Heilbrigðisþing 2024
Upptaka frá heilbrigðisþingi 2024
Boðað til heilbrigðisþings
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2024 þann 28. nóvember næstkomandi á Hótel Reykjavík Nordica. Þetta er sjöunda árið í röð sem heilbrigðisþing er haldið. Þingin eru hverju sinni helguð einhverju tilteknu málefni sem varðar almenning og samfélagið miklu. Þingin eru opinn vettvangur umræðu og skoðanaskipta og þar með mikilvægt innlegg í stefnumótun og skipulag heilbrigðisþjónustunnar.
Þingið að þessu sinni verður helgað heilsugæslunni. Fjallað verður um hugmyndafræðina að baki heilsugæsluhugtakinu, um þróun og stöðu heilsugæslu nútímans og hvernig sjá megi fyrir sér heilsugæslu framtíðarinnar. Íslenskir og erlendir fyrirlesarar munu fjalla um fjölbreyttar áskoranir í heilsugæslu og ræða leiðir til að takast á við þær. Tækninýjungar færa okkur stöðugt ný tækifæri sem nýtast við veitingu og skipulag heilbrigðisþjónustu og um það verður einnig fjallað.
Heilsugæslan, svo miklu meira… er yfirskrift heilbrigðisþingsins. Það er vel valin yfirskrift sem varpar ljósi á hve hlutverk heilsugæslunnar er margþætt. Hún sinnir bráðum og langvinnum heilsuvanda, margvíslegum bráðaerindum, geðheilbrigðisþjónustu, heilsuvernd fólks á öllum æviskeiðum og mikilvægum forvörnum s.s. skimunum og bólusetningum og svo mætti áfram telja.
Heilsugæslan er grunnstoð heilbrigðisþjónustu við landsmenn, nánast frá því að líf kviknar í móðurkviði og allt til æviloka hvers og eins. Það er til mikils að vinna að standa vörð um heilsugæsluna, efla hana og þróa þannig að hún geti um ókomin ár þjónað hlutverki sínu á sem bestan hátt í þágu einstaklinga og samfélags.
Dagskrá
Um fyrirlesarana og erindin
Willum Þór Þórsson
Willum Þór tók við embætti heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Willum hefur setið á Alþingi frá árinu 2013 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur setið í efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og þingskapanefnd. Hann átti sæti í Íslandsdeild þingmanna EFTA og EES 2013-2016, þingmannanefnd Íslands og ESB 2013-2016 og Íslandsdeild NATO-þingsins 2017-2021. Nánari upplýsingar á vef Alþingis.
---------
Jóhann Ágúst Sigurðsson
Jóhann Ágúst er prófessor emeritus og heilsugæslulæknir í Efstaleiti. Hann hefur starfað sem heimilislæknir í um 40 ár (frá 1981 til dagsins í dag), lengst af á Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði, en síðar á Heilsugæslustöðinni Grafarvogi og nú við Heilsugæsluna Efstaleiti. Hann stundaði sérnám og doktorsnám í Gautaborg, Svíþjóð á árunum 1976-1981. Jóhann var Héraðslæknir Reykjaneshéraðs á árunum1982-1991, síðar prófessor í heimilislæknisfræði við Læknadeild HÍ í 23 ár (1991-2013) og prófessor við Læknadeild Þrándheimsháskóla í 5 ár (2013-2018). Hann var forseti Læknadeildar HÍ 1998-2000 og formaður Félags norrænu heimilislæknafélaganna (Nordic Federation of General Practice) á árunum 2017-2023. Jóhann er nú ásamt tveimur öðrum í framkvæmdanefnd alþjóðasamtaka heimilislækna (WONCA) um grunngildi heimilislækna.
„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, / án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt"
Starfsemi heilsugæslunnar mótast einkum af gildum og vísindum. Enn fremur er vert að minna á að grunnur starfsins er byggður á Norræna velferðarkerfinu, sem einkennist af háum sköttum, en á móti nær ókeypis heilbrigðis- og félagsþjónustu. Minnt er á að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk ráðstafa miklum fjármunum í vinnu sinni. Meiri útgjöld þýða hærri skatta. Í velferðarkerfinu hefur heilbrigðisstarfsfólk því bæði ábyrgð gagnvart sjúklingum sínum og samfélaginu í heild.
Fjallað verður um gildi og vísindi í heilbrigðisþjónustu út frá þessum grunni bæði í nútíma og í sögulegu samhengi. Gildi innan hjúkrunarfræðinnar má rekja aftur til Florence Nightingale frá 1850, þar sem áhersla er lögð á mannlega reisn, samkennd og virðingu. Í læknisfræði var í sögulegu samhengi, eða allt frá tímum René Descartes í byrjun 17. aldar, lögð höfuðáhersla á sálarlaus raunvísindi.
Um miðja síðustu öld hafði raunvísindum í læknisfræði fleygt fram. Sérhæfing óx, skipt eftir líffærum, sjúkdómum, kyni eða aldri. Heimilislæknum fækkaði að sama skapi. Þar kom að almenningur saknaði „gamla góða heimilislæknisins” , læknis með heildræna yfirsýn yfir þeirra vandamál. Akademíski armur læknisfræðinnar krafðist hins vegar frekari gangreyndra vísinda þessu sviði, sem leiddi til þess að háskólar í hinum vestræna heimi komu á fót kennslustöðum í faginu. Áfram var megináherslan lögð á megindlegar (quantitavie) rannsóknaraðferðir. McWhinney faðir nútíma heimilislækninga benti hins vegar á að skilgreining sérgreinar í heimilislækningum byggði fyrst og fremst á gildum.
Þessi alþjóðlega gerjun skilaði sér til Íslands. Skýrslan „Læknisþjónusta utan sjúkrahúsa” frá 1968 markaði þáttaskil. Efnistök hennar og tillögur í 24 liðum voru að mestu leyti yfirfærð í lögum um heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi 1974 og fagna nú 50 ára afmæli sínu. Nýyrði og breytingar á túlkun orða eða starfsheita urðu til, svo sem ´heilsugæslustöð´, ´heilsugæslulæknir´ (í stað héraðslæknis og heimilislæknis), ´heilsugæsluhjúkrunarfræðingur´, ´lýðheilsa´, o.s.frv. Í frumvarpinu til laga um heilbrigðisþjónustu var gert ráð fyrir byggingu heilsugæslustöðva um allt land og að heilsugæslustöð yrði starfsvettvangur margra fagstétta í frumþjónustu, einkum heimilislækna, hjúkrunarfræðinga og fjölda annarra. Enn fremur að heilsugæslan væri fyrsti viðkomustaður fólks sem þyrfti á læknisþjónustu að halda. Í kjölfar nýju laganna óx faglegum gæðum þjónustunnar, kennslu og rannsóknum í heilsugæslu, fiskur um hrygg næstu áratugina. Konur innan akademíunnar tóku forystuna í rannsóknum með gildishlöðnum eigindlegum rannsóknum á meðan karlpeningurinn hélt sig mest við tölulegar mælanlegar rannsóknaraðferðir.
Á síðustu árum hefur mikilvægi gilda sem leiðarljós í faglegri þróun mætt vaxandi skilningi. Má þar m.a. nefna “Center for Evidence Based Medicine (CEBM), en þar segir í nýlegri skýrslu stofnunarinnar “ Today, up-to-date decision-making in health care around the world must consider values as well as evidence”.Þannig má segja að hugmyndafræði hjúkrunarfræðinnar og læknisfræðinnar séu mun nær hvor annari en áður var. Þá er vert að benda á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (UN Sustainable Development Goals) falla öll vel að grunngildum heilsugæslunnar.
Starfsfólk heilsugæslunnar tilheyrir nú yfir tug starfsstétta, sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með vísindi og gildi að leiðarljósi. Til þess að ná markmiðum þarf áætlun, eða eins og segir í þekktri tilvitnun: “A goal without a plan is only a wish”.
---------
Minna Johansson
I am a primary care doctor at Herrestad Healthcare Centre in Uddevalla, where I have been working clinically between 50-100% for the last 15 years. I am leading an international research network – the Global Center for Sustainable Healthcare – focused on shaping a new appreciation of human, financial, and environmental resources in healthcare and finding novel ways to make healthcare more sustainable for patients, clinicians, health systems, societies, and our planet.
Academic degrees: Associate Professor (Docent), Gothenburg University (2024). - PhD, Gothenburg University (2018). - MD, Umeå University (2007).
Present Academic Positions: 2022 Adjunct senior lecturer, Gothenburg University / 2022 Director, Global Center for Sustainable Healthcare / 2019 Director, Cochrane Sustainable Healthcare / 2018 Researcher, Cochrane Sweden / 2018 Research leader, FoUUI Fyrbodal.
Sustainable Healthcare - advancing care within the capacity of people, economies and the planet
The way we currently practice medicine is not sustainable for patients, clinicians, health systems, societies or the planet. Medicine is permeated by an extreme inability to prioritize. We urgently need a new way of thinking about human, financial and environmental resources in healthcare. I will talk about how understanding healthcare as a finite resource that needs to be carefully prioritized will help us form a more efficient and equal healthcare - and how we can make sure that we are prioritizing the interventions with the greatest benefit and the patients with the greatest care needs.
---------
Charles Normand
Charles Normand is Professor of the Economics of Palliative Care and Rehabilitation at the Cicely Saunders Institute at King’s College London, and Professor Emeritus at Trinity College Dublin. His previous posts include Professor of Health Economics at the London School of Hygiene and Tropical Medicine, Director of the Health and Healthcare Research Unit at the Queen’s University of Belfast and Principal Economist for Health and Social Services for the Northern Ireland Government. He has sat on the Boards of two large acute hospitals in London and Dublin.
His main current research interests are on health care finance and the economics of ageing, palliative and end of life care. He was a founding co-investigator on the Irish Longitudinal Study on Ageing (TILDA) and has worked on a range of studies on economic and health economic aspects of ageing in Ireland. His is involved in ongoing studies on how palliative care interventions affect outcomes and costs, and on four European Commission funded randomised trials of palliative care interventions. He has published over 250 papers in peer reviewed journals and has authored books on health care finance and health economics.
He has collaborated for many years with the European Observatory on Health Systems and Policies and is currently co-leading a programme of work on population ageing and the impact on health and social care. He co-authored the Observatory’s policy brief on end-of-life care and the policy brief on ageing and health care finance for the Western Pacific Regional Office. He also collaborates with the Barcelona office of WHO on health care finance research.
Building and Maintaining Universal Health Coverage in Iceland
Accommodating Growing Needs, Changing Models of Care and Strengthening Primary and Community Services
From a relatively high base, life expectancy in Iceland is increasing and will continue to increase. Population projections suggest a general ageing of the population. This is associated with increases in the numbers living with ADL/IADL deficits, and, of particular importance, an increase in the number of annual deaths (about a 20% increase from 2011 to 2021). Research in Ireland suggests that, while the mean costs of care for those over 65 is under €10,000, this is highly skewed, with the most expensive decile accounting for 74% of total costs (and the highest cost 20% accounting for 90% of costs). The main three drivers of higher costs are multiple ADL/IADL deficits, being in the second last year of life and being in the last year of life.
Understanding the determinants of growing needs and higher costs provides a useful basis for planning the future focus and organisation of health and social care. At a simple level we know that successful prevention and rehabilitation potentially offers big returns and lower costs. Similarly, since high costs are concentrated on a few very needy people, we need to assess the scope to provide supports that better meet their needs (and may cost less).
The presentation will present some evidence around the drivers of growing needs, will look at some relevant findings about how care delivery should change, and reflect on how strengthening primary and community will play key role. In addition to needing more community-based professionals there will be some consideration of the changing needs for different skills and development of professions that are more fit for purpose. Financing strategies will be key in incentivising appropriate changes and supporting new models of care.
---------
Guðjón Hauksson
Guðjón Hauksson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og hefur gegnt því embætti frá árinu 2017. Hann er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í heilsuhagfræði frá sama skóla ásamt meistaragráðu í rannsóknum á heilbrigðisvísindasviði. Guðjón hefur brennandi áhuga á heilbrigðisþjónustu og öllu henni tengdri, sérstaklega nýsköpun og framþróun.
Áttu tíma? HA!!! Á næsta ári?
Erindið fjallar um aðgangshindranir og skipulag heilsugæsluþjónustu á Íslandi. Er eitthvað í okkar skipulagi sem ýtir undir aðgangshindranir í þjónustu heilsugæslunnar?
---------
Selma Margrét Reynisdóttir
Selma hefur starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu frá árinu 2023. Hún er með M.Sc. í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands (2020) og með MPA gráðu frá sama skóla (2024). Hún starfaði sem sjúkraþjálfari á Landspítala 2020-2022 og sem sérfræðingur í endurhæfingu hjá Tryggingastofnun (2022-2023) og frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sérfræðingur í endurhæfingu í heilbrigðisráðuneytinu.
Vottorð og ljósið í myrkrinu
Selma mun kynna framtíðarsýn heilbrigðisráðuneytisins varðandi vottorðaskrif lækna og annarra heilbrigðisstétta. Farið verður yfir helstu niðurstöður vinnuhóps heilbrigðisráðuneytisins um vottorðamál og aðgerðir til að einfalda og skýra kerfið, bæði fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar og þá sem starfa innan heilbrigðiskerfisins.
---------
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
Ragnheiður Ósk er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2018. Hún er jafnframt kennslustjóri sérnáms í heilsugæsluhjúkrun og hefur einnig gegnt starfi sviðsstjóra skólasviðs. Ragnheiður hefur starfað hjá HH frá árinu 2004, með árshléi þegar hún var deildarstjóri Landspítala. Áður starfaði hún m.a. hjá Landspítala, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mest á barnadeildum. Ragnheiður Ósk er með MA í mannauðsstjórnun frá HÍ, MS í hjúkrunarfræði frá HÍ og BS í hjúkrunarfræði frá HA. Hún hefur kennt við HÍ, HA og víðar og haft umsjón með meistaranámi í HA og HR auk þess að skipuleggja námskeið og fræðsludaga fyrir skólahjúkrunarfræðinga og aðra. Ragnheiður Ósk hefur stýrt og tekið þátt í ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum, bæði á landsvísu og í alþjóðlegu samstarfi.
Hlutverk heilsuverndar og forvarna í starfsemi heilsugæslu til framtíðar
Í erindinu verður rýnt í þróun heilsuverndar- og forvarnarstarfsins innan heilsugæslunnar, hvað hefur breyst og hvaða lykilþættir það eru sem mikilvægt er að standa vörð um til framtíðar. Áskoranir eru fjölmargar en tækifærin eru líka fjölmörg og spannandi. Heilsuverndar- og forvarnarstarfsemi heilsugæslunnar er jafnan starfsemi sem fer hljótt og mikil eining ríkir um en á sama tíma er vert að gefa henni gaum og rýna til gagns í takt við breytta samfélagsmynd og nýjar kynslóðir.
---------
Nanna Sigríður Kristinsdóttir
Nanna er framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Hún stundaði sérnám í heimilislækningum í London og fékk sérfræðiréttindi árið 1999. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem heimilislæknir á Íslandi við heilsugæsluna í Efra-Breiðholti. Árið 2016 tók Nanna við starfi sem fagstjóri lækninga og svæðisstjóri. Frá því í apríl síðastliðnum hefur hún verið starfandi framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Verkaskipting í heilsugæsluþjónustu – hvernig þá?
Nanna mun í erindi sínu fjalla um verkaskiptingu (task sharing) í heilsugæslu og mun ræða það út frá nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi hvernig verkaskiptingu var háttað áður, hvernig hún er núna og hvaða tækifæri eru til breyttrar verkaskiptingar á næstu árum. Í öðru lagi ætlar hún að velta fyrir sér hvaða breytur það eru sem ýta á að þetta sé mikilvægt verkefni og með hvaða hætti sé hægt að nýta task sharing í heilsugæslunni. Loks mun hún ræða hvort einhverjir ókostir felist í breyttri verkaskiptingu og ef svo, hverjir þeir eru.
---------
Díana Óskarsdóttir
Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Díana er með BS - gráðu í geislafræði, meistarapróf í lýðheilsuvísindum og MBA-gráðu frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Díana hefur jafnframt stundað nám í stjórnun og rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu. Díana hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins og brennandi áhuga á nýsköpunarmöguleikum í heilbrigðisþjónustu. Í erindi Díönu og Guðnýjar Stellu verður fjallað um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sjónum beint að heimaspítala og fjarvöktun innan öldrunarþjónustu á HSU..
Nýsköpun í öldrunarþjónustu: Heimaspítali og fjarvöktun innan öldrunarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) leggur ríka áherslu á þróun öldrunarþjónustu innan heilsugæslusviðs. Í sameiginlegu erindi munu Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU og Guðný Stella Guðnadóttir yfirlæknir öldrunarlækninga fjalla um nýsköpunarverkefni á sviði öldrunarþjónustu sem unnið er að hjá stofnuninni.
Árið 2022 hófst innleiðing á fjarvöktun einstaklinga með langvinna sjúkdóma á heilsugæslusviði HSU með notkun fjarvöktunarkerfisins Dignio, í samstarfi við Öryggismiðstöðina. HSU tekur einnig þátt í þróunarverkefninu „ Gott að eldast“ sem miðar að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.
Í janúar 2024 opnaði HSU Heimaspítali innan heilsugæslusviðsins. Heimaspítalinn er ætlaður annars vegar fjölveikum og/hrumum einstaklingum og hins vegar þeim sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þar sem líknandi meðferð er í fyrirrúmi. Markmið heimaspítalans eins og með fjarvöktunina, er að styðja við sjálfstæða búsetu með því að auka aðgengi að læknis- og hjúkrunarþjónustu í heimahúsum, sem leiðir til færri heimsókna á bráðamóttökur og styttri innlagnartíma á sjúkrahúsum.
---------
Guðný Stella Guðnadóttir
Guðný Stella Guðnadóttir er yfirlæknir öldrunarlækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU). Hún er sérfræðingur í almennum lyflækningum og öldrunarlækningum og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2018. Hún starfaði í Gautaborg í 11 ár á öldrunarlækningadeild Sahlgrenska sjúkrahússins og þar af í 3 ár vann hún við heimaspítala Sahlgrenska sjúkrahússins. Hún hefur starfað á Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá 2022 og er auk annarra starfa þar umsjónarlæknir Heimaspítalans á Selfossi.
Nýsköpun í öldrunarþjónustu: Heimaspítali og fjarvöktun innan öldrunarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) leggur ríka áherslu á þróun öldrunarþjónustu innan heilsugæslusviðs. Í sameiginlegu erindi munu Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU og Guðný Stella Guðnadóttir yfirlæknir öldrunarlækninga fjalla um nýsköpunarverkefni á sviði öldrunarþjónustu sem unnið er að hjá stofnuninni.
Árið 2022 hófst innleiðing á fjarvöktun einstaklinga með langvinna sjúkdóma á heilsugæslusviði HSU með notkun fjarvöktunarkerfisins Dignio, í samstarfi við Öryggismiðstöðina. HSU tekur einnig þátt í þróunarverkefninu „ Gott að eldast“ sem miðar að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.
Í janúar 2024 opnaði HSU Heimaspítali innan heilsugæslusviðsins. Heimaspítalinn er ætlaður annars vegar fjölveikum og/hrumum einstaklingum og hins vegar þeim sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þar sem líknandi meðferð er í fyrirrúmi. Markmið heimaspítalans eins og með fjarvöktunina, er að styðja við sjálfstæða búsetu með því að auka aðgengi að læknis- og hjúkrunarþjónustu í heimahúsum, sem leiðir til færri heimsókna á bráðamóttökur og styttri innlagnartíma á sjúkrahúsum.
---------
Steindór Ellertsson
Steindór er sérnámslæknir í heimilislækningum og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hans fjallar um notkun gervigreindar í heilsugæslu og mun doktorsvörn hans fara fram í byrjun næsta árs. Steindór hefur starfað í fimm ár á Íslandi og fjögur ár í Noregi sem sérnámslæknir og hefur lokið tæpum fjórum árum af sérnáminu.
Samskiptastoðin - Gervigreind í heilbrigðiskerfinu
Í erindi sínu ætlar Steindór að fjalla um notkun gervigreindar við forvinnslu rafrænna Heilsuveruskilaboða frá sjúklingum á heilsugæslu. Við höfum mælt hvaða áhrif gervigreindin hefur á starfsemina, t.d. mælt tímasparnað, gæði svara sem heilbrigðisstarfsfólk sendir ásamt upplifun starfsfólks af því að nota hugbúnað sem nýtir gervigreind.
---------
Sigurveig Margrét Stefánsdóttir
Sigurveig er sérfræðingur í heimilislækningum og starfar á Heilsugæslunni Höfða. Hún útskrifaðist sem læknir frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2007 og flutti þá heim eftir 10 ára búsetu í Danmörku. Sigurveig lauk sérnámi í heimilislækningum á Íslandi. Hún vann frá útskrift á Bráðamóttöku Landspítalans í nokkur ár og var samhliða í öðrum verkefnum svo sem trúnaðarlæknir hjá Vinnuvernd, umsjónalæknir Neyðarlínunnar og í ýmsum gæðaverkefnum á Landspítala. Vann meðal annars að árangursríku samvinnuverkefni sem snéri að því að brúa bil milli heilsugæslu og bráðamóttöku svo eitthvað sé nefnt. Árið 2017 flutti Sigurveig sig yfir í heilsugæsluna og vann í fyrstu sem sérfræðingur í heimilislækningum í Grafarvogi, þar til hún hóf störf árið 2019 á Heilsugæslunni Höfða.
Hvað gerir heilsugæslu góða (og alla glaða)?
---------
Birna Íris Jónsdóttir
Birna er framkvæmdastjóri hjá Stafrænu Íslandi og tók við því starfi í nóvember 2023. Áður hefur hún sinnt stjórnunarstöðum í upplýsingatæknideildum hjá Össuri, Högum, Sjóvá og Landsbankanum. Hún er menntaður tölvunarfræðingur, er með MBA gráðu og diplóma í jákvæðri sálfræði.
Tækifæri til bættrar heilbrigðisþjónustu með Ísland.is - Allt á einum stað
---------
Berglind Magnúsdóttir
Berglind er sálfræðingur að mennt og hóf störf sem verkefnastjóri „Gott að eldast“, sameiginlegrar aðgerðaáætlunar heilbrigðisráðuneytisins og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, haustið 2022. Til að undirstrika mikilvægi samstarfs milli félags- og heilbrigðisþjónustu starfaði hún fyrstu tvö árin í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, en starfar nú hjá heilbrigðisráðuneytinu. Berglind hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi innan málaflokks eldra fólks og velferðarþjónustu. Frá árinu 2009 starfaði hún hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þar sem hún gegndi margvíslegum stjórnunarhlutverkum. Fyrstu árin var hún forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur, þar sem heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta voru reknar samþætt. Frá árinu 2014 starfaði hún sem skrifstofustjóri og sinnti þá m.a. málaflokkum húsnæðis, heilbrigðis, fötlunar og öldrunar. Áður starfaði Berglind sem sálfræðingur á öldrunarsviði Landspítala. Hún hefur einnig verið virk í stjórnum og nefndum tengdum öldrunarmálum og hefur haldið fjölda erinda og fræðslufyrirlestra á sviði öldrunarþjónustu.
Gott að hafa tölur -
Ein af megin aðgerðum aðgerðaáætlunarinnar "Gott að eldast" snýr að þróunarverkefnum til fjögurra ára sem hafa það að markmiði að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk sem býr heima. Sumarið 2023 var leitað eftir svæðum til að taka þátt í þessum þróunarverkefnum, og bárust alls 20 umsóknir. Valnefnd valdi sex svæði til þátttöku, og samanstanda þau af 22 sveitarfélögum og sex heilbrigðisstofnunum. Þessi svæði munu þróa mismunandi leiðir til að samþætta þjónustu sína með það að markmiði að bæta þjónustu fyrir eldra fólk.
Þróunarverkefnið hófst formlega 1. janúar 2024 og hafa nú þegar verið undirritaðir þrír þjónustusamningar. Í þeim felst að einn aðili taki að sér rekstur bæði félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir fólk í heimahúsi. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að upplýsingum um þjónustu sem veitt er fólki í heimahúsi á landsvísu. Með því er hægt að meta áhrif breytinga á þjónustufyrirkomulagi með tölulegum gögnum.
Nýstofnuð Miðstöð í öldrunarfræðum (MíÖ), sem hýst er hjá Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, mun gegna mikilvægu hlutverki í að fylgjast með framvindu þróunarverkefnanna, meta árangur þeirra og fylgjast með kostnaðarþróun. Þar sem starfsemi MíÖ mun ekki hefjast að fullu fyrr en árið 2025, var KPMG fengið til að undirbúa framkvæmd þessara verkefna, m.a. að meta aðgengi, gæði og samvirkni þeirra tölulegu gagna sem opinberlega eru safnað um félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir fólk 67 ára og eldra sem býr heima.
Í erindinu verður farið yfir helstu niðurstöður matsins á þessum gögnum. Jafnframt verður skoðað hvernig gögnin geti nýst til að meta árangur verkefnanna og hvernig þau geta stutt við ákvarðanatöku um framtíðarþjónustu fyrir eldra fólk.
Á stjórnarráðsvefnum hefur verið opnað sérstakt svæði undir heitinu „Gott að eldast“, þar sem hægt er að fylgjast með fréttum og nálgast gögn um verkefnið, þar með talið þau gögn sem erindið byggir á.
---------
Pallborðsumræður
Í pallborðsumræðum fyrir hádegi verða Jóhann Ágúst Sigurðsson, Dr. Minna Johansson og Dr. Charles Normand í kjölfar erindna þeirra um morguninn. Stjórnandi umræðna er Ingibjörg Sveinsdóttir.
Í pallborðsumræðum eftir hádegi verða eftirtaldir þátttakendur:
Gísli Kort Kristófersson
Gísli er sérfræðingur í geðhjúkrun, prófessor við Háskólann á Akureyri, aðjúnkt við University of Minnesota og Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2004, lauk meistaragráðu frá Minnesota háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeilduum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og göngudeildarþjónustu.
Rannsóknaráherslur Gísla eru notkun núvitundar í geðheilbrigðisþjónustunni, heildræn og samþætt nálgun í geðheilbrigðisþjónustunni, sérfræðingshlutverkið í geðhjúkrun og geðheilsa á Íslandi í víðu samhengi. Gísli hefur verið viðloðandi leiðbeiningu nema í geðhjúkrun á háskólastigi á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum frá árinu 2004 og situr í Landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni og Geðráði svo eitthvað sé nefnt. Ásamt kennslu og fræðastörfum starfar Gísli sem sérfræðingur í geðhjúkrun á einkastofu og við Sjúkrahúsið á Akureyri.
Oddur Steinarsson
Oddur útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) 2001, lauk MBA gráðu frá HÍ 2006 og sérfræðileyfi í heimilislækningum 2007. Hann starfaði um árabil í Svíþjóð sem heimilislæknir og framkvæmdastjóri Kortedala Vårdcentral och BVC í Gautaborg frá 2009-2014. Árið 2014 tók hann við starfi framkvæmdastjóra lækninga við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og starfaði þar til ársins 2017. Árin 2017-2018 var hann sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Kringlunni, en þá sameinuðumst þrír læknar þar Heilsugæslunni Lágmúla. Oddur hefur verið framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar Lágmúla frá árinu 2019. Hann er varaformaður LÍ frá 2021. Þá er hann fulltrúi Íslands í CPME (Standing Committee of European Doctors) frá 2023.
Linda Kristjánsdóttir
Linda er sérfræðingur í heimilislækningum, menntuð á Íslandi. Hún var áður yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Borgarnesi og sviðstjóri lækninga í heilsugæslu HVE í 10 ár. Nú er hún yfirlæknir á Heilsugæslunni Urðarhvarfi þar sem hún hefur starfað frá því vorið 2022. Linda hefur sinnt kennslu læknanema við Háskóla Íslands frá hausti 2022, sinnt kennslustjórastarfi og verið handleiðari sérnámslækna í heilsugæslunni. „Ég hef brennandi áhuga á því að draga úr ávísunum og notkun sterkra verkjalyfja, róandi - og svefnlyfja og hef unnið að gæðastarfi því tengdu undanfarin 7 ár bæði á Vesturlandi og í Urðarhvarfi."
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
Ragnheiður Ósk er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2018. Hún er jafnframt kennslustjóri sérnáms í heilsugæsluhjúkrun og hefur einnig gegnt starfi sviðsstjóra skólasviðs. Ragnheiður hefur starfað hjá HH frá árinu 2004, með árshléi þegar hún var deildarstjóri Landspítala. Áður starfaði hún m.a. hjá Landspítala, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mest á barnadeildum. Ragnheiður Ósk er með MA í mannauðsstjórnun frá HÍ, MS í hjúkrunarfræði frá HÍ og BS í hjúkrunarfræði frá HA. Hún hefur kennt við HÍ, HA og víðar og haft umsjón með meistaranámi í HA og HR auk þess að skipuleggja námskeið og fræðsludaga fyrir skólahjúkrunarfræðinga og aðra. Ragnheiður Ósk hefur stýrt og tekið þátt í ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum, bæði á landsvísu og í alþjóðlegu samstarfi.
Guðjón Hauksson
Guðjón er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og hefur gegnt því embætti frá árinu 2017. Hann er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í heilsuhagfræði frá sama skóla ásamt meistaragráðu í rannsóknum á heilbrigðisvísindasviði. Guðjón hefur brennandi áhuga á heilbrigðisþjónustu og öllu henni tengdri, sérstaklega nýsköpun og framþróun.
Díana Óskarsdóttir
Díana er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Díana er með BS - gráðu í geislafræði, meistarapróf í lýðheilsuvísindum og MBA-gráðu frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Díana hefur jafnframt stundað nám í stjórnun og rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu. Díana hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins og brennandi áhuga á nýsköpunarmöguleikum í heilbrigðisþjónustu. Í erindi Díönu og Guðnýjar Stellu verður fjallað um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sjónum beint að heimaspítala og fjarvöktun innan öldrunarþjónustu á HSU.
Íris Dögg Harðardóttir
Íris er framkvæmdarstjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins(HH) og hefur gengt þeirri stöðu frá því í ágúst 2024. Hún er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur að mennt.
Hún hefur starfað við geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og fullorðna á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni og hefur víðtæka reynslu af þverfaglegri teymisvinnu og meðferðarleiðum innan geðheilbrigðiskerfisins.
Íris starfaði áður sem svæðis- og fagstjóri geðheilsuteymis suður en hún stýrði faglegri uppbyggingu og mótun þjónustunnar.
Áherslur hennar í starfi eru á árangursríka þverfaglega þjónustu, nýsköpun og gæða-og umbótastarf.
Ingibjörg Sveinsdóttir, stjórnandi pallborðs
Ingibjörg er doktor og sérfræðingur í klínískri sálfræði og leiðir fagteymi geðheilbrigðismála í heilbrigðisráðuneytinu. Hún starfar einnig sem ráðgjafi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og vinnur á þeim vettvangi að víðtækum umbótum í geðheilbrigðismálum í Evrópu. Svo má þess geta að Ingibjörg er aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hún leggur áherslu á hagnýta siðfræði og rannsóknarsiðfræði.
Ingibjörg þekkir heilsugæsluna vel, enda vann hún hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í tæp tíu ár og er ein þeirra sem ruddu brautina fyrir sálfræðiþjónustu í heilsugæslu.
Skráning þátttöku
Vinsamlega skráið þátttöku ykkar á þinginu á skráningarsíðu þess. Skráning er einungis áskilin fyrir þá sem mæta á Reykjavík Hótel Nordica. Það verður einnig streymt frá þinginu en þeir sem fylgjast með í streymi þurfa ekki að skrá sig.
Ítarefni
- Ályktun Alþingis um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
- Ályktun Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030
- Ályktun Alþingis um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030
- Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum sem embætti landlæknis birtir árlega
- Velsældarvísar - mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði á Íslandi
- Fræðsluefni um forvarnir, heilsu og líðan á vef embættis landlæknis
- Heilsueflandi samfélag á vef embættis landlæknis
- Heilsuefling aldraðra - aðgerðaáætlun
Efni á ensku
Um heilbrigðisráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.