Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

17. september 2019 HeilbrigðisráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Sókn í heilbrigðismálum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:

Útgjöld til mál­efna­sviða sem heyra und­ir heil­brigðisráðherra verða sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga fyr­ir árið 2020 tæp­ir 260 millj­arðar króna og nem­ur aukn­ing­in frá fjár­lög­um þessa árs um átta pró­sent­um eða um 20 millj­örðum króna. Um er að ræða stór­auk­in fram­lög til þjón­ustu við aldraða, styrk­ingu heilsu­gæsl­unn­ar, aukna fjár­muni til að lækka greiðsluþátt­töku sjúk­linga, efl­ingu geðheil­brigðisþjón­ustu og aukið fé til að inn­leiða ný lyf.

Í sam­ræmi við heil­brigðis­stefnu til 2030 verður haldið áfram að efla heilsu­gæsl­una sem fyrsta viðkomu­stað fólks í heil­brigðis­kerf­inu og eru 200 millj­ón­ir króna merkt­ar því verk­efni. Þá verður aukið við fé til að vinna að upp­bygg­ingu geðheilsu­teyma um allt land og fram­lag til þess aukið úr 650 millj­ón­um á þessu ári í 750 millj­ón­ir. Þá verður þjón­usta heilsu­gæsl­unn­ar við aldraða auk­in, m.a. með inn­leiðingu á heilsu­efl­andi heim­sókn­um og munu 200 millj­ón­ir renna til þess verk­efn­is. Þá verða fram­lög til að bæta heil­brigðisþjón­ustu við fanga hækkuð um tæp­ar 90 millj­ón­ir króna á næsta ári. Þá mun reglu­bund­in bólu­setn­ing barna við hlaupa­bólu hefjast á næsta ári og renna til þess um 40 millj­ón­ir króna.

Í sam­ræmi við áætl­un um upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma er í fjár­laga­frum­varp­inu gert ráð fyr­ir að auka fram­lög til upp­bygg­ing­ar hjúkr­un­ar­rýma um 1,8 millj­arða króna á næsta ári og nema auk­in fram­lög til rekst­urs hjúkr­un­ar­rýma sem leiðir af fjölg­un þeirra tæp­um 1,9 millj­örðum króna. Upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma verður haldið áfram í sam­ræmi við fram­kvæmda­áætl­un.

Áhersla verður lögð á að fjölga sér­hæfðum dagdval­ar­rým­um fyr­ir fólk með heila­bil­un og áformað er að koma á fót sveigj­an­legri dagdvöl fyr­ir aldraða líkt og opnuð var á Ak­ur­eyri á þessu ári. Upp­bygg­ing Land­spít­ala verður áfram í for­gangi og renna sam­tals um 8,5 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins á kom­andi ári. Upp­steypa meðferðar­kjarn­ans hefst og unnið verður að fullnaðar­hönn­un rann­sókna­húss­ins. Í und­ir­bún­ingi er að flýta upp­bygg­ingu dag- og göngu­deild­ar­húss við Hring­braut í sam­ræmi við áhersl­ur í heil­brigðis­stefnu.

Til að tryggja jafnt aðgengi fólks að heil­brigðisþjón­ustu er lyk­ilþátt­ur að greiðsluþátt­töku sjúk­linga sé stillt í hóf. Hún þarf að verða áþekk því sem minnst ger­ist hjá hinum Norður­landaþjóðunum, eða á bil­inu 15-16%. Við stíg­um skref í þessa átt með viðbótar­fram­lagi upp á 300 millj­ón­ir á næsta ári og höld­um svo áfram af krafti með 800 millj­óna króna viðbótar­fram­lagi ár hvert næstu fjög­ur ár sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un.

Verk­efn­in framund­an eiga það sam­eig­in­legt að vera til þess fall­in að styrkja innviði heil­brigðis­kerf­is­ins, efla gæði og jafna aðgengi fólks að heil­brigðisþjón­ustu. 

Grein heilbrigðisráðherra birtist í Morgunblaðinu 17. september 2019

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta