Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Eyjólfs Ármannssonar


Dags.Titill
30. janúar 2025Útboðsþing 2025 - ávarp ráðherra<p><span><em>Ræða flutt á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 30. janúar 2025</em></span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/1R4PBCDDGxA?si=1TxNpgz9akhIaT6R" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share" referrerpolicy="strict-origin-when-cross-origin"></iframe> <p><span>Ágætu gestir, kæru þátttakendur útboðsþings</span></p> <p><span>Það gleður mig að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag, þar sem saman eru komnir hagsmunaaðilar í mannvirkjagerð á Íslandi. Þið hafið mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja hagkvæma og örugga uppbyggingu innviða landsins, sem eru burðarásar samfélagsins.</span></p> <p><span>Það er verk að vinna. Greiningar ýmissa aðila undanfarin ár, bæði opinberra sem og ykkar hér hjá Samtökum iðnaðarins, hafa staðfest að fjárfestingarþörf í íslenskum samgönguinnviðum er mjög mikil.&nbsp;</span></p> <p><span>Fólkið í landinu upplifir þetta á ferðum sínum á hverjum degi. Það er sama hvort um er að ræða samgönguinnviði á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu, jarðgöng eða viðhald vega. Alls staðar er brýn þörf.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og okkar í Flokki fólksins er meðvituð um stöðuna og hefur lagt fram skýra stefnu um uppbyggingu innviða í landinu.&nbsp;<br /> <br /> Í stjórnarsáttmála flokkanna kemur fram að ríkisstjórnin muni auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka,“ segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar segir einnig: „Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins.“</span></p> <p><span>Þetta er forgangsmál og grundvallaratriði.</span></p> <p><span>Í inngangi stefnuyfirlýsingarinnar ríkisstjórnarinnar segir einnig eftirfarandi: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils. Samhliða því mun ríkisstjórnin fjárfesta í innviðum til að auka verðmætasköpun.“ Hér koma t.d. hafnarframkvæmdir sérstaklega til skoðunar.</span></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingunni eru taldir upp 23 liðir með aðgerðum til að ná markmiðum sínum. Í þriðja lið segir að ríkisstjórnin hyggist ná markmiðum sínum með eftirfarandi:</span></p> <p><span>„Með því að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Ríkisstjórnin mun rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins til að greiða fyrir umferð á stofnvegum, efla almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Hafist verður handa við framkvæmd Sundabrautar og verkefnið fjármagnað með innheimtu veggjalda.“&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Ljóst er að á þessu ári verðum við að halda að okkur höndum því við stöndum enn frammi fyrir áskorunum sem kalla á aga og ábyrgð – ekki síst í opinberum fjármálum.&nbsp;</span></p> <p><span>Opinberir aðilar þurfa því að sýna festu og halda aftur af sér í útgjöldum fyrst um sinn. Þetta er lykilatriði til að ná því markmiði okkar að lækka vaxtastigið í landinu og sigrast á verðbólgudraugnum.&nbsp;</span></p> <p><span>Til lengri tíma litið horfum við til risaverkefna sem munu móta framtíð íslensks samfélags. Þar stendur upp úr bygging Sundabrautar, verkefni sem mun auka umferðarflæði og stórbæta vegtengingar til og frá Vestur- og Norðurlandi og innan höfuðborgarsvæðisins. Hér er um að ræða þjóðhagslega hagkvæmustu framkvæmd Íslandssögunnar.</span></p> <p><span>Við ætlum að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð hér á landi, eins og áður sagði. Jarðgangagerð hefur verið stopp í landinu frá því Dýrafjarðargöngin voru opnuð 2020, eða fyrir fimm árum síðan.&nbsp;</span></p> <p><span>Víða á landinu geta jarðgöng gerbreytt búsetuskilyrðum, tengt saman og eflt samfélög, leyst af hættulega vegi og eflt atvinnulíf og aukið verðmætasköpun.&nbsp;</span></p> <p><span>Jarðgangakostir eru margir hér á landi og mörg sveitarfélög sem binda miklar vonir við þau. Það eru því miklir og brýnir hagsmunir fyrir því að jarðgangagerð komist aftur af stað og að við getum grafið ein jarðgöng á hverjum tíma.</span></p> <p><span>Á höfuðborgarsvæðinu verður áfram lögð áhersla á að efna Samgöngusáttmálann og byggja upp skilvirkara samgöngukerfi. Miklar umbætur verða gerðar á stofnbrautum borgarinnar, svo sem með tilkomu Miklabrautarganga og Sæbrautarstokks. Einnig verður byggt upp almenningssamgöngukerfi og innviðir fyrir gangandi og hjólandi.&nbsp;</span></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingunni segir einnig að ríkisstjórnin ætli að ná markmiðum sínum með því að: „auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu.“&nbsp;</span></p> <p><span>Við ætlum að tryggja að viðhald innviða sé nægilega kröftugt svo þeir haldi virði sínu, séu öruggir og geti sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Og tryggja þannig greiðar samgöngur bæði fólks og farms allt árið um kring.</span></p> <p><span>Í fyrra skapaðist sú staða á Vestfjarðavegi um Dalabyggð, að fletta þurfti af vegi bundnu slitlagi vegna slæms ástands vegarins. Þetta er birtingarmynd viðhaldsskuldar. Þetta þarf og verður að breytast.</span></p> <p><span>Þessi verkefni eru ekki aðeins fjárfesting í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Þau stuðla að hagvexti, nýsköpun og bættri samkeppnisstöðu Íslands. Við skulum ætíð muna það góðar samgöngur auka hagkvæmni í samfélaginu og stuðla að framleiðniaukningu.&nbsp;<br /> Góðar samgöngur stuðla því að aukinni velmegun og bættum lífskjörum.</span></p> <p><span>Þegar kemur að fjármögnun má segja að við séum að líta til þriggja módela.</span></p> <ul> <li><span>Í fyrsta lagi fjármögnun að fullu með fé af fjárlögum.</span></li> <li><span>Í öðru lagi með fjármögnun að hluta af fjárlögum og að hluta frá sveitarfélögum.&nbsp; Þetta á meðal annars við um hafnarframkvæmdir, sem og einnig verkefni Samgöngusáttmálans.</span></li> <li><span>Í þriðja lagi er fjármögnun samkvæmt lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru taldar upp sex framkvæmdir sem heimilt er að að bjóða út sem samvinnuverkefni. Samvinnuverkefni eru verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun opinbers mannvirkis, í heild eða að hluta.</span></li> </ul> <p><span>Þetta er kannski aðferðafræði sem við ættum kannski að skoða enn frekar, og þá sérstaklega verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun opinbers mannvirkis að hluta. Hinn hlutinn yrði þá fjármagnaður af ríki.</span></p> <p><span>Hér ættum við kannski að horfa til frænda okkar í Noregi og Færeyjum. Færeyingar lærðu jú af okkar varðandi fjármögnun Hvalfjarðarganga. Nú er kannski kominn tími til að við lærum af þeim.</span></p> <p><span>Það segir okkur mikið um þá kyrrstöðu í málaflokknum sem verið hefur undanfarna áratugi að nú þurfum við að fara læra af frændum Færeyingum í þessum efnum.</span></p> <p><span>Í framtíðinni má búast við aukinni uppbyggingu samgönguinnviða hér á landi. Það kallar á náið samstarf milli hins opinbera, atvinnulífsins og ykkar – okkar helstu sérfræðinga og fagfólks í mannvirkjagerð.</span></p> <p>Með sameiginlegu átaki getum við leyst þessi verkefni á hagkvæman og skilvirkan hátt, með gæði og sjálfbærni að leiðarljósi.</p> <p>Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir mikilvægt framlag ykkar við að byggja upp íslenskt samfélag. Það er ekki lítið verkefni.</p> <p>Ég hlakka til að sjá áframhaldandi árangur af starfi ykkar og vona að þetta þing verði vettvangur fyrir uppbyggilegar umræður, nýjar hugmyndir og farsælt samstarf.</p> <p>Takk fyrir.</p>
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta