Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

09. janúar 2021 HeilbrigðisráðuneytiðSvandís Svavarsdóttir

Breyttar samkomutakmarkanir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:

Þann 10. des­em­ber 2020 tók gildi reglu­gerð um tak­mark­an­ir á sam­kom­um vegna far­sótt­ar af völd­um Covid-19. Síðan sú reglu­gerð tók gildi hef­ur staða far­ald­urs­ins hér­lend­is verið til­tölu­lega góð. Samstaða meðal al­menn­ings og gild­andi sótt­varnaaðgerðir báru ár­ang­ur og komu í veg fyr­ir að far­ald­ur­inn færi vax­andi hér inn­an­lands yfir jól og ára­mót. Nú er svo komið að mat sótt­varna­lækn­is er að mögu­legt sé að aflétta tak­mörk­un­um á sam­kom­um að ein­hverju leyti. Þó er mik­il­vægt að við höf­um í huga að staðan er viðkvæm.

Far­ald­ur­inn er á upp­leið í lönd­un­um í kring­um okk­ur, auk þess sem nýtt og bráðsmit­andi af­brigði veirunn­ar hef­ur greinst. Breyt­ing­ar á regl­um um aðgerðir á landa­mær­um eru í skoðun þessa dag­ana í heil­brigðisráðuneyt­inu með hliðsjón af vexti far­ald­urs­ins er­lend­is. Við þurf­um sem fyrr að fara var­lega og meg­um ekki gleyma mik­il­vægi ein­stak­lings­bund­inna sótt­varna. Nýj­ar regl­ur um tak­mark­an­ir á sam­kom­um inn­an­lands taka gildi 13. janú­ar nk. og og gilda til 17. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sótt­varna­lækn­ir set­ur til­lög­ur sín­ar fram með fyr­ir­vara um að þróun far­ald­urs­ins snú­ist ekki á verri veg.

Meg­in­efni nýju regln­anna er að fjölda­tak­mark­an­ir verða 20 manns í stað tíu, heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvum verður gert kleift að hefja starf­semi á ný en með ströng­um skil­yrðum og skíðasvæðunum sömu­leiðis. Íþrótt­astarf barna og full­orðinna verður heim­ilað að upp­fyllt­um skil­yrðum og sömu­leiðis íþrótta­keppn­ir án áhorf­enda. Fjölda­mörk í sviðslist­um verða auk­in þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 full­orðnir og 100 börn. Sama gild­ir um aðra menn­ing­ar­viðburði. Þess­ar aflétt­ing­ar eru mik­il­væg­ar og eru enn eitt skref í átt að því að við nálg­umst það að sam­fé­lagið okk­ar kom­ist í eðli­legra horf.

Á milli jóla og ný­árs hóf­um við bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19, þegar fyrstu skammt­ar bólu­efn­is frá fram­leiðand­an­um Pfizer bár­ust okk­ur. Sá áfangi var merki­leg­ur og markaði þátta­skil í bar­átt­unni okk­ar við veiruna. Ísland hef­ur þegar tryggt sér bólu­efni sem dug­ar fyr­ir alla þjóðina og rúm­lega það og á grund­velli sam­starfs okk­ar við Evr­ópu­sam­bandið um bólu­efni er okk­ur tryggt hlut­falls­lega sama magn af bólu­efn­um og aðrar þjóðir í Evr­ópu­sam­starf­inu fá miðað við höfðatölu. Á næstu vik­um og mánuðum halda bólu­setn­ing­ar áfram, um leið og okk­ur ber­ast bólu­efni hingað til lands. Bólu­efni frá fram­leiðend­un­um Moderna er vænt­an­legt hingað til lands í næstu viku og meira af bólu­efni frá fram­leiðand­an­um Pfizer í seinni hluta janú­ar­mánaðar.

Á vefn­um bolu­efni.is birt­ast nýj­ustu frétt­ir af bólu­efna­mál­um, fram­kvæmd bólu­setn­inga, af for­gangs­hóp­um og samn­ing­um og ég hvet öll til að fylgj­ast með þeirri síðu.

Grein ráðherra birtist í Morgunblaðinu 9. janúar 2021

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta