Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Alma D. Möller - heilbrigðisráðherra

Alma D. Möller

heilbrigðisráðherra

Alma D. Möller er heilbrigðisráðherra frá 21. desember 2024.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2024 (Samfylkingin).

 

Alma er fædd á Siglufirði 24. júní 1961. Foreldrar: Helena Sigtryggsdóttir, fædd 23. september 1923, dáin 9. ágúst 2024, húsmóðir og Jóhann G. Möller, fæddur 27. maí 1918, dáinn 25. júní 1997, verkstjóri. Maki: Torfi F. Jónasson, fæddur 12. ágúst 1962, hjartalæknir. Foreldrar: María Þórdís Sigurðardóttir og Jónas Oddsson. Börn: Helga Kristín (1992) og Jónas Már (1996).

Stúdentspróf MA 1981. Cand. med. (læknisfræði) HÍ 1988. Sérfræðiviðurkenning í svæfinga- og gjörgæslulækningum 1995. Dokorspróf í svæfinga- og gjörgæslulækningum frá Háskólanum í Lundi 1999. Meistaranám í stjórnun og lýðheilsu HR 2010. Sérfræðiviðurkenning í heilbrigðisstjórnun 2010. Diplóma í opinberri stjórnsýslu HÍ 2018.

Kandídat og læknir í sérnámi, Borgarspítala og Landspítala 1988–1993. Læknir á þyrlu Landhelgisgæslunnar 1990–1992. Sérnám og sérfræðistörf við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð 1993–2003. Yfirlæknir svæfingadeildar á Landspítala Fossvogi 2003–2006. Yfirlæknir gjörgæsludeildar á Landspítala Hringbraut 2006–2014. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala 2014–2018. Landlæknir 2018–2024.

Fjölbreytt félagsstörf í þágu svæfinga- og gjörgæslulækna, m.a. seta í stjórn norrænna samtaka svæfinga- og gjörgæslulækna (SSAI) til fjölda ára.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta