Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

1. febrúar 2005 MatvælaráðuneytiðValgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2004-2006

Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins

Ágætu samstarfsaðilar og gestir, - Ladies and Gentlemen,

Let me first of all welcome here today – a special guest – Mr Ifor Williams – visiting us all the way from New Zealand – from the other side of this planet. He has been working on cluster-consulting in countries around the world, including for the OECD and the World Bank. I therefore do hope that you will use this opportunity to learn more about clusters to increase competitiveness of companies and the region of Eyjafjordur.

Í júlí síðastliðnum, var undirritaður Vaxtarsamningur Eyjafjarðar sem nær til áranna 2004 til 2007 þar sem þetta verkefni var formleg sett af stað. Nú er hinsvegar komið að framkvæmd hinna einstöku atriða samningsins.

Óhætt er að fullyrða að aðferðir Vaxtarsamnings, séu nýjung hér á landi, en kjarni aðferðarinnar felst í því að styrkja samkeppnishæfni atvinnulífs og hagvöxt - með markaðstengdum áherslum – þar sem miðað er að samstarfi einkaaðila og opinberra aðila.

 

Samningurinn miðar að því að efla netsamstarf fyrirtækja svokallaðra klasa, m.a. á sviði menntamála og rannsókna, á heilsusviði, ferðaþjónustu og á sviði matvæla. Segja má að um sé að ræða ákveðið frumkvöðlastarf í atvinnu- og byggðaþróun á Íslandi, - þó að verkefni sem þessi séu í vaxandi mæli þekkt erlendis.

Eins og í öllu frumkvöðlastarfi – verður það bæði spennandi og fróðlegt að sjá framvindu þessa verkefnis hér. Það er hinsvegar ekki síst undir aðilum í atvinnulífinu komið hvernig til tekst – þar sem verkefnið miðar fyrst og fremst að styrkingu atvinnulífsins. Það er því mikilvægt að aðilar í atvinnulífi nýti sér þessa þjónustu. Við skulum minnast þess að víða erlendis hefur netsamstarf og klasar skipt verulegu máli í sókn og útrás atvinnulífsins m.a. á Ítalíu, Finnlandi og Bandaríkjunum.

 

Markmið samningsins er að stuðla að uppbyggingu Eyjafjarðarsvæðisins sem öflugs byggðakjarna á Norðurlandi, þar sem áhersla er lögð á sérstöðu og styrkleika svæðisins, samkeppnishæfni atvinnulífs og samkeppnishæf starfsskilyrði og aukin alþjóðleg tengsl.

Aukin alþjóðavæðing á grundvelli opins hagkerfis og fríverslunar gerir það að verkum að við verðum að nýta okkur þær aðferðir og tækni sem möguleg eru til að auka, samkeppnishæfni. Netsamstarf og klasar eru viðurkenndar aðferðir á þessu sviði.

 

Tekið skal fram að nálæg svæði utan Eyjafjarðarsvæðisins munu einnig njóta þessa starfs með beinum og óbeinum hætti og í raun er öðrum svæðum heimilt að gerast aðilar að þessum samningi kjósi þau svo.

Í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast þess að skilvirk samstaða sveitarfélaga á Austurlandi – er talin hafa flýtt fyrir samningum um stóriðju á því svæði Uppbyggingu atvinnulífs tengist gjarnan önnur uppbygging svo sem á sviði samgöngubóta.

 

 

 

Ágætu gestir,

Stjórnvöldum hefur tekist að auka samkeppnishæfni Íslands umtalsvert á liðnum árum miðað við alþjóðlegar samanburðarkannanir.

Stefna stjórnvalda hefur skilað auknum hagvexti, aukinni erlendri fjárfestingu og hefur stutt við útrás íslensks atvinnulífs á sama tíma. Áhersla á netsamstarf og klasa er einungis einn liður í stefnu stjórnvalda til að halda áfram á þessari braut – og bjóða bætt starfsskilyrði, og þjónustu við atvinnulíf – þar sem stuðst er við nýjungar og alþjóðlega ráðgjöf. Tekið skal fram að starf og þjónusta er varðar netsamstarf og klasar er tæki sem gefist hefur vel víða – í dreifbýli sem þéttbýli í litlum hagkerfum sem stórum.

 

Það er mikið og spennandi frumkvöðlastarf framundan. Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir nýjungum Íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa verið fljót að tileinka sér nýjungar. Ég er ekki í vafa um að svo verður einnig nú.

Ég óska ykkur velfarnaðar í því frumkvöðlastarfi sem er framundan.

Takk fyrir.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta