 2009 til 2012 af Spital-hópnum í sam­vinnu við starfs­lið Land­spít­al­ans. Hönn­un­ar­hóp­ur­inn Corpus3 eru aðal­hönn­uðir húss­ins en að honum standa níu inn­lend og erlend hönn­un­ar­fyr­ir­tæki. Spital-hóp­ur­inn sér um gatna-, veitna- og lóða­hönnun vegna með­ferð­ar­kjarn­ans.

 

Kjarn­inn er stærsta bygg­ing Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins, tæpir 70 þús­und brútt­ó­fer­metrar og mun gegna lyk­il­hlut­verki í starf­semi spít­al­ans. Þar munu fara fram sér­hæfðar aðgerðir og rann­sóknir þar sem stuðst verður við háþró­aða tækni og sér­hæfða þekk­ingu.

 

Við viljum geta boðið upp á heil­brigð­is­þjón­ustu sem stenst sam­an­burð við það sem best ger­ist í heim­inum og nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús, móð­ur­sjúkra­hús­ið, er mik­il­vægur liður í því verk­efni. Sjúk­ling­ar, starfs­fólk spít­al­ans og Háskóla Íslands eru horn­steinar að því sam­fé­lagi sem er hér við Hring­braut­ina. Við sem komum að verk­efnum sjúkra­húss­ins á annan hátt hlúum að því sam­fé­lagi og veitum því braut­ar­gengi. Þessi þátta­skil snú­ast ekki bara um hús heldur um nýjan kafla, draum sem er að rætast, stór­hug sem hefur birst og hljó­mað um ára­bil þvert á póli­tíska flokka og snertir alla flóru heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, kafla sem snýst um að hefja loks­ins ein­hverja stærstu og flókn­ustu bygg­ing­ar­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, bygg­ingu sem eins og margar merkar bygg­ingar fyrri tíðar verður hluti af traustum sam­fé­lags­sátt­mála um heil­brigð­is­þjón­ustu í fremstu röð og fyrir alla, ekki bara suma heldur okkur öll.

Grein ráðherra birtist í Kjarnanum 25. október 2018

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta