Heilbrigðisráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2019 í samræmi við forsetaúrskurð nr. 118/2018 um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti. Ráðuneytið varð til þegar velferðarráðuneytinu var skipt í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.
Verkefni heilbrigðisráðuneytisins varða sjúkratryggingar almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og forvarnir, lífvísindi og lífsiðfræði, líkt og nánar er tilgreint í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.
Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Um ráðuneytið
Heilbrigðisráðuneytið
Síðumúla 24
108 Reykjavík
Sími: 545 8700
Netfang: [email protected] - Örugg sending gagna
Kt. 521218-0530
Heilbrigðisráðuneytið annast verkefni sem varða heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og forvarnir, lífvísindi og lífsiðfræði og sjúkratryggingar almannatrygginga, líkt og nánar er tilgreint í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta nr. 6/2022. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Skipulag heilbrigðisráðuneytisins byggist á tveimur fagskrifstofum og tveimur stoðskrifstofum sem starfa þvert á ráðuneytið. Fagskrifstofurnar eru skrifstofa heilbrigðisþjónustu og skrifstofa lýðheilsu og vísinda. Stoðskrifstofurnar eru skrifstofa stjórnsýslu og skrifstofa fjármála.
Ráðuneytisstjóri er Ásta Valdimarsdóttir.
Um heilbrigðisráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.