Undirritun Vaxtarsamnings Vesturlands
Vaxtarsamningar ryðja braut til framtíðarinnar og eru merkur áfangi og mikið fagnaðarefni. Samningurinn skiptir alla aðila miklu, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og samtök í landshlutanum
Samningurinn er ekki aðeins fjármagn heldur er hann fyrst og fremst frumkvæði heimamanna og á þeirra forræði með þátttöku aðila í landshlutanum. Helstu áherslur samningsins eru menntastörf og rannsóknir, ferðaþjónusta, aðrar þjónustugreinar, matvælaframleiðsla, iðnaður, samgönguþróun, upplýsingatækni, samstarf og sameiginleg forysta með virkri þátttöku fyrirtækja og sveitarfélaga. Fyrirtækjaklasar leika eitt mikilvægasta hlutverkið í þessari framvindu og það er í samræmi við hlutverk iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins að vinna að þessu verki sem nýsköpunarráðuneyti þekkingarsamfélagsins með áherslu á frjálst frumkvæði og á vísindi, rannsóknir og menntun. Mikilvægt að sjá markmiðin greinilega framundan og sækja að þeim með þetta að leiðarljósi og þannig er verið að færa valdið út til fólksins.
Til hamingju.