Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

17. október 2003 InnviðaráðuneytiðSturla Böðvarsson, samgönguráðherra 1999-2007

Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands 2003

Samgönguráðherra afhenti umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands 2003 á Ferðmálaráðstefnu sem haldin var við Mývatn 16. og 17. okóber. Við það tækifæri ávarpaði hann gesti.



Líkt og undanfarin ár hefur Ferðamálaráð óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna jafnframt því sem innan stofnunarinnar er fylgst með því sem ferðaþjónustuaðilar eru að gera í umhverfismálum. Í ár bárust 6 tilnefningar og hefur Ferðamálaráð Íslands komist að þeirri niðurstöðu að Bandalag íslenskra farfugla hljóti verðlaunin að þessu sinni.

Bandalag íslenskra farfugla, er aðili að alþjóðasamtökum farfuglaheimila. Meginhlutverk samtakanna er rekstur farfuglaheimila um allt land og upplýsingamiðlun til að gera fólki kleift að ferðast á hagkvæman hátt hér heima og erlendis. Alls starfa 23 gististaðir undir merkjum Bandalags íslenskra farfugla hér á landi og að auki leigja samtökin rekstur Tjaldsvæðisins í Laugardal af Reykjavíkurborg.

Árið 1997 hófst undirbúningur að gerð umhverfisstefnu samtakanna með aðstoð innlendra og erlendra ráðgjafa. Lagðar voru fram viðhorfskannanir fyrir gesti og 1998 tóku 8 heimili þátt í tilraunaverkefni á sviði umhverfismála. Þessi undirbúningsvinna tryggir það að umhverfisstefnan er í fullu samræmi við kröfur og væntingar ferðafólks, lög og reglugerðir opinberra aðila og lög alþjóðasamtaka farfuglaheimila og Bandalags íslenskra farfugla.

Árið 1999 var umhverfisstefnan samþykkt af stjórn samtakanna og í dag starfa öll gistiheimili innan samtakanna eftir henni. Frá og með þessu ári eru umhverfismál hluti af gæðastöðlum farfuglaheimilanna.

Með tilliti til mikils og vandaðs undirbúnings að umhverfisstefnu og þeirra markvissu og víðtæku þátttöku í henni er Bandalag íslenskra farfugla verðugur handhafi umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands 2003.

Vil ég að svo mæltu biðja formann Bandalags íslenskra farfugla Stefán Haraldsson, að koma og taka við verðlaunum. Verðlaunin sem er höggmynd ber heitið "Harpa" og er unnin af Hallsteini Sigurðssyni myndhöggvara.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta