Endurbætur á heimasíðu
Með endurbótum á heimasíðu samgönguráðuneytisins er leitast við að bæta þjónustu ráðuneytisins við almenning og auðvelda aðgang að gögnum er varða stefnumótun á vettvangi einstakra málaflokka. Með heimasíðunni er einnig leitast við að veita upplýsingar um starf ráðherrans og helstu málefni sem unnið er að á hverjum tíma. Starf á vegum ráðuneytis skiptist annarsvegar í margskonar afgreiðslu og úrskurði og hinsvegar pólitíska stefnumótun og undirbúnig löggjafar sem ráðherra lætur vinna að á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Með þeirri endurbættu heimasíðu sem nú hefur verið opnuð hjá samgönguráðuneytinu vil ég leggja áherslu á að ráðuneyti fjarskipta verði í fremstu röð við að nýta fjarskiptin og margmiðlunartæknina í þeim tilgangi að auka afköst, gæði og hakvæmni stjórnsýslunnar.
Ég vil hvetja notendur heimasíðunnar til þess að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum við efni síðunnar, en ekki síður við starf ráðuneytisins og stefnu mína í einstöku málum. Þannig verður heimasíðan best nýtt í þágu þeirra málefna sem ráðuneytið fer með og ber ábyrgð á. Það er í þágu okkar allra að kosti Netsins og þeirrar tækni sem það byggir á megi nýta sem best.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra