Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

11. október 2004 InnviðaráðuneytiðSturla Böðvarsson, samgönguráðherra 1999-2007

Ræða samgönguráðherra í Frakklandi 27.september 2004

Ráðherrar, herrar mínir og frúr!

 

Sem ráðherra ferðamála á Íslandi fagna ég því tækifæri að ávarpa ykkur.

Í hugum okkar Íslendinga er Frakkland sveipað ríkri menningarhefð. Við njótum þess að koma hingað og upplifa andblæ aldagamallar sögu og menningar og við njótum veðurblíðunnar og matarins.

Við, sem störfum að því að fá Frakka til að ferðast til Íslands, teljum okkur þekkja hugmyndir Frakka um Ísland. Þar leikur náttúra landsins okkar stórt hlutverk, ísinn og eldurinn; jöklarnir, hraunið, fjöllin og heita vatnið. En þeir sem ferðast um land okkar hljóta að komast í snertingu við menningu okkar og sögu.

Við Íslendingar erum, eins og Frakkar, stoltir af landi okkar og menningu og í auknum mæli reynum við að gera menningu okkar sýnilega og aðgengilega til að ferðamenn fái notið hennar. Við viljum halda á lofti því sem gerir þjóð okkar sérstaka, - bæði í augum þjóðarinnar sjálfrar og þeirra sem sækja hana heim. Fjölmargir ferðamenn koma árlega til Íslands og fjöldi þeirra hefur farið vaxandi ár frá ári. Aukning sem nemur 10-15% milli ára er einstök í Evrópu. Fyrr á öldum lögðu franskir fiskimenn leið sína að ströndum Íslands og efldu tengsl og vináttu milli landanna. Í dag efla franskir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, samband þjóðanna og færa vonandi með sér til baka þann vitnisburð um land og þjóð sem eflir enn frekar samband okkar.

Það er afar þýðingarmikið fyrir íslensk ferðamálayfirvöld að hafa fengið tækifæri til að koma að þessari menningarkynningu hér í París og að kynnast því hve miklu er hægt að áorka þegar svo margir leggjast á eitt.

Efst í mínum huga er þakklæti til allra þeirra sem hér hafa lagt hönd á plóg – og tilhlökkun yfir að löndin okkar megi tengjast enn sterkari böndum.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta