Stefnumótun
Löng hefð er fyrir stefnumótun og áætlanagerð í innviðaráðuneytinu og forverum þess. Ráðuneytið hefur unnið stefnupíramída fyrir starfsemina þar sem fram kemur hvernig hlutverk þess, gildi og framtíðarsýn tengist fagstefnum og áætlunum.
Hlutverk:
Líta eftir, upplýsa og leiða samfélagið til aukinna lífsgæða.
Gildi:
Framsýni – Árangur – Traust
Framtíðarsýn:
Ísland er í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tenging byggða og Íslands við umheiminn er í jafnvægi við umhverfið.
Meginmarkmið:
• Innviðir mæti þörfum samfélagsins.
• Sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt.
Markmið – Mælikvarðar – Aðgerðir: Stefnumið ráðherra, áætlanir ráðuneytisins og dagleg verkefni.
Þær stefnur og aðgerðaáætlanir fyrir málaflokka ráðuneytisins sem samþykktar hafa verið af Alþingi eru húsnæðisstefna, landsskipulagsstefna, samgönguáætlun, byggðaáætlun og stefna í sveitarstjórnarmálum. Þær vinna saman að áherslum ráðherra og eru unnar eftir samræmdum vinnubrögðum og ráðherraskipuð ráð stýra vinnslu þeirra.
Stefnur og áætlanir ráðuneytisins eru unnar eftir skilgreindu stefnumótunarferli Stjórnarráðsins, svokölluðum sporbaug stefnumótunar.
- Byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036
- Húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038
- Landsskipulagsstefna fyrir árin 2024-2038
- Samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034
- Stefna og aðgerðaáætlun um málefni sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033
- Almenningsssamgangnastefna
- Flugstefna
- Yfirlit um allar stefnur og áætlanir Stjórnarráðsins
- Verkfæri stefnumótunar o.fl.
Skipulag
Ráðherra skipar húsnæðis- og skipulagsráð, samgönguráð, byggðamálaráð og starfshóp um stefnu í sveitarstjórnarmálum. Ráðin leggja fram tillögu að 15 ára stefnu og fimm ára aðgerðaáætlun fyrir hvern málaflokk með forgangsröðun, að fengnum áherslum ráðherra. Endurskoðun fer fram á allt það þriggja ára fresti.
Með hverju ráði starfar verkefnisstjóri og í stefnumótunarhópi ráðuneytisins vinna þeir enn fremur að samhæfingu stefna og áætlana. Unnið er eftir samræmdu skipulagi og með verkfærum Stjórnarráðsins í stefnumótun.
Árangur og sýnileiki
Í aðgerðaáætlunum stefnanna er að finna markmið og mælikvarða sem marka framganginn. Ár hvert er staða þeirra birt í ársskýrslu ráðherra, sbr. lög um opinber fjármál, nr. 125/2015.
Samhæfing
Unnið er að samhæfingu stefna og áætlana ráðuneytisins sem byrjar með sameiginlegri framtíðarsýn og sameiginlegum meginmarkmiðum allra málaflokka. Málefnin mynda eina heild þar sem starfsemi í einum málaflokki hefur áhrif á hina. Fátt hefur til að mynda meiri áhrif á þróun byggðar en samgöngur og samgöngubætur hafa áhrif á sameiningu sveitarfélaga.
- Kynningarrit um samhæfingu áætlana ráðuneytisins (útg. mars 2020)
Stefnumótun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.