Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

20. febrúar 2003 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Ráðstefna um hönnun mátt og möguleika í Norræna Húsinu. Ávarp ráðherra.

Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.


Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnu um hönnun,
mátt og möguleika, í Norræna húsinu, 20. febrúar 2003.

Kæru gestir, Ladies and Gentlemen,
First I would like to say a few words in English.
It is a great pleasure to welcome you all to this Conference on Design here in Iceland. I especially want to welcome our guests from Norway, Finland and Belgium who have come a long way to participate in this Conference. We apreciate your effort greatly.

Kæru gestir,
Það er mér sérstakt ánægjuefni að bjóða ykkur velkomin hingað í dag á ráðstefnu um hönnun – mátt og möguleika, þar sem fjallað verður um gildi hönnunar við framþróun og samkeppnishæfni atvinnulífs.

Við lifum á tíma alþjóðavæðingar og vaxandi aljóðlegrar samkeppni. Miklar breytingar eiga sér stað og þekking og hugvit skipta sífellt meira máli. Þjóðfélög eru að þróast í átt til svokallaðra þekkingarhagkerfa, þar sem mannlegar auðlindir eru uppsprettan. Í þessu samhengi öllu hefur hönnun veigamikla þýðingu, hvort sem um er að ræða, þróun vöru, nýjar afurðir og þjónustu eða markaðsetningu og sölumál.

Í atvinnulífi er harðnandi samkeppni og líftími vöru og þjónustu styttist. Við sjáum mörg dæmi þess að þau fyrirtæki, sem eru framsæknust á sviði hönnunar, ná forystu.

Hönnun getur náð yfir afar breytt svið í starfsemi fyrirtækja og þjóðfélaga. Hvort sem um er að ræða sjávarútveg, málmiðnað, hugbúnaðargerð eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Hönnun er snar þáttur í flestum atvinnugreinum, beint eða óbeint, þó að ekki hafi farið fram mikil umræða um þann þátt mála. Það verður því fróðlegt að fylgjast með umfjöllun fyrirlesara um þessa og aðra þætti hér í dag.

Á seinustu misserum hafa átt sér stað stórstígar framfarir á sviði hönnunar hér á landi m.a. í fataiðnaði, grafík, listmunagerð og á fleiri sviðum, þar sem fyrirtæki keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Íslenskir hönnuðir eru einnig í vaxandi mæli að hasla sér völl erlendis sem sjálfstæðir aðilar, en það gefur vísbendingu um sterka stöðu þeirra. Einnig má sjá öfluga atvinnuuppbyggingu sem hefur átt sér stað í auglýsinga- og margmiðlunariðnaði. Stórstígar framfarir á sviði samskipta- og upplýsingatækni hafa einnig aukið möguleika hönnuða til að starfa á hinum alþjóðlega atvinnumarkaði.

Um nokkurt skeið hefur starfað öflug hönnunardeild við Listaháskóla Íslands. Þar má sjá vaxandi starfsemi, og náin tengsl kennslunnar við atvinnulífið, sem er til fyrirmyndar. Grósku á sviði hönnunar hér á landi má eflaust rekja til öflugrar starfsemi skólans á þessu sviði.

Fyrir nokkru skipaði ég nefnd til að meta ávinning af rekstri hönnunarmiðstöðvar fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf og koma með tillögur í því sambandi. Í nefndinni eiga sæti m.a. fulltrúar frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Form Ísland, Samtökum iðnaðarins, Listaháskóla Íslands, Aflvaka fyrir Reykjavíkurborg og frá fyrirtækinu Epal, og mun nefndin skila áliti innan skamms. Ráðstefna þessi er mikilvægur þáttur í starfi nefndarinnar og tillögugerð.

Góðir gestir,
Ég vil að lokum þakka Norræna húsinu og Form Ísland sem og Samstarfsnefndinni um hönnun fyrir undirbúning þessarar ráðstefnu. Ráðstefnan er m.a. haldin í tengslum við afar athyglisverða norræna farandsýningu Young Nordic Design: "The Generation X", sem stendur nú yfir hér í Norræna húsinu og mörg ykkar hafa eflaust séð. Jafnframt vil ég þakka sendiráðum, Noregs og Finnlands og Menningarsjóði Íslands og Finnlands, fyrir veittan stuðning og aðstoð vegna komu fyrirlesara frá þessum löndum á ráðstefnuna hér í dag.

Dear speakers,
Many thanks to you all for your help and support. I wish you all the best.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta