Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

24. febrúar 2003 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Samkomulag um byggðaverkefni á sviði mennta- og menningarmála undirritað á Akureyri.

Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.


Ávarp við undirritun samkomulags um byggðaverkefni á sviði mennta- og menningarmála,
Akureyri, 24. febrúar 2003.


Rektor, menntamálaráðaherra, góðir gestir.
Byggðastefna er liður í því hlutverki stjórnvalda að skipuleggja samfélagið og hafa áhrif á þróun þess til heilla fyrir borgarana. Stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð. Þeim ber að hlúa að menningu og menntun þjóðarinnar, gæta að skynsamlegri nýtingu náttúruauðlindanna og aðlögun byggðar og atvinnulífs að breytingum sem m.a. má rekja til mikilla framfara í vísindum og tækni.
Nú liggur fyrir byggðastefna fyrir árin 2002- 2005 sem samþykkt var á Alþingi fyrir hart nær ári síðan. Byggðastefnan snýst um fólkið og hvernig hægt er að koma til móts við þarfir þess og væntingar um lífsskilyrði. Rannsóknir sýna að afstaða fólks til byggðarlaga og búsetu tekur mið af atvinnukostum þar sem sífellt eru gerðar meiri kröfur um fjölbreytni í starfsvali, aðgengi að góðri menntun auk ýmissa annarra þátta, tengdum þjónustu og umhverfi. Byggðastefnan þarf því að styrkja marga búsetuþætti í senn.

Ljóst er að hinar hefðbundnu stoðir atvinnulífsins, sjávarútvegur og landbúnaður munu ekki standa undir þörfum okkar og væntingum um atvinnu og framfærslu í framtíðinni. Auðvitað munu þær halda áfram að vera mikilvægir þættir í atvinnulífinu en nýjar greinar munu þurfa að bera uppi vöxtinn.
Ég hef ætíð lagt mikla áherslu á að meginforsenda farsællar atvinnuþróunar sé aukin menntun á öllum skólastigum. Nýjar atvinnugreinar verða að byggja á nýrri þekkingu sem ekki verður aflað án markvissrar og víðtækrar menntunar. Það er af sem áður var að menntunar væri aflað í upphafi starfsævinnar, og dygði þar til henni lyki.
Menntamálaráðherra og ég erum sammála um þetta samþætta hlutverk og á grundvelli þess höfum við nú undirritað samkomulag um sameiginlegt átak til eflingar menntunar og menningar til hagsbóta fyrir mannlífið og atvinnuþróunina á landsbyggðinni. Eins og fram hefur komið hjá menntamálaráðherra, gegna símenntunarmiðstöðvarnar hér veigamiklu hlutverki. Dreifmenntunin jafnar aðstöðuna til náms. Starfsmenntunin fær verðskuldaða athygli og menningartengd atvinnustarfsemi einnig.
Ég fagna þessu samstarfsverkefni og vona að það boði enn frekara samstarf skóla og atvinnulífs.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta