Hoppa yfir valmynd

Heilbrigðisþing 2024

Heilbrigðisþing 2024, borði

Boðað til heilbrigðisþings

 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2024 þann 28. nóvember næstkomandi á Hótel Reykjavík Nordica. Þetta er sjöunda árið í röð sem heilbrigðisþing er haldið. Þingin eru hverju sinni helguð einhverju tilteknu málefni sem varðar almenning og samfélagið miklu. Þingin eru opinn vettvangur umræðu og skoðanaskipta og þar með mikilvægt innlegg í stefnumótun og skipulag heilbrigðisþjónustunnar.

 

Þingið að þessu sinni verður helgað heilsugæslunni. Fjallað verður um hugmyndafræðina að baki heilsugæsluhugtakinu, um þróun og stöðu heilsugæslu nútímans og hvernig sjá megi fyrir sér heilsugæslu framtíðarinnar. Íslenskir og erlendir fyrirlesarar munu fjalla um fjölbreyttar áskoranir í heilsugæslu og ræða leiðir til að takast á við þær. Tækninýjungar færa okkur stöðugt ný tækifæri sem nýtast við veitingu og skipulag heilbrigðisþjónustu og um það verður einnig fjallað.

Heilsugæslan, svo miklu meira… er yfirskrift heilbrigðisþingsins. Það er vel valin yfirskrift sem varpar ljósi á hve hlutverk heilsugæslunnar er margþætt. Hún sinnir bráðum og langvinnum heilsuvanda, margvíslegum bráðaerindum, geðheilbrigðisþjónustu, heilsuvernd fólks á öllum æviskeiðum og mikilvægum forvörnum s.s. skimunum og bólusetningum og svo mætti áfram telja.

Heilsugæslan er grunnstoð heilbrigðisþjónustu við landsmenn, nánast frá því að líf kviknar í móðurkviði og allt til æviloka hvers og eins. Það er til mikils að vinna að standa vörð um heilsugæsluna, efla hana og þróa þannig að hún geti um ókomin ár þjónað hlutverki sínu á sem bestan hátt í þágu einstaklinga og samfélags.

Dagskrárdrög

 

Um fyrirlesarana og erindin

Willum Þór Þórsson

Willum Þór tók við embætti heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 í ríkisstjórn Framsóknarflokks, SjálfstæðisflokksWillum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Willum hefur setið á Alþingi frá árinu 2013 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur setið í efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og þingskapanefnd. Hann átti sæti í Íslandsdeild þingmanna EFTA og EES 2013-2016, þingmannanefnd Íslands og ESB 2013-2016 og Íslandsdeild NATO-þingsins 2017-2021. Nánari upplýsingar á vef Alþingis.

---------

Jóhann Ágúst Sigurðsson

Jóhann Ágúst SigurðssonJóhann Ágúst er prófessor emeritus og heilsugæslulæknir í Efstaleiti. Hann hefur starfað sem heimilislæknir í um 40 ár (frá 1981 til dagsins í dag), lengst af á Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði, en síðar á Heilsugæslustöðinni Grafarvogi og nú við Heilsugæsluna Efstaleiti. Hann stundaði sérnám og doktorsnám í Gautaborg, Svíþjóð á árunum 1976-1981. Jóhann var Héraðslæknir Reykjaneshéraðs á árunum1982-1991, síðar prófessor í heimilislæknisfræði við Læknadeild HÍ í 23 ár (1991-2013) og prófessor við Læknadeild Þrándheimsháskóla í 5 ár (2013-2018). Hann var forseti Læknadeildar HÍ 1998-2000 og formaður Félags norrænu heimilislæknafélaganna (Nordic Federation of General Practice) á árunum 2017-2023. Jóhann er nú ásamt tveimur öðrum í framkvæmdanefnd alþjóðasamtaka heimilislækna (WONCA) um grunngildi heimilislækna.

„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, / án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt".

---------

Minna Johansson

Minna Johansson

I am a primary care doctor at Herrestad Healthcare Centre in Uddevalla, where I have been working clinically between 50-100% for the last 15 years. I am leading an international research network – the Global Center for Sustainable Healthcare – focused on shaping a new appreciation of human, financial, and environmental resources in healthcare and finding novel ways to make healthcare more sustainable for patients, clinicians, health systems, societies, and our planet.  

Academic degrees: Associate Professor (Docent), Gothenburg University (2024). - PhD, Gothenburg University (2018). - MD, Umeå University (2007).  

Present Academic Positions: 2022 Adjunct senior lecturer, Gothenburg University / 2022 Director, Global Center for Sustainable Healthcare / 2019 Director, Cochrane Sustainable Healthcare / 2018 Researcher, Cochrane Sweden / 2018 Research leader, FoUUI Fyrbodal.

Sustainable Healthcare - advancing care within the capacity of people, economies and the planet

The way we currently practice medicine is not sustainable for patients, clinicians, health systems, societies or the planet. Medicine is permeated by an extreme inability to prioritize. We urgently need a new way of thinking about human, financial and environmental resources in healthcare. I will talk about how understanding healthcare as a finite resource that needs to be carefully prioritized will help us form a more efficient and equal healthcare - and how we can make sure that we are prioritizing the interventions with the greatest benefit and the patients with the greatest care needs. 

---------

Charles Normand 

Charles NormandCharles Normand is Professor of the Economics of Palliative Care and Rehabilitation at the Cicely Saunders Institute at King’s College London, and Professor Emeritus at Trinity College Dublin.  His previous posts include Professor of Health Economics at the London School of Hygiene and Tropical Medicine, Director of the Health and Healthcare Research Unit at the Queen’s University of Belfast and Principal Economist for Health and Social Services for the Northern Ireland Government.  He has sat on the Boards of two large acute hospitals in London and Dublin. 

His main current research interests are on health care finance and the economics of ageing, palliative and end of life care.   He was a founding co-investigator on the Irish Longitudinal Study on Ageing (TILDA) and has worked on a range of studies on economic and health economic aspects of ageing in Ireland. His is involved in ongoing studies on how palliative care interventions affect outcomes and costs, and on four European Commission funded randomised trials of palliative care interventions.  He has published over 250 papers in peer reviewed journals and has authored books on health care finance and health economics. 

He has collaborated for many years with the European Observatory on Health Systems and Policies and is currently co-leading a programme of work on population ageing and the impact on health and social care. He co-authored the Observatory’s policy brief on end-of-life care and the policy brief on ageing and health care finance for the Western Pacific Regional Office.  He also collaborates with the Barcelona office of WHO on health care finance research.

Building and Maintaining Universal Health Coverage in Iceland

Accommodating Growing Needs, Changing Models of Care and Strengthening Primary and Community Services

From a relatively high base, life expectancy in Iceland is increasing and will continue to increase.  Population projections suggest a general ageing of the population.  This is associated with increases in the numbers living with ADL/IADL deficits, and, of particular importance, an increase in the number of annual deaths (about a 20% increase from 2011 to 2021).   Research in Ireland suggests that, while the mean costs of care for those over 65 is under €10,000, this is highly skewed, with the most expensive decile accounting for 74% of total costs (and the highest cost 20% accounting for 90% of costs).  The main three drivers of higher costs are multiple ADL/IADL deficits, being in the second last year of life and being in the last year of life.

Understanding the determinants of growing needs and higher costs provides a useful basis for planning the future focus and organisation of health and social care.  At a simple level we know that successful prevention and rehabilitation potentially offers big returns and lower costs.  Similarly, since high costs are concentrated on a few very needy people, we need to assess the scope to provide supports that better meet their needs (and may cost less).

The presentation will present some evidence around the drivers of growing needs, will look at some relevant findings about how care delivery should change, and reflect on how strengthening primary and community will play key role.  In addition to needing more community-based professionals there will be some consideration of the changing needs for different skills and development of professions that are more fit for purpose.  Financing strategies will be key in incentivising appropriate changes and supporting new models of care.

---------

Guðjón Hauksson

Guðjón HaukssonGuðjón Hauksson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og hefur gegnt því embætti frá árinu 2017. Hann er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í heilsuhagfræði frá sama skóla ásamt meistaragráðu í rannsóknum á heilbrigðisvísindasviði. Guðjón hefur brennandi áhuga á heilbrigðisþjónustu og öllu henni tengdri, sérstaklega nýsköpun og framþróun.

Áttu tíma? HA!!! Á næsta ári?

Erindið fjallar um aðgangshindranir og skipulag heilsugæsluþjónustu á Íslandi. Er eitthvað í okkar skipulagi sem ýtir undir aðgangshindranir í þjónustu heilsugæslunnar?

---------

Selma Margrét Reynisdóttir

Selma Margrét ReynisdóttirSelma hefur starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu frá árinu 2023. Hún er með M.Sc. í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands (2020) og með MPA gráðu frá sama skóla (2024). Hún starfaði sem sjúkraþjálfari á Landspítala 2020-2022 og sem sérfræðingur í endurhæfingu hjá Tryggingastofnun (2022-2023) og frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sérfræðingur í endurhæfingu í heilbrigðisráðuneytinu.

Vottorð og ljósið í myrkrinu

Selma mun kynna framtíðarsýn heilbrigðisráðuneytisins varðandi vottorðaskrif lækna og annarra heilbrigðisstétta. Farið verður yfir helstu niðurstöður vinnuhóps heilbrigðisráðuneytisins um vottorðamál og aðgerðir til að einfalda og skýra kerfið, bæði fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar og þá sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. 

---------

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Ragnheiður Ósk ErlendsdóttirRagnheiður Ósk er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2018. Hún er jafnframt sviðsstjóri skólasviðs á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og kennslustjóri sérnáms í heilsugæsluhjúkrun. Hún hefur starfað hjá HH frá árinu 2004, með árshléi þegar hún var deildarstjóri Landspítala. Áður starfaði hún m.a. hjá Landspítala, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mest á barnadeildum. Ragnheiður Ósk er með MA í mannauðsstjórnun frá HÍ, MS í hjúkrunarfræði frá HÍ og BS í hjúkrunarfræði frá HA. Hún hefur kennt við HÍ, HA og víðar og haft umsjón með meistaranámi í HA og HR auk þess að skipuleggja námskeið og fræðsludaga fyrir skólahjúkrunarfræðinga og aðra. Ragnheiður Ósk hefur stýrt og tekið þátt í ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum, bæði á landsvísu og í alþjóðlegu samstarfi.

Hlutverk heilsuverndar og forvarna í starfsemi heilsugæslu til framtíðar

Í erindinu verður rýnt í þróun heilsuverndar- og forvarnarstarfsins innan heilsugæslunnar, hvað hefur breyst og hvaða lykilþættir það eru sem mikilvægt er að standa vörð um til framtíðar. Áskoranir eru fjölmargar en tækifærin eru líka fjölmörg og spannandi. Heilsuverndar- og forvarnarstarfsemi heilsugæslunnar er jafnan starfsemi sem fer hljótt og mikil eining ríkir um en á sama tíma er vert að gefa henni gaum og rýna til gagns í takt við breytta samfélagsmynd og nýjar kynslóðir.

---------

Nanna Sigríður Kristinsdóttir

Nanna Sigríður KristinsdóttirNanna er framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Hún stundaði sérnám í heimilislækningum í London og fékk sérfræðiréttindi árið 1999. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem heimilislæknir á Íslandi við heilsugæsluna í Efra-Breiðholti. Árið 2016 tók Nanna við starfi sem fagstjóri lækninga og svæðisstjóri. Frá því í apríl síðastliðnum hefur hún verið starfandi framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

 

Verkaskipting í heilsugæsluþjónustu – hvernig þá?

Nanna mun í erindi sínu fjalla um verkaskiptingu (task sharing) í heilsugæslu og mun ræða það út frá nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi hvernig verkaskiptingu var háttað áður, hvernig hún er núna og hvaða tækifæri eru til breyttrar verkaskiptingar á næstu árum. Í öðru lagi ætlar hún að velta fyrir sér hvaða breytur það eru sem ýta á að þetta sé mikilvægt verkefni og með hvaða hætti sé hægt að nýta task sharing í heilsugæslunni. Loks mun hún ræða hvort einhverjar hættur felist í breyttri verkaskiptingu og ef svo, hverjar þær eru.

---------

Díana Óskarsdóttir

Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsDíana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Díana er með BS - gráðu í geislafræði, meistarapróf í lýðheilsuvísindum og MBA-gráðu frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Díana hefur jafnframt stundað nám í stjórnun og rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu. Díana hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins og brennandi áhuga á nýsköpunarmöguleikum í heilbrigðisþjónustu. Í erindi Díönu og Guðnýjar Stellu verður fjallað um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sjónum beint að heimaspítala og fjarvöktun innan öldrunarþjónustu á HSU.. 

Heimaspítali og fjarvöktun innan öldrunarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) leggur ríka áherslu á þróun öldrunarþjónustu innan heilsugæslusviðs. Í sameiginlegu erindi munu Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU og Guðný Stella Guðnadóttir yfirlæknir öldrunarlækninga fjalla um nýsköpunarverkefni á sviði öldrunarþjónustu sem unnið er að hjá stofnuninni.

Árið 2022 hófst innleiðing á fjarvöktun einstaklinga með langvinna sjúkdóma á heilsugæslusviði HSU með notkun fjarvöktunarkerfisins Dignio, í samstarfi við Öryggismiðstöðina. HSU tekur einnig þátt í þróunarverkefninu „ Gott að eldast“  sem miðar að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.

Í janúar 2024 opnaði  HSU Heimaspítali innan heilsugæslusviðsins. Heimaspítalinn er ætlaður annars vegar fjölveikum og/hrumum einstaklingum og hins vegar þeim sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þar sem líknandi meðferð er í fyrirrúmi. Markmið heimaspítalans eins og með fjarvöktunina,  er að styðja við sjálfstæða búsetu með því að auka aðgengi að læknis- og hjúkrunarþjónustu í heimahúsum, sem leiðir til færri heimsókna á bráðamóttökur og styttri innlagnartíma á sjúkrahúsum.

---------

Guðný Stella Guðnadóttir

Guðný Stella GuðnadóttirGuðný Stella Guðnadóttir er yfirlæknir öldrunarlækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU). Hún er sérfræðingur í almennum lyflækningum og öldrunarlækningum og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2018. Hún starfaði í Gautaborg í 11 ár á öldrunarlækningadeild Sahlgrenska sjúkrahússins og þar af í 3 ár vann hún við heimaspítala Sahlgrenska sjúkrahússins. Hún hefur starfað á Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá 2022 og er auk annarra starfa þar umsjónarlæknir Heimaspítalans á Selfossi.

Heimaspítali og fjarvöktun innan öldrunarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) leggur ríka áherslu á þróun öldrunarþjónustu innan heilsugæslusviðs. Í sameiginlegu erindi munu Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU og Guðný Stella Guðnadóttir yfirlæknir öldrunarlækninga fjalla um nýsköpunarverkefni á sviði öldrunarþjónustu sem unnið er að hjá stofnuninni.

Árið 2022 hófst innleiðing á fjarvöktun einstaklinga með langvinna sjúkdóma á heilsugæslusviði HSU með notkun fjarvöktunarkerfisins Dignio, í samstarfi við Öryggismiðstöðina. HSU tekur einnig þátt í þróunarverkefninu „ Gott að eldast“  sem miðar að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.

Í janúar 2024 opnaði  HSU Heimaspítali innan heilsugæslusviðsins. Heimaspítalinn er ætlaður annars vegar fjölveikum og/hrumum einstaklingum og hins vegar þeim sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þar sem líknandi meðferð er í fyrirrúmi. Markmið heimaspítalans eins og með fjarvöktunina,  er að styðja við sjálfstæða búsetu með því að auka aðgengi að læknis- og hjúkrunarþjónustu í heimahúsum, sem leiðir til færri heimsókna á bráðamóttökur og styttri innlagnartíma á sjúkrahúsum.

---------

Steindór Ellertsson 

Steindór EllertssonSteindór er sérnámslæknir í heimilislækningum og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hans fjallar um notkun gervigreindar í heilsugæslu og mun doktorsvörn hans fara fram í byrjun næsta árs. Steindór hefur starfað í fimm ár á Íslandi og fjögur ár í Noregi sem sérnámslæknir og hefur lokið tæpum fjórum árum af sérnáminu.

Samskiptastoðin - Gervigreind í heilbrigðiskerfinu

Í erindi sínu ætlar Steindór að fjalla um notkun gervigreindar við forvinnslu rafrænna Heilsuveruskilaboða frá sjúklingum á heilsugæslu. Við höfum mælt hvaða áhrif gervigreindin hefur á starfsemina, t.d. mælt tímasparnað, gæði svara sem heilbrigðissstarfsfólk sendir ásamt upplifun starfsfólks af því að nota hugbúnað sem nýtir gervigreind. 

---------

Birna Íris Jónsdóttir

Birna er framkvæmdastjóri hjá Stafrænu Íslandi og tók við því starfi í nóvember 2023. Áður hefur hún sinnt stjórnunarstöðum í upplýsingatæknideildum hjá Össuri, Högum, Sjóvá og Landsbankanum. Hún er menntaður tölvunarfræðingur, er með MBA gráðu og diplóma í jákvæðri sálfræði.

Tækifæri í bættri heilbrigðisþjónustu með Ísland.is

---------

Skráning þátttöku

Vinsamlega skráið þátttöku ykkar á þinginu á skráningarsíðu þess. Skráning er einungis áskilin fyrir þá sem mæta á Reykjavík Hótel Nordica. Það verður einnig streymt frá þinginu en þeir sem fylgjast með í streymi þurfa ekki að skrá sig.

Ítarefni

Efni á ensku

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta