Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

5. ágúst 2003 MatvælaráðuneytiðGuðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra 1999-2007

Ávarp á HM íslenskra hesta í Herning.


Heimsmeistarar, reiðmenn, ágætu gestir.

Gleðilega hátíð. Til hamingju með Íslandshestinn. Ég flyt ykkur öllum bestu kveðjur frá íslensku ríkisstjórninni.

Þetta mót sýnir okkur svo ekki verður um villst þann mikla árangur sem náðst hefur í ræktun og reiðmennsku. Íslenski hesturinn er dásamlegasti hesturinn í heiminum. Við Íslendingar erum hamingjusamir með þann mikla áhuga sem milljónir manna um víða veröld sýna hestinum okkar og Íslandi í leiðinni. Við fögnum hverjum einstaklingi og hverri fjölskyldu sem gerir íslenska hestinn að ævintýri í lífi sínu. Íslendingar hvetja áhugamenn um hestinn til að heimsækja Ísland, fjöll þess og dali, að kynnast því frelsi sem hesturinn er alinn upp við. Nokkrir dagar á hestbaki í óbyggðum Íslands er ógleymanleg upplifun. Til að efla tengslin við unnendur íslenska hestsins um víða veröld hefur ríkisstjórnin stofnað embætti "sendiherra íslenska hestsins" sem mun efla veg hans og virðingu um víða veröld.

Ég vil þakka öllum þátttakendum og þá sérstaklega danska Landssambandinu fyrir frábært og vel heppnað mót. Ég hlakka til að sjá ykkur öll á Landsmóti hestamanna á Hellu næsta sumar. Lifið heil.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta