Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

09. júlí 2021 InnviðaráðuneytiðSigurður Ingi Jóhannsson

Sundabraut að veruleika

Grein birt í Fréttablaðinu 9. júlí 2021

Sundabraut er komin af byrjunarreit en næstu skref voru römmuð inn í vikunni með yfirlýsingu ríkis og borgar um lagningu brautarinnar. Yfirlýsingin markar tímamót um að Sundabraut verði að veruleika og hún staðfestir sameiginlega sýn og skilning á hvaða skref eru næst. Mannvirkið er stórt, stærsta einstaka samgöngumannvirki hér á landi og hefur verið á aðalskipulagi borgarinnar frá 1975. Valkostirnir yfir Kleppsvík eru brú eða göng, en nýlegar greiningar starfshóps staðfesta að Sundabrú er um 14 milljörðum krónum ódýrari, dreifir umferð betur og verður aðgengileg fyrir gangandi og hjólandi.

Framkvæmdir hefjist 2026

Vegagerðin hefur nú fengið skýrt leiðarljós og áframhaldandi vinna römmuð inn með sveitarfélaginu og hagaðilum. Mikil vinna er framundan og áður en grafan getur byrjað og verklegar framkvæmdir hefjast þarf að leggja fleiri þúsundir tíma í undirbúning sem er forsenda fyrir góðu verki. Næsta skref er að klára félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur en að henni lokinni verður hafist handa við að undirbúa breytingar á aðalskipulagi borgarinnar, sem felur í sér endanlegt leiðarval.. Gera má ráð fyrir því að mat á umhverfisáhrifum og breytingar á skipulagsáætlunum taki 2-3 ár, hönnun og rannsóknir um 2 ár og útboðsferli svona stórrar framkvæmdar tekur 1-2 ár. Þetta er hægt að vinna samhliða til að flýta sem mest fyrir. Því er stefnt að því að framkvæmdir hefjist árið 2026 og að verklok verði árið 2031.

Léttari umferð

Sundabraut mun gjörbreyta umferðarmynstri höfuðborgarinnar, mynda góða tengingu á milli borgarhverfa og landshluta, létta á umferð í gegnum Mosfellsbæ og Ártúnsbrekku og styrkja öryggisleiðir út úr borginni. Yfirlýsing ríkis og borgar um Sundabraut markar tímamót því nú getum við brett upp ermar og hafist handa við að búa til tignarlegt kennileiti í borginni með Sundabrú.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta