Hanna Katrín Friðriksson
atvinnuvegaráðherra
Hanna Katrín tók við embætti atvinnuvegaráðherra 21. desember 2024.
Hún hefur setið á Alþingi fyrir Viðreisn síðan 2016.
Hanna Katrín er fædd í París, Frakklandi, 4. ágúst 1964. Maki: Ragnhildur Sverrisdóttir. Dætur: Elísabet og Margrét.
Hún er með stúdentspróf frá MR 1985, BA-próf í heimspeki og hagfræði HÍ 1999 og MBA-próf frá University of California Davis 2001.
Blaðamaður á Morgunblaðinu 1990–1999. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis, ÍSÍ og UMFÍ um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna 1996–1997. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998–1999. Framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR 2001–2003. Framkvæmdastjóri HR 2003–2005. Í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu 2005–2006. Framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips 2005–2006. Í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008. Stundakennari í HR 2007–2009. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2007–2009. Stundakennari við Háskólann á Bifröst 2009–2011. Forstöðumaður viðskiptaþróunar Icepharma 2010–2012. Í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010. Í stjórn MP banka 2011–2014. Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma 2012–2016. Í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013.
Í samráðsnefnd um veiðigjöld 2017–2018. Í Þingvallanefnd 2017–2022.
Um ráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.