Hoppa yfir valmynd

Málefni innviðaráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (14.3.2025).

Samkvæmt forsetaúrskurði fer innviðaráðuneyti með mál er varða:

1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.

2. Samgöngur í lofti, á láði og legi, þar á meðal:

  1. Flugvelli, vegi, hafnir, vita og sjóvarnir.
  2. Skipulag og uppbyggingu samgöngukerfisins.
  3. Viðhald og rekstur samgöngukerfisins.
  4. Farþegaflutninga og farmflutninga landi, þ.m.t. almenningssamgöngur.
  5. Landflutninga.
  6. Samgönguöryggi.
  7. Samgönguvernd.
  8. Samgönguáætlun.
  9. Rannsókn samgönguslysa, þ.m.t. málefni rannsóknarnefndar samgönguslysa.
  10. Samgöngutækjaskrár.
  11. Eftirlit með skráningu og búnaði samgöngutækja.
  12. Eftirlit með loftferðum og umferð ökutækja og skipa.
  13. Leiðsögu-, vöktunar-, upplýsinga- og eftirlitskerfi samgangna.
  14. Áhafnir skipa
  15. Réttindamál fagaðila í skipum, loftförum og ökutækjum.
  16. Köfun.
  17. Slysavarnaskóla sjómanna.
  18. Skipagjald.
  19. Samgöngustofu.
  20. Vegagerðina.

3. Sveitarstjórnarmál, þar á meðal:

  1. Stjórnsýslu og verkefni sveitarfélaga.
  2. Tekjustofna og fjármál sveitarfélaga.
  3. Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
  4. Mörk sveitarfélaga.
  5. IHS.

4. Byggðamál, þar á meðal:

  1. Byggðaáætlun og sóknaráætlanir.
  2. Svæðisbundna flutningsjöfnun.
  3. Póstþjónustu, póstrekstur og eftirlit með póstþjónustu.
  4. Byggðastofnun

5. Fjarskipti, þar á meðal:

  1. Fjarskiptanet, þó ekki efni sem sent er á fjarskiptanetum.
  2. Fjarskiptaþjónustu, gagnaflutninga og fjarskiptarekstur.
  3. Fjarskiptavernd.
  4. Öryggi rafrænna samskipta og netöryggi.
  5. Öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.
  6. Íslensk landshöfuðlén.
  7. Eftirlit með fjarskiptum.
  8. Rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.
  9. Fjarskiptasjóð.
  10. Fjarskiptastofu og málefni úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta