Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
- Ráðuneyti
- Forsætisráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Matvælaráðuneytið
- Menningar- og viðskiptaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiskrifstofur
- Samstarfsráðherra Norðurlanda
- Starfsfólk
- Stofnanir
- Nefndir
- Símanúmer og staðsetning ráðuneyta
- Umbra
- Innviðaráðuneytið
- Innviðaráðherra
Ræður og greinar Svandísar Svavarsdóttur
Leita í ræðum og greinum
Dags. | Titill | Leyfa leit |
---|---|---|
09. október 2024 | Birtan í híbýlum fólks - ávarp | <p><span>Góðir gestir, velkomin á þennan fund!</span></p> <p><span>Birta, ljós og hlýja. Þetta eru orð sem við tengjum eflaust flest við jákvæðar tilfinningar. Okkur líður vel ef við erum í björtu, vel upplýstu umhverfi – og að sama skapi hefur dimman og myrkrið neikvæðari áhrif á líðan.</span></p> <p><span>Við erum hér í dag til að ræða einmitt þetta; mikilvægi birtunnar í umhverfi okkar, og þá sérstaklega á heimilum okkar. Markmið fundarins er líka að kynna drög að nýjum kafla um ljósvist í byggingarreglugerð, sem varðar viðmið og kröfur um birtuskilyrði innandyra, - en kaflinn verður fljótlega birtur í samráðsgátt stjórnvalda.</span></p> <p><span>Í húsnæðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi í sumar er lögð áhersla á grunngæði íbúðarhúsnæðis í allri hönnun. Í því samhengi er til dæmis um að ræða dagsbirtu, hreint loft, góða hljóðvist, aðgengi og að húsnæði uppfylli rýmisþörf daglegra athafna.</span></p> <p><span>Birtan er að mínu mati mikilvæg forsenda fyrir því að okkur líði vel heima hjá okkur. Dagsbirtan hjálpar til við að stjórna dægursveiflum líkamans sem hefur áhrif á það hvernig við hvílumst og þar af leiðandi á orku og almenna líðan. Við verðum einnig meira skapandi í vel upplýstu rými og rétt og nægileg birta skapar hlýlegra umhverfi innan heimilisins. Það að búa í vel upplýstu umhverfi getur aukið gleði okkar og hamingju.</span></p> <p><span>Við vitum öll hversu krefjandi staðan á húsnæðismarkaðnum er nú um stundir. Það vantar meira húsnæði og það vantar strax. En það þýðir ekki að við megum gefa afslátt af gæðum húsnæðisins. Í því samhengi hef ég lagt áherslu á að rými og dvalarstaðir séu hannaðir með gæði og notagildi að leiðarljósi, þar á meðal að hugað sé að mikilvægi ljósvistar í híbýlum fólks, á sama tíma og hugað er að skilvirkni í uppbyggingu húsnæðis. Við þurfum sífellt að hafa það hugfast að heimili hannað í dag er framtíðarheimili næstu kynslóða.</span></p> <p><span>Í þessu samhengi er gaman að segja frá því að árið 2010 setti ég, þegar ég gegndi embætti umhverfisráðherra, af stað vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar með það að markmiði að hún yrði framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðaði sjálfbæra þróun - þar sem opin stjórnsýsla, gagnsæi og lýðræðisumbætur væru hafðar að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Ef við spólum svo áfram til ársins 2023 var ákveðið þá að hefja gagngera endurskoðun á byggingarreglugerðinni. Sú vinna gengur vel og fyrr á þessu ári var kynnt samræmd aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar sem var fyrsta afurð úr þeirri vinnu.</span></p> <p><span>Það hefur verið kallað eftir reglum um ljósvist, og þá helst dagslýsingu, í byggingarreglugerðina undanfarin ár og ýmis konar gagnrýni heyrst um skuggavarp, skort á sólarljósi og svo framvegis. Í ljósi þess fór af stað umfangsmikil vinna sumarið 2022 hjá HMS. Komið var á fót samráðshópi þar sem hagaðilar víðs vegar að tóku þátt og unnið að tillögum og ýmis konar rannsóknarvinnu í kjölfarið. Nú hefur afurð þeirrar vinnu litið dagsins ljós og heyrum við betur af því hér á eftir.</span></p> <p><span>Við munum í kjölfar fundarins setja drög að reglugerð með nýjum ákvæðum um ljósvist í samráðsgátt stjórnvalda og hvetjum fólk til þess að kynna sér ný ákvæði. Ég tel afar mikilvægt að ný ljósvistarákvæði bætist við byggingarreglugerð enda mikilvægt lýðheilsu- og gæðamál.</span></p> <p><span>Áður en ég hleypi næstu ræðumönnum að langar mig til að minna á Skipulagsdaginn sem verður haldin á Hotel Nordica eftir rúma viku, fimmtudaginn 17. október. Dagskráin er að venju fjölbreytt, fyrir hádegi verður kastljósinu beint að þróun landnýtingar og búsetu í dreifbýli þar sem við fáum meðal annars erindi um búsetuþróun og framtíðarhorfum. Eftir hádegi verður fjallað um húsnæðismál og uppbyggingu í þéttbýli þar sem gæði í skipulagi og uppbyggingu húsnæðis verða til umfjöllunar.</span></p> <p><span>Ég hlakka til að heyra í þeim Ástu, Ólafi og Herdísi hér á eftir – og þakka ykkur öllum fyrir komuna!</span></p> |
24. september 2024 | Bíllinn í erfðamenginu | <p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 24. september 2024</em></p> <p>Því er stundum haldið fram að til sé sérstakt bílagen hjá Íslendingum. Að það sé ástæðan fyrir því að það sé vonlaust að fá fólk til að nota almenningssamgöngur. Árið 2004 flutti Strætó alls 7,9 milljónir farþega. Í fyrra voru farþegarnir 12,6 milljónir. Það er 60% aukning - og mikill árangur. En getum við gert betur? Getur þessi svokallaða bílaþjóð með sitt meinta bíla-DNA mögulega farið meira í Strætó?</p> <p>Sitt sýnist hverjum. Í fjölmiðlum hafa nýlega birst skoðanagreinar þar sem því er haldið fram að óraunhæft sé að gera áætlanir til framtíðar sem gera ráð fyrir að fleiri noti Strætó, jafnvel þó að innviðir batni og þjónustan og tíðnin verði aukin. Þarna er væntanlega verið að gera ráð fyrir því að eðlisávísun Íslendingsins segi stopp og haldi tryggð við bílinn.</p> <h2>En erum við bílaþjóð?</h2> <p>Árið 1962 var í fyrsta sinn framkvæmd talning á farþegum Strætó í Reykjavík. Talningin var hluti af mjög vandaðri vinnu við mótun aðalskipulags Reykjavíkur 1962-1983. Í þessari fyrstu talningu kom í ljós að farþegar þetta ár voru alls tæpar 17,5 milljónir, í borg sem þá taldi 75 þúsund íbúa.</p> <p>Niðurstaða aðalskipulagsins var hins vegar sú að til framtíðar væri nauðsynlegt að tryggja að allir borgarbúar gætu átt og komist um á bíl. Teiknað var upp stofnvegakerfi borgarinnar með Miklubraut, Sæbraut og hraðbrautum í gegnum Fossvoginn, Elliðaárdalinn og meira að segja Grjótaþorpið svo fátt eitt sé nefnt. Sumt af þessu komst til framkvæmda, sumt ekki eins og gengur. En grunnmarkmiðið tókst, þ.e. að auka bílaumferð. Það tókst raunar svo vel að mörg sitja í umferðartöfum á hverjum degi.</p> <p>Það var því auðvitað ekkert í erfðamenginu sem kallaði á 100 hestöfl, sprengihreyfil og 1 tonn af stáli utan um hvern þann sem ætlaði milli húsa. Það var mannanna verk, pólitískar ákvarðanir sem voru teknar fyrir áratugum, um að skipuleggja byggðina með einn ferðamáta í forgangi á kostnað allra hinna. Við erum ekkert frekar bílaþjóð en aðrar þjóðir</p> <h2>Förum áfram en ekki afturábak</h2> <p>Það liggur vitaskuld fyrir að við erum ekki bílaþjóð af erfðafræðilegum orsökum. Ég legg áherslu á að við eflum fjölbreytta samgöngumáta og gerum það sem þarf til þess að almenningssamgöngur og aðrir samgöngumátar en einkabíllinn verði raunhæfur kostur fyrir sem flest. Förum áfram inn í framtíðina en ekki aftur á bak. Það eru líka pólitískar ákvarðanir.</p> |
20. september 2024 | Ávarp á umferðarþingi 2024 | <p><span><em>Ávarp flutt við setningu umferðarþings Samgöngustofu 20. september 2024</em></span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Ég vil byrja á að þakka Samgöngustofu fyrir að hafa boðið mér að ávarpa ykkur hér í dag. Þema umferðarþingsins er „Samspil ólíkra vegfarendahópa“. Ef rýnt er í dagskrána má búast við umfjöllun um hjólreiðar, gangandi vegfarendur, almenningssamgöngur, smáfarartæki, bifhjól, umferð vörubíla og einkabíla ásamt auðvitað þarfasta þjóninum, okkar trausta reiðhesti, sem var okkar helsta farartæki í þúsund ár. Allt undir vökulu auga ríkissáttasemjara. M.ö.o. allskonar, eitthvað fyrir alla: Samgönguhlaðborð.</span></p> <p><span>Ég fagna þessari áherslu sem hér er lögð á fjölbreytta ferðamáta. Kjarni málsins er nefnilega sá að við ferðumst ekki öll með sama hætti, sem betur fer. Til þess að ná árangri er því nauðsynlegt að horfa yfir allt litrófið.</span></p> <p><span>Umræðan hefur ekki alltaf verið á þessum stað.</span></p> <p><span>Að gamni þá prófaði ég að fletta upp dagskránni fyrir umferðarþingið sem haldið var fyrir 20 árum síðan, árið 2004. Árið var merkilegt fyrir margra hluta sakir, olíuverð náði yfir 50 dollara á tunnu í fyrsta sinn frá upphafi 9. áratugarins, bílaeigendum til mikils hryllings. Þá varð þriðja lestarslys í sögu landsins þetta ár, þegar farþegalest og vöruflutningalest skullu saman við Kárahnjúkavirkjun. Og svo var auðvitað haldið glæsilegt umferðarþing. Umferðarþingið þetta ár stóð í tvo heila daga og flutt voru heil 20 erindi… sem öll fjölluðu um umferð bíla. Út frá ýmsum hliðum vissulega, en ekki eitt einasta erindi sem sérstaklega fjallaði um þau sem ferðast með öðrum hætti.</span></p> <p><span>Á þessum árum var því oft haldið fram að við værum bílaþjóð í grunninn, værum með það í erfðamenginu, og það notað sem rök m.a. fyrir því að það væri vonlaust að fá fólk til að nota almenningssamgöngur. 2004 flutti Strætó alls 7,9 milljón farþega. Í fyrra voru farþegarnir 12,6 milljónir, 60% aukning. Það er árangur. En getum við gert betur? Getur þessi svokallaða bílaþjóð með sitt DNA mögulega farið meira í Strætó?</span></p> <p><span>Sitt sýnist hverjum. Í fjölmiðlum hafa nýlega birst skoðanagreinar þar sem því er haldið fram að óraunhæft sé að gera áætlanir til framtíðar sem gerir ráð fyrir að fleiri noti Strætó, jafnvel þó að innviðir batni og þjónustan og tíðnin verði aukin. Þarna er væntanlega verið að gera ráð fyrir að eðlisávísun Íslendingsins segi stopp og haldi tryggð við bílinn… En erum við í alvöru þessi bílaþjóð?</span></p> <p><span>1962 var í fyrsta sinn framkvæmd talning á farþegum Strætó í Reykjavík. Talningin var hluti af mjög vandaðri vinnu við mótun aðalskipulags Reykjavíkur 1962-1983. Í þessari fyrstu talningu kom í ljós að farþega þetta ár voru alls tæpar 17,5 milljónir, í borg sem þá taldi 75 þúsund íbúa.</span></p> <p><span>Niðurstaða aðalskipulagsins var hins vegar sú að til framtíðar væri nauðsynlegt að tryggja að allir borgarbúar gætu átt og komist um á bíl. Teiknað var upp stofnvegakerfi borgarinnar með Miklubraut, Sæbraut og hraðbrautum í gegnum Fossvoginn, Elliðaárdalinn og Grjótaþorpið svo fátt eitt sé nefnt.</span></p> <p>Sumt af þessu komst til framkvæmda, sumt ekki eins og gengur. En grunnmarkmiðið tókst, þ.e. að auka bílaumferð. Það tókst raunar svo vel að mörg sitja í umferðartöfum á hverjum degi.</p> <p>Það var því auðvitað ekkert í erfðamenginu sem kallaði á 100 hestöfl, sprengihreyfil og 1 tonn af stáli utan um hvern þann sem ætlaði milli húsa. Það var mannanna verk, það voru pólitískar ákvarðanir, teknar fyrir áratugum, að skipuleggja byggðina með einn ferðamáta í forgangi á kostnað allra hinna. Við erum ekkert frekar bílaþjóð en aðrar þjóðir. </p> <p>Þemað á þessu umferðarþingi er tímabær birtingarmynd þess að við í þessu samfélagi höfum loksins áttað okkur á því að samgöngur eru fjölbreyttar og það mun bæta þetta samfélag á ótalmörgum sviðum að sú þær verði jafnvel fjölbreyttari til framtíðar.</p> <p>Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að taka virkan þátt í umræðum dagsins. Ég er viss um að það munu koma fram fjölmargar hugmyndir og lausnir sem nýtast okkur til að bæta efla samspil ólíkra vegfarendahópa, auka öryggi í samgöngum og fjölbreytta ferðamáta.</p> <p>Takk fyrir mig</p> |
14. september 2024 | Áfram en ekki aftur á bak | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 14. september 2024</em></span></p> <p><span>Það verða bráðum liðin 110 ár síðan konur, fertugar og eldri, máttu kjósa sér fulltrúa á Alþingi og bjóða fram krafta sína þangað. En rétturinn kom ekki að sjálfu sér og óþarft að hafa mörg orð um þá baráttu sem þær háðu til að honum fram. Þessum sjálfsagða rétti.</span></p> <p><span>En alltaf er verið að minna okkur á að þetta er raunar langt frá því að vera sjálfsagt. Við erum farin að tala svo oft um hið alræmda bakslag að orðið sjálft er nánast farið að missa merkingu sína. Það sem nú á sér stað um allan heim, ekki síst í Bandaríkjunum, er afturför. Þrengt er að réttindum kvenna til þess að taka sjálfar ákvarðanir um eigin líkama; um þungunarrof og getnaðarvarnir, og vegið er að réttindum hinsegin fólks. Fólk sem fer með mikil völd gerir hvað það getur til að leggja sitt að mörkum í afturförinni. Þetta er alvarleg þróun og Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun.</span></p> <p><span>Skýringar á þessu má að ég held finna í breytingum á samfélagsgerðinni okkar. Tækniþróun, aukinn einmanaleiki, verri andleg heilsa og tengslaleysi er kjörlendi fyrir öfgaafturhald sem boðar töfralausnir, til dæmis um að vandinn sé sé of mikill femínismi, of mikil félagshyggja, of mikið vinstri og of mikil áhersla á samfélagslegar lausnir. Rætur fólks standa orðið á lofti - án tengingar við það sem áður kom. Þannig birtist þrá eftir veröld sem aldrei var. Að lausnin sé að konur eigi að vera heima, sjá um börnin og halda fallegt heimili, og samfélagsmiðlar sýna þess konar fjölskyldumynstur sem eftirsóknarverða glansmynd. Litlir karlar eiga litlar samræður um hversu mikið vandamál femínismi sé á Íslandi. Sú staða að launamunur kynjanna sé enn vandamál og hafi raunar aukist hér á landi á milli áranna 2022 og 2023 er dæmi um afleiðingu af þessari stöðu.</span></p> <p><span></span>Lausnin við þessum vanda er ekki meira afturhald, afturhvarf til samfélagsgerðar þar sem konur voru heima og karlar unnu fyrir heimilinu eða skertur sjálfsákvörðunarréttur fólks. Lausnin felst í því að rjúfa þennan vítahring. Við verðum að passa að jafnréttismál séu alltaf á dagskrá því bakslagið er raunverulegt og viðbragð feðraveldisins við frumkvæði og styrk kvenna, rýminu sem við tökum og röddunum sem við höfum er áþreifanlegt. Líka í íslenskum stjórnmálum og íslenskri umræðu. Við eigum ekki að líða kynbundið ofbeldi, kvenfyrirlitningu og mismunun á grundvelli kynferðis, og ekki heldur bakslag í réttindum hinsegin fólks. Rétta leiðin er fram á við en ekki afturábak.</p> <p><span>Við í VG erum meðvituð um þessa stöðu og ég legg mikla áherslu á jafnréttismálin í öllum mínum störfum. Það hef ég gert hingað til og mun gera áfram. Aðeins þannig komum við í veg fyrir afturför og tryggjum samfélag sem verður betra á morgun en í gær. Við höfum ekki áhuga á að fara afturábak.</span></p> |
05. september 2024 | Húsin í bænum | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 5. september 2024</em></span></p> <p><span>Hvenær get ég keypt mér íbúð, hugsa mörg þessi misserin. Á tíma þar sem útborgun hefur hækkað meira en geta margra til þessa að safna er eðlilegt að stjórnvöld séu krafin svara um það af hverju það sé svona erfitt að eignast húsnæði. Húsnæði er grunnþörf okkar allra, skjól í roki og heimili fyrir fjölskyldur. Húsnæði er mannréttindi. Málaflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir almenning til þess að eftirláta markaðsöflunum einum saman að sjá um hann, en það sama á raunar við um flesta málaflokka sem máli skipta. Stefnan í húsnæðismálum var lengi vel að einfaldlega útvega nógu mikið af húsnæði sem uppfyllti lágmarkskröfur, enda staðan langt fram eftir öldinni sú að fátækt fólk bjó í heilsuspillandi hjöllum, kjöllurum og bröggum. Nú til dags er húsnæðisstefna mun víðfeðmari enda er samfélagið bæði ríkara og flóknara en það var þá.</span></p> <h2>Nýsamþykkt húsnæðisstefna</h2> <p>Alþingi hefur ákveðið að setja húsnæðisstefnu og ráðstafar á ári hverju með fjárlögum tugum milljarða til þess að ná fram þeirri stefnu. Framlögin eru ýmist bein framlög eða lán Húsnæðissjóðs. Stefnan kveður á um að tryggja skuli fjölbreytt framboð íbúða og að öllum skuli tryggja öruggt og gott húsnæði í blandaðri byggð. Í þá átt stefnum við. Unnið er að ýmsum umbótaverkefnum, sem miða að því að gera ýmsa ferla skilvirkari en jafnframt gæta að því að gæði húsnæðis séu tryggð, fyrir öll. Við eigum ekki að samþykkja að fátækt fólk hírist í lélegu húsnæði á meðan hallir rísa fyrir ríkt fólk. Sú var tíðin að við úthlutun lóða var litið til flokksskírteina umsækjanda til þess að tryggja að róttækt fólk eða það sem verra var, fátækt fólk, fengi ekki leyfi til að búa innan um fína fólkið. Skipulagslög voru meðal annars sett á til þess að úthýsa þess háttar spillingu og eru í grunninn mikilvægur lýðræðisvettvangur fyrir þróun samfélaga.</p> <h2>Húsnæði fyrir fólk, ekki fyrir fjárfesta</h2> <p>Við viljum heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir venjulegt fólk en ekki fyrir fjárfesta. Óhófleg fjármagnsvæðing húsnæðis er hættuleg þróun því engin trygging er fyrir því að fjárfestar hafi áhuga á því að byggja heimili, og hugsi ekki eingöngu um að hámarka gróðann. Fjármagnsvæðing húsnæðis getur birst í því að verulegur kostnaður bætist ofan á kostnað vegna síendurtekins brasks með reiti áður en nokkuð hús rís. Þennan kostnað bera engir aðrir en fyrstu kaupendur. Það er vegna þeirra sem stjórnvöld þurfa að standa sig. Húsin í bænum eru fyrir fólk en ekki fyrir fjárfesta.</p> |
27. ágúst 2024 | Grænni og betri borg | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 27. ágúst 2024</em></span></p> <p>Í síðustu viku undirrituðu ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stórar framkvæmdir fara af stað, framkvæmdir sem munu hafa verulega jákvæð áhrif á samgöngur - og þar með bæta samfélagið á höfuðborgarsvæðinu. </p> <p>Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi, og áfram verður unnið að fyrsta áfanga borgarlínu. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verði tekin í notkun verður þjónusta stætisvagna efld og tíðni aukin. Það er mikilvægt svo sem flest geti nýtt sér almenningssamgöngur.</p> <p>Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. </p> <p>Sjálfstæð greining á samfélagslegum ábata á verkefnum samgöngusáttmálans, sem unnin var af verkfræðistofunni Cowi, bendir til verulegs ávinnings vegna samgöngusáttmálans. Niðurstaða greiningarinnar er að ferðatími verði styttri og áreiðanlegri og umferðartafir minni. Heildarfjárfesting samgöngusáttmálans nemur 311 milljörðum kr. en ábatinn er metinn 1.140 milljarðar kr. til 50 ára, innri vextir 9,2% og ábati sem hlutfall af kostnaði er um 3,5. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið fær samfélagið þrjár krónur til baka. </p> <p>Aukið valfrelsi í samgöngum er lykilatriði í greiningunni, m.a. þar sem fleiri eigi þess kost að nýta almenningssamgöngur með tilheyrandi minnkun umferðartafa og mengunar auk lægri rekstrarkostnaðar heimila. Félagshagfræðilegar greiningar, sem þessi eru notaðar víða erlendis, til dæmis af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Alþjóðabankanum og stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Danmerkur, Noregs, Bretlands og Hollands.</p> <p>Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Leiðakerfið verður líka öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Það er gjörbreyting á almenningssamgöngukerfi höfuðborgarinnar. </p> <p>Ég hlakka til að fylgjast með verkefnum samgöngusáttmála raungerast - og er sannfærð um að með því að ráðast í verkefnið búum við til grænni, betri og skemmtilegri borg.</p> |
21. ágúst 2024 | Bjartsýnt og betra samfélag | <p><em>Grein birt á Vísi 21. ágúst 2024</em></p> <p>Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma.</p> <h2>Eflum þjónustu á meðan við bíðum</h2> <p>Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman.</p> <p>Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin.</p> <p>Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll.</p> <p>Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu.</p> <h2>Sparnaður fyrir fjölskyldur</h2> <p>Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað.</p> <p>Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar.</p> <p>Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum.</p> <p>Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt.</p> |
17. ágúst 2024 | Brúum umönnunarbilið | <p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 17. ágúst 2024</em></p> <p>Nýverið skilaði ráðuneyti mitt skýrslu til Alþingis um kostnað foreldra við að brúa bilið frá fæðingarorlofi fram að dagvistun barna. Niðurstöðurnar eru merkilegar en koma því miður ekki mikið á óvart. Fram kemur í skýrslunni að konur lengi frekar fæðingarorlof sitt og dragi þar með úr vinnu til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar og að þær séu jafnframt líklegri en karlar til að vera í hlutastarfi. Þessi staða viðheldur launamuni á vinnumarkaði, þar sem ráðstöfunartekjur kvenna lækka mun meira og lengur en karla, og hefur þar með neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna.</p> <h2>Í dag grípa fjölskyldur boltann</h2> <p>Það er afar aðkallandi fyrir okkur sem samfélag að styðja betur við barnafjölskyldur. Nú er staðan sú að fjölskyldur þurfa að brúa umönnunarbilið og mæðurnar grípa þann bolta í meira mæli en feður. Staðan er einnig tilviljanakennd því fæðingardagur barns hefur áhrif á það hvenær barnið fær pláss á leikskóla. Það er tilviljanakennd ósanngirni sem við eigum ekki að sætta okkur við.</p> <p>Í hinni stóru mynd erum við að glíma við arfleifð þeirra tíma þar sem konur sáu um barnauppeldi og karlar voru á vinnumarkaði, voru fyrirvinnurnar. Það er samfélagsgerð sem ætti að heyra sögunni til og við þurfum að gera betur. Aðeins með því að ljúka þessu verkefni á næstu árum náum við fram jafnrétti í raun, baráttumáli sem formæður okkar settu á oddinn á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Það er réttlætismál fyrir foreldra og börn. Samfélag án barna er samfélag án framtíðar og því þarf samfélagið að létta frekar undir með barnafjölskyldum. Stærsti einstaki liðurinn í því verkefni er að brúa bilið og þar gegna stjórnvöld lykilhlutverki.</p> <h2>Samfélagið á að grípa boltann</h2> <p>Ríkisstjórnin hefur tekið stór skref í þá átt að bæta kjör barnafjölskyldna, með því m.a. að lengja fæðingarorlofið og hækka greiðslur í fæðingarorlofi. Nú er tími til kominn að taka pólitíska umræðu um næstu skref. Því mun ég biðja forseta Alþingis að setja skýrslu ráðuneytis míns um kostnað foreldra við að brúa bilið á dagskrá haustþings Alþingis svo almenningur fái að heyra hvaða sýn mismunandi stjórnmálaflokkar hafa í þessum efnum.</p> <p>Mín sýn og sýn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er skýr. Við teljum að samfélagið eigi að grípa boltann með barnafjölskyldum. Það er góð og réttlát pólitík og skynsamleg efnahagslega – og stjórnvöld verða að tryggja það með markvissum aðgerðum, þ. á m með því að brúa umönnunarbilið. Samfélög þar sem jafnrétti kynjanna ríkir á vinnumarkaði, og öðrum sviðum samfélagsins, eru betri og réttlátari samfélög. Þar eigum við ennþá mikið verk eftir óunnið.</p> |
08. ágúst 2024 | Matur fyrir öll börn | <p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 8. ágúst 2024</em></p> <p><em></em>Á næstu vikum hefja tugþúsundir grunnskólabarna nám í grunnskólum landsins. Spennandi tímar í lífi barna þar sem að kynni við vini eru endurnýjuð og nýir kennarar hitta nemendur. Nýtt skólaár er fullt af möguleikum til vaxtar og náms og heill nýr árgangur mætir eftirvæntingarfullur í grunnskólann. En nú er komið að tímamótum. Í fyrsta skipti á Íslandi verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn. Þetta skref gerir grunnskólanna opnari, skólamáltíðin verður hluti af skólastarfinu, þar sem börn eru ekki dregin í dilka eftir efnahagslegri stöðu foreldra. Almennir grunnskólar eru öflugasta jöfnunartæki sem við eigum og mynda mikilvæga félagslega innviði. Eins og aðra mikilvæga innviði á að fjármagna grunnskólana úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins.</p> <h2>Engin tapar á fullum maga</h2> <p>Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru hluti af yfirlýsingu stjórnvalda um aðgerðir til að styðja við sameiginleg markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við langtímakjarasamninga. Frumvarp til laga sem heimila Jöfnunarsjóði að greiða framlög til sveitarfélaga var svo samþykkt á vorþingi og fyrstu greiðslur berast sveitarfélögum á næstu dögum í samræmi við þau.</p> <p>Samþykkt laganna og framkvæmd þeirra er áfangasigur fyrir verkalýðshreyfinguna og félagshyggjuöfl á Íslandi. Með þessu skrefi horfum við til Norðurlandanna, Svíþjóðar og Finnlands, þar sem skólamáltíðir hafa verið gjaldfrjálsar um áratugaskeið. Langtímarannsóknir frá Svíþjóð hafa sýnt fram á mikinn árangur. Til dæmis að engin börn eru verr sett við það að hafa aðgang að gjaldfrjálsum skólamáltíðum en þau börn sem koma af tekjulægri heimilum njóta mestra ávaxta. Sýnt hefur verið fram á að áhrif til lækkunar á fátækt barna en einnig að ævitekjur barna sem njóta gjaldfrjálsra skólamáltíða eru hærri. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það er góð fjárfesting að gefa börnum að borða.</p> <h2>Ótvíræð áhrif á hag barnafjölskyldna</h2> <p>Fyrir foreldra þessara barna verður meira eftir í veskinu í lok mánaðar en ef miðað er við gjaldskrá Reykjavíkurborgar eru áhrifin á ráðstöfunartekjur tæpar 120 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn. Þessi upphæð kemur mörgum heimilum vel og er liður í því að draga úr áhrifum fátæktar í æsku á velsæld einstaklinga. En rannsóknir hafa einnig sýnt að þau sem voru af heimilum undir lágtekjumörkum á mótunarárum, 14-16 ára, voru líklegri til að vera undir lágtekjumörkum sjálf síðar á ævinni.</p> <p>Tækifærin eru enn ekki þau hin sömu fyrir fólk af efnaminni heimilum. Það er staðreynd sem stjórnmálin á Íslandi verða að taka enn fastari tökum á næstu árum. Barnvænt samfélag er gott samfélag og í þannig samfélagi viljum við búa.</p> |
19. júlí 2024 | Til vinstri fyrir réttlátt þjóðfélag | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 19. júlí 2024</em><br /> <br /> Sýn okkar á vinstri væng stjórnmálanna hefur alltaf verið sú að réttlátt þjóðskipulag sé reist á grunni félagshyggju. Þegar þjóðskipulagið er byggt upp með auðhyggju í öndvegi verður niðurstaðan ávallt sú sama, ójöfnuður og efnahagslegt óréttlæti. Víða um lönd hafa fámennir hópar auðmanna náð að umbreyta fjármunum sínum í pólitísk völd í gegnum eignarhald á fjölmiðlum og í gegnum hagsmunaaðila. Barist fyrir taumleysi fjármagnsins. Gegn þessari þróun standa félagshyggjuöflin, hvort sem er í stjórnmálum, á vettvangi verkalýðsfélaga eða í nafni félagasamtaka. Hlutverk okkar sem störfum í þágu sjónarmiða félagshyggju er að tala fyrir réttlæti gegn auðræði og að vinna að málum sem horfa til framfara fyrir alþýðufólk, náttúru og umhverfi. Samfélagið allt.</span></p> <p><span>Þegar öllu er á botninn hvolft snúast stjórnmál um vinstri og hægri. Síðustu ár höfum við sem aðhyllumst félagshyggju náð árangri í ýmsum málum. Með því að þrepaskipta skattkerfinu, draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með hækkunum á gjaldtöku af fiskeldi, með umbótum í þágu verkafólks til stuðnings langtíma kjarasamningum o.s.frv. Rík þörf er á að gera meira og til þess þurfum við að sækja fram fyrir almenning. Þjóðin er rík af auðlindum og afrakstur þeirra, sé honum skipt á réttlátan hátt, á að mynda grunn undir fjárfestingar í sameiginlegum innviðum. Lítil þjóð í stóru landi þarf að fjárfesta í fjárfrekum framkvæmdum til þess að viðhalda öflugu samfélagi um allt land.</span></p> <p><span>Auðlindir okkar, orka fallvatna, náttúra sem milljónir greiða fyrir að heimsækja, landnæði og vatn til viðbótar við auðug fiskimið í kringum landið skapa grunn fyrir efnahagslífið og eru mikilvægur hluti af verðmætasköpun samfélagsins. Í sumum tilfellum rennur afraksturinn beint til þjóðarinnar, líkt og í tilfelli Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja í opinberri eigu. Mikilvægt er að standa vörð um þetta líkan, um að þau verðmæti sem til falla verði til þess að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Á þetta mun verða sótt á næstu árum af einkaaðilum og fjármagnseigendum og þá er mikilvægt að hafa skýra stefnu um að auðlindir landsins eigi að nýta samfélaginu til hagsbóta en ekki einungis fyrir hagnað fyrirtækja.</span></p> <p><span>Þessu mun kapítalisminn alltaf standa gegn, og þau hagsmunaöfl og stjórnmálahreyfingar sem tala máli hans. Það mun alltaf þurfa að halda vöku sinni gegn ásælni þeirra í almannagæði og auðlindir. En hér á landi er afstaða almennings skýr; að afrakstur auðlindanýtingar auðgi íslenskt samfélag í stað þess að safnast upp í fjárhirslum erlendra og innlendra auðmanna. Við í Vinstri grænum munum halda sjónarmiðum almennings til haga hér eftir sem hingað til og standa vörð um almannahagsmuni gegn sérhagsmunum fjármagnseigenda.</span></p> |
10. júlí 2024 | Velsæld færir með sér ávinning | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 10. júlí 2024</em></span></p> <p><span>Viðskiptaráð birti í byrjun júlí úttekt á efnahagslegum áhrifum nýsamþykktra þingmála ríkisstjórnarinnar. Að mati ráðsins var það mál sem hafði jákvæðustu efnahagslegu áhrifin heimild til sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 11 þingmál voru metin með markverð neikvæð áhrif. Viðskiptaráð tók fram að meðal mála sem hefðu markverð neikvæð efnahagsleg áhrif væru „til dæmis ný húsaleigulög, sem munu draga úr framboði leiguhúsnæðis (...). Þá höfðu öll þingmál í tengslum við undirritun kjarasamninga neikvæð áhrif, til dæmis sérstakur vaxtastuðningur, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hækkun húsnæðisbóta,“ svo vitnað sé beint í úttekt ráðsins. Þingmál úr innviðaráðuneyti höfðu raunar neikvæðustu efnahagslegu áhrifin að mati Viðskiptaráðs.</span></p> <p><span>Að meta efnahagsleg áhrif er ein leið til að meta ávinning en hvort nokkuð vit sé í því mati er háð þeim sem matið framkvæmir og hugmyndafræði þeirra. Hjá Viðskiptaráði hefur nýfrjálshyggjan greinilega verið ráðandi, sú hugsun að markaðurinn eigi að vera í öndvegi og samfélagið dansa í takt við hann. Mælikvarðar sem þessir eru að mínu mati merkingarlausir einir og sér í hinni stóru mynd. Við þurfum að sjálfsögðu að skoða samfélagsleg áhrif þingmálanna frá fleiri hliðum en þeim sem Viðskiptaráði þóknast. Ef við lítum á þingmál innviðaráðuneytis sjáum við til að mynda að nýsamþykktar breytingar á húsaleigulögum hafa það markmið að bæta réttarstöðu leigjenda, auka húsnæðisöryggi og stuðla að bæði langtímaleigu og fyrirsjáanleika. Þetta eru atriði sem bæta hag leigjenda. Hækkun húsnæðisbóta snýst svo um að bæta kjör þeirra sem leigja húsnæði og sérstaklega þeirra sem standa höllustum fæti.</span></p> <p><span>Með samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar frá og með næsta skólaári. Sú aðgerð ásamt fleirum bætir kaupmátt fjölskyldufólks og með henni sköpum við jafnara og betra samfélag fyrir börnin okkar og þar með okkur öll.</span></p> <p><span>Flest erum við sammála um að við viljum lifa í heimi þar sem almenn velsæld er hornsteinn efnahagslegrar og félagslegrar þróunar, þar sem við leggjum áherslu á svokallað velsældarhagkerfi og aðgerðir stjórnvalda miða að velferð og lífsgæðum almennings á breiðum grunni. Þá getum við ekki einungis lagt áherslu á meintan „efnahagslegan ávinning“ þingmála og litið framhjá áhrifum þeirra á lífsgæði almennings.</span></p> <p><span>Það er mikilvægt fyrir stjórnmálin að láta einfeldningslega einkunnagjöf sérhagsmuna ekki hafa áhrif á stefnumótun sem á að koma almenningi til góða. Ég legg á það áherslu í öllum mínum störfum að samfélagið okkar verði ekki aðeins efnahagslega farsælt heldur samfélag velsældar fyrir öll sem þar búa.</span></p> |
01. júlí 2024 | Breytingar í þágu almennings | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 1. júlí 2024</em></span></p> <p><span>Nýverið voru samþykktar breytingar á húsaleigulögum á Alþingi. Markmið breytinganna er að bæta réttarstöðu leigjenda og þannig auka húsnæðisöryggi. Í breytingunum felst skýrari rammi um ákvörðun leigufjárhæðar og aukinn fyrirsjáanleiki - en verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir breytingum í þessa veru um talsvert skeið. Frumvarpið sem lagt var fram er afrakstur margra starfshópa sem settir hafa verið á fót á undanförnum árum í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. </span></p> <p><span></span>Þrátt fyrir þessar tímabæru breytingar er eftir sem áður afar mikilvægt að halda áfram að finna áhrifaríkar leiðir til þess að auka húsnæðisöryggi, enda er þörfin fyrir húsnæði svo mikil frumþörf að markaðsöflunum einum og sér má ekki eftirláta að uppfylla hana. Þar þurfum við einkum að horfa á framboðshliðina og fjölga samningum um uppbyggingu húsnæðis við sveitarfélög. Við þurfum jafnframt að rýna betur þær áætlanir sem við miðum við svo þær endurspegli sem best raunþróun. Húsnæðismarkaður er eins og aðrir markaðir háður væntingum almennings og fjárfesta um þróun og því afgerandi að áætlanir séu í takti við raunþróun.</p> <h2>Gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum</h2> <p>Í haust verður svo sú breyting til batnaðar að máltíðir í grunnskólum landsins verða gjaldfrjálsar, en frumvarp sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að endurgreiða hluta kostnaðar við máltíðir var samþykkt á Alþingi nýverið. Þar með stígum við skref sem nágrannar okkar í Svíþjóð stigu fyrir mörgum áratugum og tryggjum öllum nemendum í grunnskólum sömu stöðu. Það er mikilvægt skref í þá átt að stuðla að jafnara og betra samfélagi. Samkvæmt langtímarannsóknum sem gerðar hafa verið í Svíþjóð eru áhrif þessara breytinga á börn fátæks og lágtekjufólks veruleg og um er að ræða afar mikilvæga aðgerð til þess að draga úr skaðlegum áhrifum fátæktar á börn. Ég hef talað fyrir mikilvægi þessara breytinga frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum á sveitarstjórnarstigi og er því einkar ánægjulegt að sjá þær raungerast.</p> <h2>Umbótaöflin vinna saman</h2> <p>Það sem þessar breytingar sýna er að þegar umbótaöfl í stjórnmálum og aðilar vinnumarkaðarins leggjast á eitt til þess að bæta samfélagið er hægt að ná miklum árangri. Sambærilegir sigrar í þágu réttlætis unnust einnig við gerð lífskjarasamninganna 2019 og færa heim og saman nauðsyn þess að umbótaöfl komi að stjórn landsmálanna og forystu alþýðu- og verkafólks. Baráttunni fyrir réttlæti lýkur aldrei og það er margt eftir ógert. Fyrir þeim málstað og fyrir samstöðu umbótaafla mun ég beita mér áfram.</p> |
03. júní 2024 | Trúverðugar aðgerðir í þágu stöðugleika | <p><span><em>Grein birt í</em></span><em> Morgunblaðinu 3. júní 2024</em></p> <p>Til þess að styðja við langtímakjarasamninga á vinnumarkaði lögðu ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélag fram pakka með aðgerðum til þess að styðja við markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um vaxandi velsæld, aukinn kaupmátt og skilyrði fyrir verðstöðugleika. Hluti þeirra aðgerða snúa að húsnæðismarkaðnum en miklir hagsmunir liggja í því fyrir almenning og stuðla að heilbrigðari húsnæðismarkaði.</p> <p><span>Fyrsti hluti þessara heita var efndur fyrir þinghlé með samþykkt laga um hækkun húsnæðisbóta. Í lögunum var kveðið á um fjórðungshækkun húsnæðisbóta og aukið tillit til fjölda heimilismanna. Á tímabili kjarasamninga munu 9 milljarðar renna til tekjulægri heimila til að koma til móts við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Engum blöðum er um það að fletta að mestu máli skiptir að tryggja uppbyggingu húsnæðis næstu árum og í mínu ráðuneyti er mikil áhersla lögð á að skapa skilyrði til þess, m.a. með því að greina hvernig styðja má uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði með stofnframlögum og hlutdeildarlánum.</span></p> <p><span>Húsnæðisöryggi leigjenda</span></p> <p><span>Í mínum huga er afar mikilvægt að ljúka við að bæta húsnæðisöryggi leigjenda og setja skýrari ramma um fyrirsjáanleika leigufjárhæða í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda. Allar mælingar sem stjórnvöld hafa yfir velsæld íbúa landsins benda til þess að leggja þurfi sérstaka áherslu á aðstæður fólks á leigumarkaði. Fjórum sinnum fleiri heimili á leigumarkaði búa við skort á efnislegum gæðum en þau sem búa í eigin húsnæði. Húsnæðisöryggi er grunnþörf fólks og því afgerandi mælikvarði á velgengni okkar sem samfélags.</span></p> <p><span>Í ríku þjóðfélagi eins og Íslandi höfum við tækifæri til þess að ná árangri í þessum málaflokki. Þó að landsmönnum hafi fjölgað svo mikið síðustu ár að hvaða byggingariðnaður sem er hefði átt í erfiðleikum með að byggja nægjanlega mikið húsnæði eigum við að setja markið hærra. Rannsóknir sýna enda að öruggt húsnæði er forsenda velsældar og forsenda þess að fólk geti blómstrað.</span></p> <p><span>Það er ekki furða að samtök launafólks, sem fyrst og síðast berjast fyrir bættum kjörum alþýðu landsins, setji umbætur á húsaleigulögum á oddinn. Þessar réttlátu kröfur eru nú orðnar hluti af því púsluspili sem efnahagslegur og félagslegur stöðugleiki er, með því að vera hluti af forsendum kjarasamninga til næstu fjögurra næstu ára.</span></p> <p><span>Fyrir þessum umbótum eru margvísleg efnisleg rök eins og kemur fram hér að ofan. Rökin sem vega þyngst eru þó einfaldlega þau að til að yfirlýsingar stjórnvalda njóti trúverðugleika þurfa þeim að fylgja efndir. Þannig sköpum við skilyrði til stöðugleika og aukinnar velsældar allra. Annars er sáð í akur óstöðugleika.</span></p> |
24. maí 2024 | Leyniþjónusta við Leifsstöð | <p>Almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar hafa ekki þróast í takt við breyttar þarfir nútímans. Mörg þurfa að ferðast um langan veg til Keflavíkur og hafa ekki kost á því að fara á einkabíl og geyma hann við flugvöllinn á meðan á ferðalaginu stendur. Sístækkandi hópur velur svo að eiga ekki einkabíl og eitt af því sem gerir það mögulegt eru aðgengilegar almenningssamgöngur. Þær þurfa að vera öflugar innan þéttbýlis en þær þurfa ekki síður að vera aðgengilegar svo við komumst auðveldlega út í heim og heim aftur.</p> <p>Það er ekki staðan í dag. Undanfarin ár hefur ítrekað verið bent á að tímatöflur almenningssamgangna bjóði ekki upp á að farþegar geti náð morgunflugum frá Keflavíkurflugvelli. Þá er stoppistöð staðsett nokkuð langt frá flugstöðinni með tilheyrandi óhagræði og neikvæðum áhrifum á þau sem hafa skerta hreyfigetu. Auk þess er sýnileiki almenningssamganga á flugvallarsvæðinu með þeim hætti að þjónustunni mætti líkja við leyniþjónustu.</p> <h2>Úrbætur þola enga bið</h2> <p>Til lengri tíma þarf raunin að vera sú að við tengipunkt Íslands við umheiminn sé almennileg og vel staðsett aðstaða fyrir almenningssamgöngur. Víðast hvar í þeim löndum sem við berum okkur saman við eru hágæðasamgöngutengingar á flugvöllum, en ekki stoppistöðvar langt frá flugstöðvum sem bjóða ferðalöngum upp á að norpa úti í næðingi meðan beðið er. Metnaður okkar þarf að vera meiri en svo. Það þjónar bæði hagsmunum Íslendinga á leið heim og að heiman en ekki síður hagsmunum þeirra fjölmörgu ferðalanga sem hingað koma til þess að njóta íslenskrar náttúru og menningar.</p> <p>Upphafsstöðvar almenningssamgangna í þéttbýli þurfa einnig að vera þannig að sómi sé að og aðgengismál þurfa að uppfylla kröfur. Slíkar umbætur taka tíma og þær þarf að skoða í samhengi við uppbyggingu hágæðaalmenningssamgangna innan höfuðborgarsvæðisins. Fjárfesting í almenningssamgöngum er fjárfesting fyrir okkur öll og ekki síst þau sem kjósa að nýta þær ekki, því tímasparnaður þeirra sem kjósa að ferðast með einkabílnum eykst þegar fleiri kjósa að ferðast með almenningssamgöngum.</p> <h2>Almenningssamgöngur eru áherslumál</h2> <p>Ég legg mikla áherslu á að uppbygging almenningssamgangna verði í forgrunni í innviðaráðuneytinu. Við högnumst öll á því að efla þennan samgöngumáta þannig að við drögum úr þeim mikla tíma sem fer til spillis í umferðinni á viku hverri. Það er langtímaverkefni fyrir samfélagið allt. Vinna stendur yfir við að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar í sérstökum starfshópi á vegum innviðaráðuneytisins. Ég á von á því að fá þaðan tillögur til úrbóta bráðlega, sem hægt er að hrinda í framkvæmd þannig að þessi þjónusta verði betri, og okkur öllum til sóma.</p> |
14. maí 2024 | Samstaða um árangur | <p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 14. maí 2024</em></p> <p>Fyrr í vetur náðist sá mikli árangur á íslenskum vinnumarkaði að flest aðildarfélög Alþýðusambands Íslands endurnýjuðu kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Samningarnir eru að mörgu leyti tímamótasamningar enda renna þeir styrkum stoðum undir stöðugleika í íslensku efnahagslífi til næstu fjögurra ára. Þann 7. mars síðastliðinn birtu stjórnvöld yfirlýsingu þar sem tilteknar aðgerðir voru lagðar fram til stuðnings kjarasamningum á vinnumarkaði. Aðgerðirnar styðja sameiginleg markmið stjórnvalda og samningsaðila um að skapa skilyrði fyrir vaxandi velsæld á Íslandi.</p> <h2>Aukinn jöfnuður á Íslandi</h2> <p>Þessar aðgerðir skipta miklu máli, enda eru þær beinlínis skrifaðar inn í forsenduákvæði samninga. Aðgerðirnar auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum, eða um allt að hálfa milljón króna á ári. Þær munu koma sér sérstaklega vel fyrir tekjulægri barnafjölskyldur, sérstaklega vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í grunnskólum. Frumvarpi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir verður dreift á Alþingi í dag og mun vonandi komast á dagskrá hið fyrsta. Líkt og aðrar þær aðgerðir sem stjórnvöldu lögðu fram eru þær mikilvægt skref í því að ná fram efnahagslegum og félagslegum stöðugleika á Íslandi – sem og forsenda fyrir friði á vinnumarkaði næstu árin. Einnig má nefna að í þinglegri meðferð eru mikilvægar umbætur á lögum um húsaleigu, sem miða að því að auka húsnæðisöryggi leigjenda og skýra ramma um leigumarkaðinn, auk þess sem ég mælti fyrir frumvarpi til þess að hækka húsnæðisbætur frá 1. júní n.k á dögunum. Þær breytingar færa á tímabili kjarasamninga níu milljarða króna til tekjulægri heimila. </p> <h2>Í eðli sínu góð</h2> <p>Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru ekki eingöngu forsenda í þjóðhagslega mikilvægum kjarasamningum heldur er um að ræða aðgerð sem er til þess fallin að ná markvisst til allra barna sem alast upp við fátækt. Slík aðgerð er í eðli sínu góð og réttlát. Skólamáltíðir eiga að vera hluti af opnu skólastarfi, óháð uppruna, bakgrunni og efnahag. Þá eykur aðgerðin jöfnuð, það hefur skaðleg áhrif á börn að alast upp við skort. Með því að draga úr fátækt meðal barna höfum við jákvæð áhrif á farsæld og framtíðarmöguleika þeirra. Þetta sýna rannsóknir á langtímaáhrifum fátæktar á Íslandi. </p> <p>Stjórnmál snúast um það að ná árangri fyrir samfélagið og með þessari sögulegu samstöðu um árangur munum við ná mikilsverðum árangri. Árangri sem felur það í sér að við auðveldum tilveru þeirra þúsunda barna sem búa á heimilum þar sem áhyggjufullir foreldrar velta fyrir sér hvernig þau geti látið enda ná saman í lok hvers mánaðar. Það er árangur sem skiptir máli fyrir okkur öll, því jafnara samfélag þar sem fátækt barna er minni er betra samfélag fyrir okkur öll. </p> |
04. maí 2024 | Samstarf í krefjandi verkefnum | <p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 4. maí 2024</em></p> <p>Grindvíkingar hafa sýnt einstakt þol og vondirfsku á erfiðum tímum, tímum sem eiga sér vart sögulega hliðstæðu. Breið samstaða er um það í íslensku samfélagi að standa með samfélaginu í Grindavík og stjórnvöld hafa einnig gert sitt besta til þess að mæta þessum fordæmalausu verkefnum. Verkefninu er hvergi nærri lokið og í gær kynnti ég eitt skref til viðbótar í þeirri viðleitni að styðja við samfélagið og íbúa Grindavíkur; stofnun framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur. Frumvarpið var unnið í nánu samstarfi við bæjarstjórn og snýst um að veita aukna aðstoð við skipulagningu mikilvægra verkefna og skipuleggja aðkomu ríkisvaldsins betur.</p> <p>Ríkisstjórnin samþykkti framlagningu frumvarps um framkvæmdanefndina í gær og verði frumvarpið að lögum mun nefndin fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar. Bæjarstjórn Grindavíkur óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna sveitarfélagsins við þær óvenjulegu aðstæður sem nú eru uppi í sveitarfélaginu, og lagt er til í frumvarpinu að framkvæmdanefndin starfi tímabundið fram að næstu sveitarstjórnarkosningum árið 2026. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun áfram fara með stjórn sveitarfélagsins, starfsmannahald og bera ábyrgð á og hafa fullt fjárstjórnunarvald yfir lögbundnum og ólögbundnum verkefnum, sem framkvæmdanefnd eru ekki falin sérstaklega.</p> <p>Helstu verkefni nefndarinnar munu snúa að samfélagsþjónustu, framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík, t.d. því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, m.a. varðandi skóla- og frístundastarf, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa og stuðning á sviði húsnæðis- og vinnumarkaðsmála. Þetta eru verkefni sem hefur til þessa verið sinnt af Almannavörnum og öðrum stjórnvöldum.</p> <p>Markmiðið með þessu skrefi er fyrst og fremst að hlúa að íbúum Grindavíkurbæjar, stuðla að farsæld samfélagsins í Grindavík til framtíðar og tryggja öryggi og þjónustu í samræmi við þarfir samfélagsins. Með þessum breytingum er aðkoma ríkisins skýrari en verið hefur þannig að aukinn árangur náist. Yfirstandandi atburðir í Grindavík eru ákaflega krefjandi fyrir íbúa Grindavíkur en með samstöðu og samkennd að leiðarljósi, ásamt því að skipuleggja aðstoð ríkisins betur, mun okkur takast betur að takast á við þessar áskoranir sem Grindavíkureldar hafa haft í för með sér. Áfram Grindavík!</p> |
25. apríl 2024 | Samgöngur fyrir okkur öll | <p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 25. apríl 2024</em></p> <p>Öll þurfum við að komast frá einum stað til annars, oft á dag. Höfuðborgarsvæðið er stórt og fyrir íbúa þess eru tveir jafnfljótir ekki alltaf raunhæfur kostur. Af því leiðir að við sem búum þar eyðum miklum tíma í samgöngur. Stórum hluta þess tíma eyðum við í bíl, oft ein. Samkvæmt nýjustu ferðavenjukönnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi, frá lokum ársins 2022, voru 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu farin á bíl en árið 2019 var það hlutfall 75%. Hlutfall þeirra sem ferðast fótgangandi eða nota aðra ferðamáta en einkabílinn eykst jafnt og þétt en þróunin er hæg og bíllinn er enn ráðandi farartæki. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar auk þess hratt og hafa 70 bílar bæst við umferðina á svæðinu að meðaltali í viku hverri frá árinu 2016.</p> <p>Þessir mörgu bílar valda losun gróðurhúsalofttegunda, svifryks- og hávaðamengun og hnignandi loftgæðum, auk þess sem umferðin rænir frá okkur dýrmætum tíma. Tíma sem við gætum ráðstafað með fjölskyldum okkar og vinum. Reykjavík hefur verið bílaborg – en mörg vilja endurheimta sinn tíma og breyta því. Sú breyting snýst ekki um að þvinga fólk til að hætta að nota einkabílinn heldur um að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir öll. Ég er viss um að mun fleiri vilja nota almenningssamgöngur og virka ferðamáta en gera það í dag, og kannanir hafa raunar sýnt fram á að sú er raunin.</p> <p>Samgöngusáttmáli ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er lykilatriði í því að stórefla almenningssamgöngur og bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta. Markmið samkomulagsins er að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu með uppbyggingu samgönguinnviða sem eru skilvirkir, hagkvæmir, öruggir og umhverfisvænir, og stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag. Þá eru tækifæri með orkuskiptum í almenningssamgöngum. Samkomulagið var undirritað árið 2019 og síðan þá hafa samgöngur á svæðinu batnað og orðið greiðari. Sem dæmi um framfaraskref má nefna að lagðir hafa rúmlega 9 km af hjólastígum, og 3,5 km eru nú í framkvæmdaferli.</p> <p>Ég mun leggja mikla áherslu á að hrinda samgöngusáttmálanum í framkvæmd, forgangsraða og tryggja uppbyggingu Borgarlínu í mínum störfum í innviðaráðuneytinu. Sáttmálinn er grundvallaratriði í því að bæta umferð í höfuðborginni. Þá er augljóst að markmið okkar í orkuskiptum í umferð munu ekki nást nema með því að hrinda samgöngusáttmálanum í framkvæmd. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 er fjármagn til samgöngusáttmálans aukið verulega, eða sem nemur 20 milljörðum króna á tímabilinu.</p> <p>Tilkoma Borgarlínu, efling almenningssamgangna og öflugri innviðir fyrir virka ferðamáta gera borgina okkar betri, skemmtilegri og grænni. Það er framtíðarborgin okkar allra.</p> |
16. apríl 2024 | Byggjum Ísland upp | <p><span><em>Grein birt í Morgunblaðinu 16. apríl 2024</em></span></p> <p>Síðustu ár hefur þrálát verðbólga í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka verið áskorun fyrir bæði velsæld og hagstjórn á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að efnahagsstefnan styðji við peningastefnu þannig að skilyrði skapist fyrir lægri vöxtum, enda er það brýnt hagsmunamál almennings og atvinnulífs að vextir fari að lækka. Ýmislegt kann að koma upp á sem gerir okkur erfiðara fyrir í þessari vegferð og satt best að segja er staðan í alþjóðamálum viðkvæm og krefjandi. Þrátt fyrir það er ýmislegt hægt að gera til þess að skapa skilyrði fyrir verðstöðugleika.</p> <p>Aðilar vinnumarkaðarins gerðu með sér langtímakjarasamninga með hófsömum hækkunum. Ríkisstjórnin og Samband Íslenskra sveitarfélaga gerðu sitt til þess að greiða götu slíkra samninga með aðgerðum sem styðja sameiginleg markmið stjórnvalda og samningsaðila. Þessar aðgerðir eru fjölbreyttar en hafa það að markmiði að auka velsæld fólksins í landinu.</p> <p>Hluti þessara verkefna heyrir undir innviðaráðuneytið og snýr að heilbrigðari húsnæðismarkaði. Síðustu ár hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem eiga sér vart fordæmi í seinni tíð. Þessar hækkanir hafa orðið á sama tíma og fjölgun þjóðarinnar hefur slegið öll met og á sér raunar fá fordæmi í seinni tíð í Evrópu. Þessar tíðu og miklu hækkanir hafa dregið úr verðstöðugleika og gert ungu fólki sérstaklega mun erfiðara að komast inn á eignamarkað. </p> <p>Það er til mikils að vinna að auka framboð á húsnæði, m.a. með auknum stofnframlögum á næstu árum þannig að 1000 íbúðir verði byggðar á ári inn í almenna íbúðakerfið. Þessar aðgerðir eru afar mikilvægar, sérstaklega í ljósi þess að teikn eru á lofti um að umsvif í byggingargeiranum séu að dragast saman m.v. síðasta ár og þeirrar staðreyndar að jarðeldarnir við Grindavík hafa bætt verulega við þörf á húsnæði á næstu misserum. Staðan er því sú að þó að mikið hafi verið byggt af húsnæði í tíð þessarar ríkisstjórnar er rík þörf á því að gera ennþá betur. Byggja þarf mörg þúsund íbúðir á ári hverju til þess að vel fari um ört vaxandi þjóð. Til mikils er að vinna við að gera stjórnsýslu og ákvarðanatöku skilvirkari ásamt því að efla samstarf og áætlanagerð milli ríkis, sveitarfélaga og hagaðila.</p> <p>Þetta eru ekki eingöngu áskoranir til skamms tíma, heldur ekki síður til lengri tíma. Öldrun þjóðarinnar og breytt fjölskyldumynstur hefur þær afleiðingar að þörf er á fleiri íbúðum á íbúa en áður. Þessar breytingar eru seigfljótandi en munu verða einkennandi fyrir langtímaþróun. Með því að byggja skynsamlega upp heilbrigðari húsnæðismarkað til lengri tíma munum við stuðla að aukinni velsæld og bættum kjörum allra landsmanna.</p> |
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurnSkilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.
Takk fyrir.