Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

30. desember 2020 HeilbrigðisráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Sjúklingar borga enn minna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:

Lækk­un greiðsluþátt­töku sjúk­linga er af­ger­andi þátt­ur í því að jafna aðgengi fólks að heil­brigðisþjón­ustu og sporna við heilsu­fars­leg­um ójöfnuði af fé­lags­leg­um og fjár­hags­leg­um ástæðum. Lækk­un greiðsluþátt­töku sjúk­linga er eitt þeirra atriða sem ég hef sett í sérstak­an for­gang í embætti heil­brigðisráðherra á kjör­tíma­bil­inu, þannig að sjúk­ling­ar borgi minna fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu og lyf, en ríkið borgi stærri hlut. Lækk­un­in er ein stærsta jöfn­un­araðgerð sem rík­is­stjórn­in hef­ur ráðist í á þessu kjör­tíma­bili. Mark­miðið er að greiðsluþátt­taka sjúk­linga verði á pari við það sem best ger­ist á Norður­lönd­un­um.

Um ára­mót­in síðustu lækkuðu ýmis gjöld. Sem dæmi um breyt­ing­ar sem tóku gildi í byrj­un árs 2020 má nefna að þá lækkuðu al­menn komu­gjöld í heilsu­gæslu úr 1.200 krón­um í 700 krón­ur, horm­óna­tengd­ar getnaðar­varn­ir voru felld­ar und­ir lyfja­greiðsluþátt­töku­kerfið fyr­ir kon­ur sem eru 20 ára eða yngri auk þess sem niður­greiðslur rík­is­ins vegna ým­iss búnaðar fyr­ir lungna­sjúk­linga og fólk með syk­ur­sýki voru aukn­ar. Áætlaður kostnaður vegna fram­an­greindra breyt­inga nem­ur um 135 millj­ón­um króna á ári.

Nú um ára­mót­in lækka gjöld sjúk­linga fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu enn frek­ar en þá lækka al­menn komu­gjöld í heilsu­gæslu úr 700 krón­um í 500 krón­ur og sem fyrr greiða börn, ör­yrkj­ar og aldraðir ekk­ert komu­gjald. Fellt verður niður sér­stakt komu­gjald hjá þeim sem sækja aðra heilsu­gæslu­stöð en þeir eru skráðir hjá. Heilsu­gæsl­an um allt land tek­ur um ára­mót við skimun­um fyr­ir krabba­meini í leg­hálsi og þar með lækk­ar gjald fyr­ir leg­háls­skimun úr 4.818 krón­um í 500 krón­ur.

Heilsu­gæsl­an mun enn frem­ur frá ára­mót­um gefa út gjald­frjáls vott­orð fyr­ir starfs­hæfn­ismat sem er for­senda fyr­ir um­sókn um starf­send­ur­hæf­ingu hjá VIRK.

Hætt verður að krefjast til­vís­un­ar frá heim­il­is- eða heilsu­gæslu­lækni fyr­ir börn sem fara í rann­sókn í beinu fram­haldi af komu á slysa­deild eða á bráðamót­töku sjúkra­húsa og gjöld fyr­ir þess­ar kom­ur falla niður. Sama máli gegn­ir ef börn fara til sér­fræðings á göngu­deild eða dag­deild sjúkra­húsa í beinu fram­haldi af komu á slysa­deild eða bráðamót­töku.

Auk þessa verður meðal ann­ars dregið úr greiðsluþátt­töku sjúk­linga vegna lyfja, tann­lækna­kostnaður aldraðra og ör­yrkja lækk­ar og síðar á ár­inu verður kostnaður við hjálp­ar­tæki sömu­leiðis lækkaður.

Of­an­greind­ar breyt­ing­ar eru all­ar til þess falln­ar að lækka greiðsluþátt­töku sjúk­linga, og auka þátt rík­is­ins í greiðslu fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu. Eng­inn ætti að þurfa að neita sér um nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu og það er mitt mark­mið að stuðla að jöfnu aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu, óháð efna­hag.

Grein ráðherra birtist í Morgunblaðinu 30. desember 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta