
Haraldur Jónasson / Hari
Málefni innviðaráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (14.3.2025).
Samkvæmt forsetaúrskurði fer innviðaráðuneyti með mál er varða:
1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
2. Samgöngur í lofti, á láði og legi, þar á meðal:
- Flugvelli, vegi, hafnir, vita og sjóvarnir.
- Skipulag og uppbyggingu samgöngukerfisins.
- Viðhald og rekstur samgöngukerfisins.
- Farþegaflutninga og farmflutninga landi, þ.m.t. almenningssamgöngur.
- Landflutninga.
- Samgönguöryggi.
- Samgönguvernd.
- Samgönguáætlun.
- Rannsókn samgönguslysa, þ.m.t. málefni rannsóknarnefndar samgönguslysa.
- Samgöngutækjaskrár.
- Eftirlit með skráningu og búnaði samgöngutækja.
- Eftirlit með loftferðum og umferð ökutækja og skipa.
- Leiðsögu-, vöktunar-, upplýsinga- og eftirlitskerfi samgangna.
- Áhafnir skipa
- Réttindamál fagaðila í skipum, loftförum og ökutækjum.
- Köfun.
- Slysavarnaskóla sjómanna.
- Skipagjald.
- Samgöngustofu.
- Vegagerðina.
3. Sveitarstjórnarmál, þar á meðal:
- Stjórnsýslu og verkefni sveitarfélaga.
- Tekjustofna og fjármál sveitarfélaga.
- Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
- Mörk sveitarfélaga.
- IHS.
4. Byggðamál, þar á meðal:
- Byggðaáætlun og sóknaráætlanir.
- Svæðisbundna flutningsjöfnun.
- Póstþjónustu, póstrekstur og eftirlit með póstþjónustu.
- Byggðastofnun.
5. Fjarskipti, þar á meðal:
- Fjarskiptanet, þó ekki efni sem sent er á fjarskiptanetum.
- Fjarskiptaþjónustu, gagnaflutninga og fjarskiptarekstur.
- Fjarskiptavernd.
- Öryggi rafrænna samskipta og netöryggi.
- Öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.
- Íslensk landshöfuðlén.
- Eftirlit með fjarskiptum.
- Rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.
- Fjarskiptasjóð.
- Fjarskiptastofu og málefni úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.
Um innviðaráðuneytið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.