Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
- Ráðuneyti
- Forsætisráðuneytið
- Atvinnuvegaráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiskrifstofur
- Samstarfsráðherra Norðurlanda
- Starfsfólk
- Stofnanir
- Nefndir
- Símanúmer og staðsetning ráðuneyta
- Umbra
- Innviðaráðuneytið
- innviðaráðherra
- Ræður og greinar Eyjólfs Ármannssonar
Ræður og greinar Eyjólfs Ármannssonar
Leita í ræðum og greinum
Dags. | Titill | Leyfa leit |
---|---|---|
20. mars 2025 | Ávarp á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 | <p><span><em>Ávarp flutt á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. mars 2025</em></span></p> <p><span>Kæra sveitarstjórnarfólk og aðrir gestir landsþings.</span></p> <p><span>Ég vil byrja á að þakka Sambandinu fyrir að hafa boðið mér að ávarpa ykkur hér í dag.</span></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga. Ég legg sjálfur mikla áherslu á þétt samstarf og hyggst vinna að framkvæmd ýmissa verkefna á næstu misserum í samráði og samstarfi við ykkur.</span></p> <p><span>Mig langar fyrst að nefna að á næstu vikum hyggst ég leggja fram frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum sem fela m.a. í sér skýrari feril um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla á sveitarfélög. Þar er einnig lögð til ný leið til að leysa úr ágreiningsmálum á milli ríkis og sveitarfélaga um slíkt mat.</span></p> <p><span>Frumvarpið byggist á tillögum starfshóps sem í áttu sæti fulltrúar hlutaðeigandi ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áform um breytingarnar ásamt drögum að frumvarpi voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar og af umsögnum að dæma er ljóst að sveitarfélögin fagna þessum áformum. Það er von mín að nái frumvarpið fram að ganga muni það skapa aukna sátt um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Á síðustu misserum hefur farið fram umfangsmikil vinna við endurskoðun sveitarstjórnarlaga, einkum hvað varðar almennar reglur um stjórnsýslu sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, íbúasamráð, fjármál, reikningskil og atvinnuþátttöku sveitarfélaga. Meðal annars hafa verið starfandi vinnuhópar annars vegar um starfskjör sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarfulltrúa, um birtingu stjórnvaldsfyrirmæla á sveitarstjórnarstigi og íbúalýðræði í sveitarfélögum og hins vegar um fjármálareglur og reikningsskil sveitarfélaga. Þar hafa átt sæti fulltrúar sveitarfélaganna en við erum nú m.a. að skoða að útvíkka vinnu um fjármálareglur og reikningsskil sveitarfélaga þannig að þar komi fleiri aðilar að borðinu fyrir hönd sveitarfélaganna. Við munum að sjálfsögðu gefa sveitarfélögunum tímanlega færi á að koma að sínum sjónarmiðum og athugasemdum í opnu samráði.</span></p> <p><span>Nú er einnig að hefjast undirbúningur fyrir endurskoðun á 9. kafla sveitarstjórnarlaga um samvinnu sveitarfélaga og samninga um starfrækslu verkefna. Þá erum við að horfa til samstarfs sveitarfélaga um ólögbundin verkefni, samstarf um lögbundin verkefni á vegum byggðasamlaga eða þar sem er eitt leiðandi sveitarfélag, auk þess að skoða samstarf á vettvangi landshlutasamtaka. Mikil vinna hefur farið fram síðastliðin ár og þá sérstaklega hvað varðar landshlutasamtökin og stöðu þeirra. En við viljum nú fá fram afstöðu og sjónarmið sveitarstjórnarfólks og við höfum því ákveðið að halda vinnustofur í hverjum landshluta, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga, til að fá efnivið fyrir ráðuneytið til að vinna áfram og í framhaldinu móta tillögur til breytinga á lögunum.</span></p> <p><span>Ég hef talað um það að sveitarfélögin þurfi að vera stærri og öflugri til að geta sinnt hlutverki sínu og auknum kröfum um þjónustu og ég tel að þróun sveitarstjórnarstigsins verði þannig að fjölkjarnasveitarfélögum muni fjölga til muna. Þá er mikilvægt að rétta umgjörðin sé til staðar.</span></p> <p><span>Ef við horfum t.d. til sveitarfélagsins Múlaþings sem varð til með sameiningu fjögurra sveitarfélaga, þá byggði sú sameining að mörgu leyti á því að í hverju sveitarfélagi, sem síðar varð byggðakjarni eftir sameiningu, var komið á heimastjórn sem sinnir tilteknum verkefnum og er ætlað að stuðla að þátttöku og möguleikum íbúa til áhrifa á málefni síns nærumhverfis.</span></p> <p><span>Ég veit til þess að fleiri sveitarfélög sem eru að skoða sameiningar horfa mikið til þess að koma á slíku fyrirkomulagi komi til sameininga. Ég hef þess vegna sett af stað vinnu í mínu ráðuneyti við að kanna verði hvort ástæða sé til að skerpa á 38. gr. sveitarstjórnarlaga. Ákvæðið fjallar um nefnd fyrir hluta sveitarfélags þannig að nefndir líkt og heimastjórnir eða sambærilegar einingar nýtist sem best fyrir íbúa og stjórnsýslu sveitarfélagsins.</span></p> <p><span>Þá tel ég að m.a. þurfi að skoða hvaða verkefnum er fýsilegt að slíkar nefndir sinni og hvort einhverjar takmarkanir ættu að vera á valdframsali til slíkra nefnda. Einnig tel ég rétt að skoða hvernig skipun slíkra nefnda skuli best háttað.<br /> </span></p> <p><span>Kæra sveitarstjórnarfólk.</span></p> <p><span>Eins og þið þekkið vel þá mun ég á næstu dögum á Alþingi, mæla fyrir frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Mál þetta á sér langan aðdraganda og fjallað hefur verið um breytingar á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs í mörg ár. Nokkrar nefndir á vegum ráðuneytisins hafa fjallað um sjóðinn á síðustu árum og úthlutunarreglur hans og þær tillögur sem ég hyggst leggja fram byggjast á vinnu þessara hópa.</span></p> <p><span>Frumvarpið hefur tvisvar verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og ásamt því að hafa komið til umfjöllunar á Alþingi þar sem leitað var eftir umsögnum sveitarfélaga og annarra hagaðila. Þá höfum við haldið fjölda kynningarfunda auk þess sem fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og það hefur því fengið afar viðamikla kynningu og umræðu. Það er ljóst að skiptar skoðanir verða um úthlutunarreglur sjóðsins en ég tel afar mikilvægt að frumvarpið komist til þingsins og fái þar vandaða umræðu</span></p> <p><span>Ég tel rétt að fjalla aðeins um og undirstrika tilgang sjóðsins og þeirra breytinga sem ég legg til.</span></p> <p><span>Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi hans. Þannig er stuðlað að því að sveitarfélögin standi á jafnari grunni, að teknu tilliti til land- og lýðfræðilegra þátta auk fjárhagslegs styrks, til að sinna lögbundnum verkefnum sínum.</span></p> <p>Árið 1990 voru gerðar umtalsverðar breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og segja má að þá hafi sjóðurinn orðið til í núverandi mynd.</p> <p>Frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á sveitarfélagaskipan landsins og hefur þeim fækkað úr 204 niður í 62.</p> <p>Á sama tíma hafa sjóðnum verið falin veigamikil ný verkefni t.d. í tengslum við yfirfærslu grunnskólans og málefni fatlaðs fólks. Sjóðurinn starfar því í gerbreyttu umhverfi og umgjörð hans þarf að endurspegla það.</p> <p>Skyldur sveitarfélaganna gagnvart íbúum sínum hvíla á sveitarfélögunum óháð stærð þeirra og staðsetningu og markviss jöfnun er forsenda þess að öll sveitarfélög geti sinnt lögbundinni þjónustu við íbúa. Hún er forsenda og skapar skilyrði fyrir búsetufrelsi og jafnar lífsgæði um landið.</p> <p>Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að jöfnunarkerfið sé hlutlægt og byggi á traustum mælikvörðum og forsendum. Það er líka mikilvægt að jöfnunarkerfið rýri ekki athafnafrelsi sveitarstjórna eða dragi úr hvötum til umbóta og framfara.</p> <p>Þrátt fyrir fækkun sveitarfélaga hefur regluverk sjóðsins lítið breyst í gegnum árin. Eins og ég nefndi áðan geri ég ráð fyrir að sveitarfélögum fækki enn frekar á næstu árum og því tel ég mikilvægt að sjóðurinn þróist í takt við þær breytingar sem hafa átt sér stað og eiga eftir að eiga sér stað á sveitarfélagagerðinni. Þeir Guðni Geir og Árni Sverrir munu síðar í dag fjalla frekar um þær breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins sem við erum að leggja til og ég vænti þess að það verði líflegar umræður í kaffihléinu í kjölfarið.</p> <p>Kæru landsþingsfulltrúar.</p> <p>Eins og þið vitið þá hefur ríkisstjórnin metnaðarfull áform um að ná tökum á ríkisfjármálunum og skapa þannig skilyrði fyrir lækkun vaxta, ekki síst með stöðvun hallareksturs.</p> <p>Þar er verk að vinna og margt sem bendir til þess að það sé jafnvel erfiðara en áður var talið. Það er stór og mikilvæg áskorun að fara betur með ríkisfé en verið hefur.</p> <p>Nýverið skilaði starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri tillögum eftir samráð við almenning og stofnanir ríkisins. Þar kennir ýmissa grasa og verður ráðuneytum falið að vinna áfram að útfærslu og framkvæmd tillagnanna. Ég tel mikilvægt að ég sem ráðherra byggðamála minni á mikilvægi þess að við höfum uppi byggðagleraugun þegar við vinnum að útfærslu tillagna.</p> <p>Ég vil því sérstaklega beina því til ykkar, ágæta sveitarstjórnarfólk, að hafa aðhald á ríkisstjórn og þingi í þeirri umræðu sem fram undan er um þessi mál.</p> <p>Jöfn búsetuskilyrði í landinu eru réttindamál og því réttindabarátta, og bera að líta á þau sem slík. Einungis með jöfnun á búsetuskilyrðum verður byggð í öllu landinu tryggð.</p> <p><span><br /> Við skulum líka ávallt hafa í huga þá gríðarlegu verðmætasköpun sem á sér stað á landsbyggðinni, og hve mikilvæg búseta um allt land er fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, og íslenska menningu. Þjóðin vill jöfn búsetuskilyrði og að búið sé um allt land. Það er þjóðarmarkmiðið.<br /> <br /> Við þessar aðstæður stöndum við líka frammi fyrir stórum áskorunum hvað varðar ástand helstu innviða þjóðarinnar, ekki síst á sviði samgangna. En ekki er hægt að tala um jöfn búsetuskilyrði án þess að tala um samgöngur í landinu. <br /> <br /> Flest könnumst við núorðið við nýyrðið „innviðaskuld“ og hafa ýmsar greiningar verið gerðar að undanförnu sem varpa ljósi á umfang vandans á þjóðvegakerfinu. Skýrslur Samtaka Iðnaðarins frá 2017, 2021 og nú síðast frá 2025 sýna svart á hvítu hver staðan er á innviðum landsins. Endurstofnvirði innviða á Íslandi er metið á um 6.700 milljarða króna sem jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu. Endurstofnvirði þjóðvega er alls metið um 1.200 miljjarða króna. Þetta er hærra hlutfall en í flestum öðrum löndum. Burtséð frá verðmætasköpuninni sem fylgir viðhaldi og uppbyggingu innviða eru öflugar samgöngur grundvallar lífsgæði og þá sérstaklega landsbyggðinni. Eins og ég hef fjallað um í ræðum áður ætlar þessi ríkisstjórn að tryggja að viðhald innviða sé nægilega kröftugt svo þeir haldi virði sínu, séu öruggir og geti sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax – vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna. Þetta eru ekki aðeins spurning um þægindi heldur grunnforsendur fyrir blómlegri búsetu og öflugu atvinnulífi um allt land. Þess vegna þarf að grípa til afgerandi aðgerða í þessum málum. <br /> <br /> Því lengur sem beðið er því meiri verður innviðaskuldin og það þarf að hefjast handa strax.<br /> <br /> Fram undan eru spennandi tímar uppbyggingar, framfara og samvinnu þar sem við munum tryggja að samgöngur um allt land verði traustar og greiðar. Með sameiginlegu átaki sköpum við ný tækifæri og styrkjum líka byggðina um allt land, tryggjum framtíð sveitarfélaga og aukum samkeppnishæfni þeirra til lengri tíma.<br /> <br /> Ég hlakka sannarlega til samstarfsins og er fullviss um að saman munum við byggja betra samfélag, þar sem sveitarfélögin standa styrkari fótum en nokkru sinni fyrr.<br /> <br /> Takk fyrir.<br /> </span></p> |
18. mars 2025 | Betri leigubílaþjónusta fyrir alla | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 18. mars 2025</em><br /> </span></p> <p><span>Árið 2022 voru samþykkt ný lög um leigubifreiðaakstur. Líkt og Flokkur fólksins varaði við leiddu lögin fljótt til ýmissa vandkvæða sem margir hafa orðið varir við. Meðal þess var afnám gjaldmælaskyldunnar. Við það skapaðist rými fyrir ósanngjarna gjaldtöku og dæmi um að farþegar, einkum ferðamenn, greiddu mun hærra gjald en eðlilegt gat talist. Annað vandamál var skortur á eftirliti, þar sem leigubifreiðastjórar gátu starfað án tengsla við leigubifreiðastöð. Þetta skapaði áhyggjur bæði hjá almenningi og innan greinarinnar sjálfrar varðandi öryggi farþega.</span></p> <p><span>Frumvarp um breytingar á lögunum hefur verið kynnt í samráðsgátt og verður lagt fram á Alþingi á vorþingi. Nýja frumvarpið, sem er fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna, tekur sérstaklega á þessum vandkvæðum með því að leggja til skýrar og mikilvægar breytingar. </span></p> <p><span>Í fyrsta lagi verður ekki lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Með þessu tryggjum við betur að allir leigubifreiðastjórar starfi undir virku eftirliti, sem eykur öryggi farþega. Það mun jafnframt tryggja samkeppnishæfara starfsumhverfi fyrir leigubílstjóra sem sinna störfum sínum af fagmennsku.</span></p> <p><span>Í öðru lagi aukum við ábyrgð leigubifreiðastöðva. Þær verða að skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Fyrir þær stöðvar sem þegar starfa af ábyrgð munu þessar breytingar ekki fela í sér miklar áskoranir, heldur undirstrika og staðfesta það góða starf sem þar er þegar unnið.</span></p> <p><span>Í þriðja lagi er tekið á rétti neytenda með skýrum hætti. Leigubifreiðastöðvar verða nú að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Þessar breytingar munu auka traust almennings á þjónustunni og stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi.</span></p> <p><span>Frekari breytingar eru væntanlegar síðar á árinu sem liður í heildarendurskoðun laganna. Með því tryggjum við að þjónustan sé örugg, áreiðanleg og hagkvæm fyrir alla. Leigubifreiðar gegna mikilvægu hlutverki með því að veita nauðsynlega sólarhringsþjónustu fyrir ferðamenn og íbúa landsins, ekki síst þá sem ekki hafa annan ferðamáta. Traust og skilvirk leigubílaþjónusta er þannig mikilvæg forsenda aukinna lífsgæða og öruggara samfélags fyrir okkur öll.</span></p> |
11. febrúar 2025 | Aðgengi fyrir alla | <p><span>Grein birt í Morgunblaðinu mið. 11. febrúar 2025</span></p> <p><span>Ný ríkisstjórn hefur einsett sér að ná árangri í málefni fatlaðs fólks. Við ætlum að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og við munum fylgja honum eftir til að tryggja þau réttindi sem hann mælir fyrir um.</span></p> <p><span>Undanfarin ár hafa ríki og sveitarfélög tekið saman höndum um að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í opinberum byggingum, almenningssamgöngum, útivistarsvæðum og almenningsgörðum, svo dæmi séu tekin. Þetta hefur verið gert með sérstöku verkefni um átaki um úrbætur í aðgengismálum fyrir fatlað fólk, í samvinnu við ÖBÍ réttindasamtök og sveitarfélög um land allt.</span></p> <p><span>Frá því að átakinu var fyrst ýtt úr vör árið 2021, hefur rúmlega 630 m.kr. verið ráðstafað úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til fjölbreyttra úrbótaverkefna vegna aðgengismála. en framlag sjóðsins er 50% á móti framlagi sveitarfélaga. Auk þess fær ÖBÍ sérstakan fjárstyrk til að standa undir kostnaði vegna verkefnisstjóra út samningstímabilið, en hlutverk hans er að vinna að úrbótaverkefnunum með sveitarfélögum, forgangsraða þeim og meta framgang þeirra. Þetta samstarf hefur verið árangursríkt til að ná úrbótum í aðgengismálum fyrir fatlað fólk um landið allt, en síðasta föstudag undirritaði ég ásamt Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ réttindasamtaka, áframhald þessa verkefnis út árið 2026. Verkefnið mun fela í sér að allt að 464 milljónir króna verða veittar í styrki gegn helmings mótframlagi sveitarfélaga á árunum 2025-2026.</span></p> <p><span>Þau verkefni sem hafa verið styrkt eru margvísleg, en þar á meðal má nefna úrbætur á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga eða byggingum í eigu annarra aðila en sveitarfélaga, þar sem samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða. Úrbæturnar lúta einnig að því að gera almenningsgarða og útivistarsvæði aðgengileg fötluðu fólki. Ekki síst fer fjármagn úr sjóðnum til úrbóta sem lúta að aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks, sem starfræktir eru eftir lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.</span></p> <p><span>Við verðum að tryggja að fatlað fólk um allt land hafi aðgengi að samfélaginu til jafns við aðra. Samstarfið við ÖBÍ um þetta verkefni hefur verið farsælt og árangurinn með ágætum. Það eru víða brýnar áskoranir og mikilvægt að taka höndum saman um úrbætur í samvinnu við sveitarfélögin í landinu en öll úrbótarverkefni eru fjármögnuð í samvinnu við þau.</span></p> <p><span>Ný ríkisstjórn mun vinna að því statt og stöðugt á kjörtímabilinu að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks og það er afar ánægjulegt að fá að taka þátt í því mikilvæga verkefni.</span></p> |
11. febrúar 2025 | Ávarp á fundi Flugmálafélags Íslands | <p><span><em>Ávarp flutt á fundi Flugmálafélags Íslands fim. 6. febrúar um málefni Reykjavíkurflugvallar</em></span></p> <p><span>Ágætu fundargestir</span></p> <p><span>Það gleður mig að sjá hversu margt fólk er hér samankomið til að ræða flug og flugmál og brennur fyrir stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ég vil þakka Flugmálafélagi Íslands sérstaklega fyrir gott boð um að fá að ávarpa ykkur hér í dag.</span></p> <p><span>Það blés í gær og það blæs í dag, og það hefur gustað hressilega um Reykjavíkurflugvöll um árabil. </span></p> <p><span>Ný ríkisstjórn er einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað í Vatnsmýrinni. Svo einfalt er það.</span></p> <p><span>Það hefur verið heiðskírt í mínum huga í langan tíma að framtíð aðalflugvallar og miðstöðvar innanlandsflugs sé hér í Reykjavík til lengri tíma, og þá hér í Vatnsmýrinni. </span></p> <p><span>Reykjavíkurflugvöllur hefur um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í samgöngukerfi landsins. Flugvöllurinn er allt í senn miðpunktur innanlandsflugs, varaflugvöllur fyrir millilandaflug á suðvesturhorni landsins og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir aðra fjölbreytta flugtengda starfsemi.</span></p> <p><span>Íslendingar eru flugþjóð. Það er mjög áhugaverð spurning – hverjar ástæður þess eru. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og flug hefur – ekki af ástæðulausu - verið grunninnviður í samgöngukerfi okkar frá upphafi flugs í landinu. Allt frá því að fyrsta flugfélag landsins var stofnað í Reykjavík í mars 1919, eða fyrir 106 árum síðan.</span></p> <p><span>Reykjavíkurflugvöllur hefur verið gríðarlega mikilvægur í flugmenningu okkar og þar hefur hjarta flugmenningar okkar slegið alla tíð. </span></p> <p><span>Málefni flugvallarins skipta miklu máli fyrir alla landsmenn hvar sem þeir búa. Ég lít svo á að það sé ein af meginskyldum Reykjavíkur sem höfuðborgar að þar sé starfræktur flugvöllur, sem tryggi góðan aðgang allra íbúa landsins að höfuðborginni sinni.</span></p> <p><span>Undanfarna áratugi hefur ýmis konar sérhæfð þjónusta verið byggð upp hér á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þjónusta er ekki einkamál höfuðborgarbúa, hún er fyrir okkur öll, hvort sem við búum á Bíldudal eða í Breiðholti.</span></p> <p><span>Fólk á landsbyggðinni treystir á flugvöllinn til að geta sótt mikilvæga þjónustu til höfuðborgarinnar sinnar. Það á ekki síst við um sjúkraflugið sem þarf að gæta að sérstaklega.</span></p> <p><span>Það var ánægjulegt í gær að lesa frétt undir fyrirsögninni „Reykjavíkurflugvöllur fari ekki fet á næstu áratugum“. Þar er vitnað í borgarstjóra, um að Reykjavíkurflugvöllur fari ekki neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til ársins 2040. Ég fagna þessum skýru og einföldu skilaboðum frá borgarstjóra og Reykjavíkurborg.</span></p> <p><span>Í samgöngum – í umferðinni, siglingum og flugi – er öryggi mikilvægasta verkefnið á hverjum tíma. Flugöryggi skal ávallt í fyrirrúmi í flugi – bæði hér innanlands og á alþjóðavísu.</span></p> <p><span>Þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli – þá þekkjum við öll þau álitamál sem að honum snúa. Ég hef fylgst vel með þeim málum, bæði sem borgari og alþingmaður, og nú sem ráðherra samgangna og flugmála.</span></p> <p><span>Flugöryggi er algjört grundvallaratriði kemur að flugi og rekstri flugvalla. Ekki er hægt að gefa neinn afslátt þegar kemur að flugöryggi. Flugöryggi tryggir rekstrarhæfi flugvallar og er undirstaðan fyrir tilvist Reykjavíkurflugvallar. Ef eitthvað ógnar flugöryggi verða flugmálayfirvöld að grípa strax inn í til að tryggja það. </span></p> <p><span>Ef andstæðingar Reykjavíkurflugvallar vilja nota ógn við flugöryggi sem rök fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fari, er mikilvægt að þeir aðilar komi fram og haldi þeim sjónarmiðum á lofti. </span></p> <p><span>Skipulagsreglur flugvalla, sem hafa stoð í loftferðalögum, kveða skýrt á um þau skilyrði sem uppfylla þarf hverju sinni til að tryggja flugöryggi, þar með talið svokallaða hindrunarfleti.</span></p> <p><span>Þessi mál eru nú í lögbundnu ferli og það er verkefni allra sem að því koma að leggja sitt af mörkum til að enginn vafi leiki á að flugöryggi sé tryggt á flugvellinum.</span></p> <p><span>Mikilvægast á þessum tímapunkti er að tryggja flugöryggi og þar með rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar fyrir allt innanlandsflug og sjúkraflug. Allir aðilar sem koma að málinu þurfa án tafar að leysa úr ágreiningsmálum sínum og tryggja flugöryggi um Reykjavíkurflugvöll og í landinu. </span></p> <p><span>Ég er opinn fyrir samtali við hagsmunaaðila flugvallarins um það hvernig við getum aukið sátt um hann og því mikilvæga hlutverki sem flugvöllurinn gegnir í samgöngukerfi landsins. </span></p> <p><span>Þannig tryggjum við að flugvöllurinn sinni áfram sínu mikilvæga hlutverki fyrir landið allt – fyrir landsbyggðina sem og höfuðborgina. </span></p> <p><span>Stefna Flugmálafélags Íslands er að efla flug á Íslandi. Það er gríðarlega mikilvægt samfélagslegt markmið. Ef við ætlum að halda áfram að vera flugþjóð, þar sem flug er óvenju stór hluti af þjóðarframleiðslu og verðmætasköpun samfélagsins verðum við ávallt að vera vakandi fyrir þessu mikilvæga markmiði - sem er að efla flug á Íslandi. </span></p> <p><span>Ég vil að lokum þakka Flugmálafélaginu fyrir þennan fund og stuðla þannig að virku samtali um Reykjavíkurflugvöll, stöðu hans og mikilvægi hans fyrir Ísland - landsbyggðina sem og Reykjavík sem höfuðborgar landsins. </span></p> <p><span>Það er mikilvæg umræða.</span></p> <p><span>Takk fyrir. <br /> </span></p> <div> </div> |
30. janúar 2025 | Útboðsþing 2025 - ávarp ráðherra | <p><span><em>Ræða flutt á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 30. janúar 2025</em></span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/1R4PBCDDGxA?si=1TxNpgz9akhIaT6R" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share" referrerpolicy="strict-origin-when-cross-origin"></iframe> <p><span>Ágætu gestir, kæru þátttakendur útboðsþings</span></p> <p><span>Það gleður mig að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag, þar sem saman eru komnir hagsmunaaðilar í mannvirkjagerð á Íslandi. Þið hafið mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja hagkvæma og örugga uppbyggingu innviða landsins, sem eru burðarásar samfélagsins.</span></p> <p><span>Það er verk að vinna. Greiningar ýmissa aðila undanfarin ár, bæði opinberra sem og ykkar hér hjá Samtökum iðnaðarins, hafa staðfest að fjárfestingarþörf í íslenskum samgönguinnviðum er mjög mikil. </span></p> <p><span>Fólkið í landinu upplifir þetta á ferðum sínum á hverjum degi. Það er sama hvort um er að ræða samgönguinnviði á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu, jarðgöng eða viðhald vega. Alls staðar er brýn þörf. </span></p> <p><span>Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og okkar í Flokki fólksins er meðvituð um stöðuna og hefur lagt fram skýra stefnu um uppbyggingu innviða í landinu. <br /> <br /> Í stjórnarsáttmála flokkanna kemur fram að ríkisstjórnin muni auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. </span></p> <p><span>„Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka,“ segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar segir einnig: „Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins.“</span></p> <p><span>Þetta er forgangsmál og grundvallaratriði.</span></p> <p><span>Í inngangi stefnuyfirlýsingarinnar ríkisstjórnarinnar segir einnig eftirfarandi: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils. Samhliða því mun ríkisstjórnin fjárfesta í innviðum til að auka verðmætasköpun.“ Hér koma t.d. hafnarframkvæmdir sérstaklega til skoðunar.</span></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingunni eru taldir upp 23 liðir með aðgerðum til að ná markmiðum sínum. Í þriðja lið segir að ríkisstjórnin hyggist ná markmiðum sínum með eftirfarandi:</span></p> <p><span>„Með því að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Ríkisstjórnin mun rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins til að greiða fyrir umferð á stofnvegum, efla almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Hafist verður handa við framkvæmd Sundabrautar og verkefnið fjármagnað með innheimtu veggjalda.“ </span></p> <p><span>Ljóst er að á þessu ári verðum við að halda að okkur höndum því við stöndum enn frammi fyrir áskorunum sem kalla á aga og ábyrgð – ekki síst í opinberum fjármálum. </span></p> <p><span>Opinberir aðilar þurfa því að sýna festu og halda aftur af sér í útgjöldum fyrst um sinn. Þetta er lykilatriði til að ná því markmiði okkar að lækka vaxtastigið í landinu og sigrast á verðbólgudraugnum. </span></p> <p><span>Til lengri tíma litið horfum við til risaverkefna sem munu móta framtíð íslensks samfélags. Þar stendur upp úr bygging Sundabrautar, verkefni sem mun auka umferðarflæði og stórbæta vegtengingar til og frá Vestur- og Norðurlandi og innan höfuðborgarsvæðisins. Hér er um að ræða þjóðhagslega hagkvæmustu framkvæmd Íslandssögunnar.</span></p> <p><span>Við ætlum að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð hér á landi, eins og áður sagði. Jarðgangagerð hefur verið stopp í landinu frá því Dýrafjarðargöngin voru opnuð 2020, eða fyrir fimm árum síðan. </span></p> <p><span>Víða á landinu geta jarðgöng gerbreytt búsetuskilyrðum, tengt saman og eflt samfélög, leyst af hættulega vegi og eflt atvinnulíf og aukið verðmætasköpun. </span></p> <p><span>Jarðgangakostir eru margir hér á landi og mörg sveitarfélög sem binda miklar vonir við þau. Það eru því miklir og brýnir hagsmunir fyrir því að jarðgangagerð komist aftur af stað og að við getum grafið ein jarðgöng á hverjum tíma.</span></p> <p><span>Á höfuðborgarsvæðinu verður áfram lögð áhersla á að efna Samgöngusáttmálann og byggja upp skilvirkara samgöngukerfi. Miklar umbætur verða gerðar á stofnbrautum borgarinnar, svo sem með tilkomu Miklabrautarganga og Sæbrautarstokks. Einnig verður byggt upp almenningssamgöngukerfi og innviðir fyrir gangandi og hjólandi. </span></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingunni segir einnig að ríkisstjórnin ætli að ná markmiðum sínum með því að: „auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu.“ </span></p> <p><span>Við ætlum að tryggja að viðhald innviða sé nægilega kröftugt svo þeir haldi virði sínu, séu öruggir og geti sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Og tryggja þannig greiðar samgöngur bæði fólks og farms allt árið um kring.</span></p> <p><span>Í fyrra skapaðist sú staða á Vestfjarðavegi um Dalabyggð, að fletta þurfti af vegi bundnu slitlagi vegna slæms ástands vegarins. Þetta er birtingarmynd viðhaldsskuldar. Þetta þarf og verður að breytast.</span></p> <p><span>Þessi verkefni eru ekki aðeins fjárfesting í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Þau stuðla að hagvexti, nýsköpun og bættri samkeppnisstöðu Íslands. Við skulum ætíð muna það góðar samgöngur auka hagkvæmni í samfélaginu og stuðla að framleiðniaukningu. <br /> Góðar samgöngur stuðla því að aukinni velmegun og bættum lífskjörum.</span></p> <p><span>Þegar kemur að fjármögnun má segja að við séum að líta til þriggja módela.</span></p> <ul> <li><span>Í fyrsta lagi fjármögnun að fullu með fé af fjárlögum.</span></li> <li><span>Í öðru lagi með fjármögnun að hluta af fjárlögum og að hluta frá sveitarfélögum. Þetta á meðal annars við um hafnarframkvæmdir, sem og einnig verkefni Samgöngusáttmálans.</span></li> <li><span>Í þriðja lagi er fjármögnun samkvæmt lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru taldar upp sex framkvæmdir sem heimilt er að að bjóða út sem samvinnuverkefni. Samvinnuverkefni eru verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun opinbers mannvirkis, í heild eða að hluta.</span></li> </ul> <p><span>Þetta er kannski aðferðafræði sem við ættum kannski að skoða enn frekar, og þá sérstaklega verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun opinbers mannvirkis að hluta. Hinn hlutinn yrði þá fjármagnaður af ríki.</span></p> <p><span>Hér ættum við kannski að horfa til frænda okkar í Noregi og Færeyjum. Færeyingar lærðu jú af okkar varðandi fjármögnun Hvalfjarðarganga. Nú er kannski kominn tími til að við lærum af þeim.</span></p> <p><span>Það segir okkur mikið um þá kyrrstöðu í málaflokknum sem verið hefur undanfarna áratugi að nú þurfum við að fara læra af frændum Færeyingum í þessum efnum.</span></p> <p><span>Í framtíðinni má búast við aukinni uppbyggingu samgönguinnviða hér á landi. Það kallar á náið samstarf milli hins opinbera, atvinnulífsins og ykkar – okkar helstu sérfræðinga og fagfólks í mannvirkjagerð.</span></p> <p>Með sameiginlegu átaki getum við leyst þessi verkefni á hagkvæman og skilvirkan hátt, með gæði og sjálfbærni að leiðarljósi.</p> <p>Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir mikilvægt framlag ykkar við að byggja upp íslenskt samfélag. Það er ekki lítið verkefni.</p> <p>Ég hlakka til að sjá áframhaldandi árangur af starfi ykkar og vona að þetta þing verði vettvangur fyrir uppbyggilegar umræður, nýjar hugmyndir og farsælt samstarf.</p> <p>Takk fyrir.</p> |
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurnSkilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.
Takk fyrir.