Ræða ráðherra um vanda sauðfjárbænda
Þakka háttv. þm. fyrir ágæta ræðu og mjög góð viðhorf til sveitanna og skilning á því að afkoma og þróun sauðfjárbúskapar ræður miklu um þróun byggðarinnar í framtíðinni. Það gleður mig á stundu sem þessari að sjá að Samfylkingin skuli ekki einungis hafa gott hjarta heldur skuli það slá með landbúnaðinum og hinum dreifðu byggðum.
Á síðustu 12-15 árum hefur ör tækniþróun og breytingar í búháttum, tæknibylting hér innanlands, samþjöppun í framleiðslu á hvítu kjöti og ekki síst minnkandi ríkisstuðningur við landbúnað gert það að verkum að búin stækka og þeim fækkar sem stunda matvælaframleiðslu. Til dæmis var fjöldi greiðslumarkshafa eftirfarandi:
1995 2001 Árleg fækkun
Kúabú 864 705 27
Blönduð bú 459 268 32
Sauðfjárbú 1.904 1.506 66
Enn eru margir í sauðfé að framleiða of lítið til að hafa meðallaun. Útflutningsuppbætur voru slegnar af með sauðfjársamningum 1990, hafði mikil áhrif.
Ríkisstuðningur á síðustu tveimur áratugum við landbúnað hefur dregist saman sem hlutfall heildarútgjalda ríkissjóðs úr 12% í rúm 4%.
Á sama tíma hefur verð á landbúnaðarafurðum lækkað til neytenda úr 25% í 15%, eða um 40% alls.
Allir búvörusamningar sem gerðir hafa verið, hafa miðað að því að bændur hefðu lífskjör eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, atvinnugreinin þróaðist og búin stækkuðu.
Sauðfjárbændur eru að litlum hluta eingöngu í því starfi, þeir sækja afkomu sína í aðrar búgreinar eða aðra atvinnu.
Sauðfjárræktin er að stórum hluta aukabúgrein. Ung hjón sem í dag ætluðu eingöngu að búa með sauðfé og hafa lífskjör eins og viðmiðunarstétt, þyrftu að búa með eitt þúsund ær (1000-1500).
Ég hef því sem landbúnaðarráðherra horft mjög til þess fjölþætta hlutverks sveitanna, skapa ný atvinnutækifæri bæði í landbúnaði sem með öðrum hætti. Skógrækt, landgræðsla, ferðaþjónusta, hestamennska eða atvinnusókn, kornið o.fl., o.fl., (ISDN verkefnið).
Hinn gæðastýrði sauðfjársamningur frá 2000 á að efla þá sem vilja búa með sauðféð og nýta kosti þess.
Ég lít á núverandi ástand á kjötmarkaði og átök þar sem tímabundin. Ég hef skipað nefnd sem nú fer yfir lífskjör og hvort og hvaða leiðir eru vænlegar til að bæta þá versnandi afkomu sem sauðfjárbændur búa nú við. Ég bíð eftir tillögum nefndarinnar og mun þá ræða þær í ríkisstjórn og hér á hinu háa Alþingi.