Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

7. nóvember 2003 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Afhending EFFIE verðlaunanna í fyrsta sinn á Íslandi.

Góðir gestir.

Mér er sönn ánægja að taka þátt í fyrstu afhendingu EFFIE verðlaunanna á Íslandi og fagna því að Samband íslenskra auglýsingastofa skuli hafa haft forgöngu um að efna til þessarar auglýsingasamkeppni.

Þótt keppnin sé nú haldin í fyrsta sinn hér á landi er hún langt í frá ný af nálinni. Keppnin á að baki langa sögu úti í hinum stóra heimi – og nýtur mikillar virðingar fagmanna og auglýsenda.

Markmiðið með afhendingu EFFIE verðlaunanna er að hvetja til vandaðri vinnubragða við markaðsstarf með því að verðlauna afburða árangursríka markaðssetningu.

Það er oft haft á orði að áhrifamáttur auglýsinga sé mikill.
En hvað er það sem ræður raunverulega árangri markaðs- og auglýsingaherferða? Það er ljóst að fjölmargir þættir þurfa að hjálpast að til að árangur náist. Ég nefni sem dæmi hugmyndavinnu, markaðsrannsóknir og áætlanagerð. Þessa þætti þarf alla að vinna af fagmennsku og samhæfa áður en tilætluðum árangri er náð. Stundum verður árangurinn framúrskarandi – og fer jafnvel fram úr ýtrustu markmiðum sem sett voru við mótun herferðarinnar.

Það eru þessar framúrskarandi auglýsinga- og markaðsherferðir sem veitt verða verðlaun fyrir hér í dag.

EFFIE verðlaunin eru mikilvæg hvatning til íslensks atvinnulífs og ég bind vonir við að tilkoma þeirra skili okkur betri þekkingu um hvað það er sem ræður árangri auglýsinga- og markaðsherferða í raun og veru. Verðlaunin auka án efa meðvitund manna um mikilvægi þess að ástunda góð og fagleg vinnubrögð í markaðs- og auglýsingamálum.


Góðir gestir.
Ég óska verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta