Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

24. maí 2000 InnviðaráðuneytiðSturla Böðvarsson, samgönguráðherra 1999-2007

Reykjavíkurflugvöllur endurbættur

Framkvæmdir standa yfir við endurbætur flugbrauta og öryggisbúnaðar Reykjavíkurflugvallar.


Framkvæmdir eru samkvæmt áætlun og í samræmi við samþykkt skipulag af svæðinu og í samræmi við það samkomulag sem gert var milli mín og borgarstjórans í Reykjavík í júní á fyrra ári. Kostnaður er áætlaður um 1.5 milljarður króna.

Umræður um framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli hafa verið nokkrar að undanförnu vegna hugmynda danskra skipulagsfræðinga um að hafa einungis eina flugbraut í Reykjavík í framtíðinni og vegna þeirrar ákvörðunar borgarráðs að efna til kosninga um hvort fyrri ákvörðun borgaryfirvalda um að flugvöllurin verði í Vatnsmýrinni eigi að standa . Óskað var eftir að ég skipaði fulltrúa samgönguráðuneytisin í starfshóp er fengi það verkefni að undirbúa kynningu á þeim kostum sem eru í boði fyrir innanlandsflugið. Fram kom í starfslýsingu fyrir hópinn að velja ætti milli þriggja kosta þar á meðal að byggður verði nýr flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar ekki fjarri byggðinni þar. Um leið og ég skipaði Leif Magnússon framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum í starfshópinn ítrekaði ég þá afstöðu mína að ekki kæmi til greina að gera ráð fyrir því að byggður verði annar flugvöllur við Hafnarfjörð eins og innan borgarkerfisins hefur verið lagt til. Ég tel að kostirnir sem valið stendur um séu einungis tveir. Að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrini og hann verði einungis notaður fyrir inanlandsflugið eða að inanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur.

Það hefur ítrekað komið fram af hálfu flugrekenda að það jafngildi þvi nánast að leggja niður inanlandsflugið að færa það til Keflavíkur. Það veldur mér vissulega áhyggjum að standa fyrir svo umfangsmiklum framkvæmdum við endurbætur á flugvelinum þegar framtíð hans er jafn óviss og raun ber vitni um. Það er von mín að samkomulag megi takast um skipulag flugvallarsvæðisins og uppbygging þess megi gerast sem fyrst. Frágangur flugvallarsvæðisin er fjarri því að vera borginni, Flugmálastjórn og flugrekendum til sóma. Það veldur vissulega áhyggjum hversu borgaryfirvöld eru neikvæð gagnvart þeirri starfsemi sem fylgir flugvellinum. Er þess að vænta að næsta krafa verði að hafnirnar víki líkt og flugið og þær ásamt með þeirri starfsemi sem höfnunum fylgi fari af höfuðborgarsvæðinu?!!

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta