Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

17. maí 2019 HeilbrigðisráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Áfram stelpur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:
Pistill rumvarp um þungunarrof var samþykkt sem lög frá Alþingi í vikunni. Lögin marka þáttaskil þar sem konur á Íslandi fá loks sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og um það hvort þær vilji ganga með og eiga barn. Ný lög fela ekki í sér rýmkun á tímaramma. Heimilt hefur verið að rjúfa þungun til loka 22. viku meðgöngu að fengnu leyfi nefndar í þeim tilfellum sem meðganga ógnar lífi konu eða fósturs eða ef miklar líkur eru taldar á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.

 

Breytingin sem felst í nýju lögunum er sú að nú er það konan sem tekur þessa ákvörðun, enda er hún best til þess fallin. Í umsagnarferli þessa máls kom fram skýr afstaða fagfólks á þessu sviði um að hrófla ekki við þeim tímamörkum sem nú er miðað við. Var í staða því samhengi vakin athygli á því að þær konur sem eru í einna verstu félagslegu aðstæðunum eru oft einmitt þær konur sem ekki átta sig á að þær eru þungaðar fyrr en mjög seint og hafa því jafnvel þurft að leita út fyrir landsteinana eftir heilbrigðisþjónustu.

Í umræðum um málið á þinginu og í fjölmiðlum hefur verið tekist á um ólík sjónarmið, ekki síst hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt kvenna gagnvart rétti fósturs. Það er gömul saga og ný að konur hafi þurft að berjast fyrir rétti sínum til sjálfræðis og ábyrgðar. Um það vitnar barátta kvenna fyrir rétti til menntunar og launa að ógleymdri baráttunni fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna. Á þessum tímamótum er því óhjákvæmilegt annað en að minnast þeirra kvenna sem í gegnum aldirnar hafa barist fyrir og náð fram þeim mikilvægu samfélagsbreytingum sem skipa Íslandi í fremstu röð á sviði kynjajafnréttis á heimsvísu. 

Þetta hefur verið löng vegferð en í dag höfum við eignast eina framsæknustu löggjöf á þessu sviði. Með breiðum stuðningi þingsins við málið hefur löggjafinn sýnt þann skýra vilja að Ísland skipi sér áfram í fremstu röð í heiminum varðandi stöðu Þótt umræður um málið í þinginu hafi á köflum tekið á bliknar það í samanburði við þá kvennasamstöðu sem ríkti á þinginu við meðferð málsins. Slík kvennasamstaða þvert á flokkslínur er dýrmæt og gefur fyrirheit um frekari umbætur á sviði jafnréttismála á komandi árum.

Grein heilbrigðisráðherra birtist í Morgunblaðinu 17. maí 2019

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta