Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

9. október 2002 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Lögbannsaðgerðir í þágu heildarhagsmuna neytenda.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 13/2002

FRÉTTATILKYNNING

Lögbannsaðgerðir í þágu heildarhagsmuna neytenda.


Viðskiptaráðherra hefur í dag staðfest heimild fyrir sjö innlenda aðila til að geta leitað lögbanns eða höfðað dómsmál samkvæmt ákvæðum laga nr. 141/2001 um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

Ákvæði laganna eru nýmæli hér á landi.

Samkvæmt ákvæðum laganna geta stjórnvöld og samtök sem tilnefnd hafa verið leitað eftir lögbanni eða höfðað dómsmál til að vernda hagsmuni neytenda þótt hvorki þau sjálf né félagsmenn í samtökunum hafi orðið fyrir röskun réttinda enda snúi aðgerðirnar að því að stöðva eða í koma í veg fyrir háttsemi sem stríðir gegn þeim lögum sem þessi heimild tekur til.

Þannig geta stjórnvöld eða samtök til dæmis krafist lögbanns gegn villandi auglýsingum sem beint er til neytenda hér á landi eða á Evrópska efnahagssvæðinu. Í lögunum er að finna nánari upptalningu á þeim lagaákvæðum sem geta orðið grundvöllur til slíkra aðgerða af hálfu stjórnvalda og samtaka.

Þeir aðilar sem tilnefndir hafa verið hér á landi er samkvæmt ákvæðum laganna veitt heimild til slíkra aðgerða hér á landi eða í öðrum ríkjum á Evrópska efnhagssvæðinu ef þau telja þess þörf til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

Sambærileg stjórnvöld eða samtök á Evrópska efnahagssvæðinu geta einnig lagt fram lögbannsbeiðni og höfðað dómsmál hér á landi gegn ólögmætum athöfnum sem íslenskir aðilar kunna að valda með starfsemi sinni erlendis og þau vilja að verði stöðvuð.

Þau innlendu stjórnvöld og samtök sem tilnefnd hafa verið eru: Viðskiptaráðuneytið, Samkeppnisstofnun, Lyfjastofnun, Útvarpsréttarnefnd, Neytendasamtökin, Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Alþýðusamband Íslands.

Reykjavík, 9. október 2002.




A U G L Ý S I N G

um tilnefningu stjórnvalda og samtaka sem rétt hafa til lögbannsaðgerða
í þágu heildarhagsmuna neytenda.


Í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 141/2001, um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, hefur viðskiptaráðherra ákveðið að veita neðangreindum stjórnvöldum og samtökum heimild til að leita lögbanns eða höfða dómsmál í samræmi við heimildir laga nr. 141/2001:

A. Tilnefnd stjórnvöld:
1. Viðskiptaráðuneytið
Arnarhváli
150 Reykjavík

2. Samkeppnisstofnun
Rauðarárstígur 10
125 Reykjavík.

3. Lyfjastofnun
Eiðistorgi 13 -15
172 Seltjarnarnesi

4. Útvarpsréttarnefnd
Sölvhólsgötu 4
150 Reykjavík

B. Tilnefnd samtök:
5. Neytendasamtökin
Síðumúla 13
108 Reykjavík

6. Félag íslenskra bifreiðaeigenda
Borgartúni 33
105 Reykjavík

7. Alþýðusamband Íslands
Sætúni 1
105 Reykjavík.
Viðskiptaráðuneytinu 9. október 2002

Valgerður Sverrisdóttir
(Sign.)
Þorgeir Örlygsson
(Sign.)





Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta