Fyrstu vetnisstrætisvagnarnir afhentir.
Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskipataráðherra
Ávarp við komu fyrstu vetnisstrætisvagnanna.
Ísland,
vettvangur alþjólegra vetnisrannsókna.
Ísland,
vettvangur alþjólegra vetnisrannsókna.
Ladies and Gentlemen,
On behalf of the Government of Iceland, it is a great honour and a pleasure for me to address you here today, not least our foreign partners in this project.
Góðu gestir.
Tíminn flýgur hratt. Skyndilega er stund vetnisvagna upp runnin hér á landi- sem virtist svo fjarri fyrir 5 árum, þegar fyrstu áætlanir voru gerðar um tilraunaverkefni með vetnisvagna. Í upphafi höfðu ýmsir efasemdir um þetta verkefni, sem þótti djarft og fjarlægt. Slíkar efasemdir eru eðlilegar þegar miklar framfarir eiga sér stað, eins og við þekkjum af spjöldum sögunnar.
Í tilvikum sem þessu er sá hæfileiki einstaklinga að sýna frumkvæði, djarfleika, sjálfstæði og hugmyndaflug mikilvægur sem og að vera fylginn sér. Þessir eiginleikar hafa einkennt þann hóp sem unnið hefur að þessu verkefni.
Árið 1998 mörkuðu íslensk stjórnvöld stefnu sem miðar að sjálfbæru vetnissamfélagi hér á landi í framtíðinni. Sú stefna var einnig í samræmi við stefnu stjórnvalda um nýtingu endurnýjanlegra orkulinda og markmið í umhverfis- og loftlagsmálum. Þessi stefna miðar að því að skapa hagstæð skilyrði hér á landi, þannig að Ísland geti verið vettvangur alþjóðlegra vetnisrannsókna. Þetta verði gert með áherslu á alþjóðlegt samstarf, þróun þekkingar og tækni á sviði vetnisnýtingar, menntun og þjálfun, framleiðslu vetnis, notkun efnarafala í samgöngum með tengsl við stefnu okkar í loftlags- og umhverfismálum. Alþjóðleg samvinna skiptir veigamiklu máli í þessu sambandi eins og við sjáum glöggt í þessu ECTOS, verkefni og ekki síður skipta hagstæð starfsskilyrði hér veigamiklu máli. .
Kjarni þessara stefnu er að stuðla að því að hingað til lands náist aukinn hluti af þeim alþjóðlegu rannsóknarverkefnum sem unnið er að á þessu sviði. Hér á Íslandi hefur okkur tekist að byggja upp ýmsa atvinnustarfsemi sem byggir á framúrskarandi þekkingu, rannsóknum og frumkvæði einstaklinga – og við höfum alla burði til að sækja fram á nýjum sviðum. eins og ECTOS verkefni sannar. Alþjóðleg samkeppni er hinsvegar óvægin og tækifærin koma ekki og banka á dyrnar. Við verðum að hafa fyrir því að afla verkefna á þessu sviði sem öðrum.
ECTOS verkefnið hefur gengið vel hér á landi og þar er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og vakti það mikla athygli í Evrópu, að 9 aðrar borgir í 7 löndum hafa nú tekið upp svipað tilraunaverkefni.
Það má greina frá því hér, að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa boðið Íslandi ásamt nokkrum öðrum þjóðum, sem framarlega eru á sviði vetnisrannsókna, að gerast stofnaðili að alþjóðlegum samstarfsvettvangi 14 landa um rannsóknir og þróun er miða að aukinni nýtingu vetnis sem orkubera. Þetta boð verður að telja viðurkenningu fyrir starf okkar á þessu sviði hér á landi og hefur ríkisstjórnin samþykkt að Ísland gerist aðili að þessu samstarfi – enda fellur það vel að áðurnefndri stefnumörkun stjórnvalda. Þetta samstarf eykur vonandi möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga til frekari sóknar á hinum alþjóðlegu vetnismörkuðum. Á þessu sviði vetnisrannókna er fjöldi tækifæra framundan, sem íslenskir aðilar geta vonandi nýtt.
Ágætu gestir, ég vil að lokum þakka frumkvæði og atorku nokkurra einstaklinga vegna þessa vetnisverkefnis, en það eru þeir, Bragi Árnason prófessor, Hjálmar Árnason alþingismaður, Þorsteinn Sigfússon prófesson og Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri Íslenkrar Nýorku, sem hefur haft veg og vanda að ECTOS verkefninu og stýrt öllum undirbúningi að þeim áfanga er við höfum náð í dag. Ég vil einng óska Reykjavíkurborg innilega til hamingju með komu vetnisvagnanna hingað til lands og þakka hennar hlut að þessu verkefni.
Ég óska okkur öllum til hamingju með daginn.