Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

11. júní 2004 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Opnun Nýsköpunarstofu í Vestmannaeyjum.

Ágætu gestir

Ég vil byrja á því að þakka fyrir glæsilegar móttökur, eins og ávallt.

Nú er gildistími byggðaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2002 til 2005 um það bil hálfnaður. Ekki verður annað sagt en framkvæmdin hafi gengið nokkuð vel, en áherslan hefur verið á að ýta undir atvinnusköpun og nýsköpun á landsbyggðinni.

- Þegar farið var úti í vinnu við byggðaáætlunina var það yfirlýst markmið að skapa landsmönnum hagstæð búsetuskilyrði hvar sem er á landinu. Til að framfylgja slíku markmiði þarf að stuðla að öflugu og traustu atvinnulífi, þar sem boðið er upp á fjölbreytt störf sem m.a. hæfa sérhæfðu og menntuðu starfsfólki. - Þessi áhersla endurspeglast með skýrum hætti í byggðaáætluninni en framkvæmd hennar hefur verið undir kjörorðunum: þróun byggðar á grundvelli þekkingar og nýsköpunar. - Sérstök áhersla hefur verið lögð á að gera frumkvöðlum kleift að útfæra og framkvæma þær hugmyndir sem verða til í grasrótinni eða innan fyrirtækja.

-Fimm meginstoðir byggðaáætlunarinnar eru; -Traust og fjölbreytt atvinnulíf, - öflug byggðarlög, - aukin þekking og hæfni, - bættar samgöngur, - áhersla á sjálfbæra þróun.

-Til að ná þessum markmiðum hefur m.a. IMPRA nýsköpunarmiðstöð tekið til starfa með það að markmiði að efla nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni. IMPRA veitir ítarlega fræðslu um frumkvöðlastarfsemi, stofnun og rekstur fyrirtækja, innleiðingu nýjunga í rekstri og nýsköpun. Verkefnin skiptast í þrjár stoðir,- alhliða stuðning við frumkvöðla, - stuðningsverkefni fyrir fyrirtæki, - og þjónustu við atvinnuþróunarfélög.

 

-Nýsköpunarstofa sem nú tekur til starfa hér í Vestmannaeyjum er dæmi um metnaðarfullt verkefni sveitafélags á landsbyggðinni til að hlúa að grunngerð samfélagsins. Stofnun Nýsköpunarstofu er mikilvægt skref í að efla atvinnulífið í Vestmannaeyjum. Er það virðingarvert og gott framtak af hálfu Vestmannaeyjabæjar að koma með þessum afgerandi hætti að styrkingu stoðkerfis atvinnulífsins. Ásamt því að áherlsur Vestmannaeyinga samræmast stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum þannig að möguleikar á samstarfi eru ótvíræðir.

Í framhaldi af fundi sem formaður bæjarráðs og bæjarstjórn Vestmannaeyja áttu með okkur um atvinnuástand bæjarins áttu Snorri Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun og Berglind Hallgrímsdóttur frá IMPRU fund með bæjaryfirvöldum.

 

Síðan þá hafa verið ræddir ýmsir möguleikar á samstarfi Nýsköpunarstofu við IMPRU og Byggðastofnun. Það er mikilvægt að aðkoma stjórnvalda sé með afgerandi hætti þegar byggt er upp slíkt frumkvöðlaverkefni sem stofnun Nýsköpunarstofu er. Lögð hefur verið áhersla á að Nýsköpunarstofa hafi greiðan aðgang að IMPRU sem mun aðstoða eins og kostur er.

Einnig hefur það verið rætt á jákvæðan hátt innan Byggðastofnunar og er til umfjöllunar þar að stofnunin komi að stofnun Nýsköpunarstofu sem og rekstri stofunnar fyrstu árin. Jafnframt hefur stofnunin lýst sig reiðubúna til að aðstoða Nýsköpunarstofu við uppbyggingu þekkingar t.d. með metnaðarfullu námskeiðahaldi.

 

-Staðbundinn vandi hefur komið upp áður þar sem atvinnulífið á undir högg að sækja og íbúum fækkar. Það er mikilvægt að þar sem slíkar aðstæður koma upp að stjórnvöld í samstarfi við heimamenn geti tekið á þeim vanda. Aðkoma ríkisvaldsins þarf fyrst og fremst að vera með almennum aðgerðum.

Það er því mikilvægt skref sem við erum að stíga hér í dag með opnun Nýsköpunarstofu í Vestmannaeyjum. Það er grundvallaratriði í allri atvinnuuppbyggingu að einstaklingar og fyrirtæki hafi möguleika á að koma hugmyndum á framfæri og fái nauðsynlega aðstoð við að skrifa viðskiptaáætlanir, stofna fyrirtæki og bæta rekstur fyrirtækja.

 

Nýsköpunarstofu er ætlað mikið hlutverk í atvinnulífi Vestmannaeyinga. Er það von mín að vel takist til og að þetta verkefni bæti samkeppnisstöðu heimamanna auk þess að hafin verði sókn sem verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga á landsbyggðinni.—

Ég þakka góða áheyrn.

 

 

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta