Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

21. mars 2007 MatvælaráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Nútíðir framtíðir, nútímaaðferðir við stefnumótun.

Ágætu ráðstefnugestir:

I.

Orðið framtíðarsýn er í ekki nýtt af nálinni í almennri umræðu hér á landi en stundum er það meiningar- og innihaldslítið. Þá lýsir það hughrifum eða innblæstri frekar en niðurstöðu kerfisbundinnar hugsunar og aðferðafræði til að nálgast sæmilega trúverðuga sýn á líklega þróun mála í framtíðinni. Þessi ráðstefna um notkun sviðsmynda við stefnumótun - er aðferðarfræði nútímans til að spá fyrir um þróun framtíðarinnar.

II.

Til skamms tíma var það lenska hér á landi að álíta, að vegna smæðar samfélagsins, einfaldleika atvinnulífsins og gengsæi þess, nægði góð heildarsýn og almenn þekking fárra manna til þess að móta stefnu margra þátta. Þetta hefur verið að breytast í takt við örar framfarir í tækni og þróun alþjólegra viðskipta þar sem upplýsinga- og samskiptatæknin hefur opnað áður ófærar leiðir. Einokun stórra alþjóðlegra fyrirtækja á þekkingu og mörkuðum hefur verið rofin og aðgangur opnast fyrir smá og meðalstór fyrirtæki - með framsæknar vörur og þjónustu sem eru í takt við kröfur kaupenda á hverjum tíma.

Auðvitað er þetta hverfult umhverfi og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að geta á sæmilegan hátt greint mikilvægar breytingar í umhverfinu og spáð fyrir um líklega þróun á undan keppinautunum. Framleiðsluiðnaðurinn hefur því í auknu mæli þurft að taka tillit til þessa óáþreifanlega mats á framtíðarþörfum neytandans. Í þessu sambandi er rétt að banda á að stærstu sigrar farsímaframleiðandans Nokia hafa byggst á því að spáð var rétt í framtíðarþróunina - og stærstu ósigrar þeirra hafa á sama hátt byggst á röngu mati á henni. Það gefur því auga leið að einn veigamesti þáttur í starfsemi Nokia hverfist nú um mat á þörfum og þrám markaðarins í ókominni framtíð.

III.

Þörfin fyrir að bæta eigin árangur og samkeppnisstöðu í framtíðinni hefur leitt til þess að stöðugt fleiri hafa tekið upp aðferðarfræði framtíðarsýnar. Þetta hefur t.d. verið gert á sviði stefnumótunar í vísindum og tækni víða um lönd og hefur sambærileg vinna nú hafist hér á landi. Vísinda- og tækniráð þarf, á sama hátt og Nokia, að skilgreinina áherslusvið sem geta skilað okkur sérstökum ávinningi í framtíðinni.

Ráðið hefur það hlutverk að móta framtíðarstefnum stjórnvalda í rannsóknum og nýsköpun og þar með leggja línur um ráðstöfun mikilla fjármuna. Því dugar ekki að horfa til stöðu í nútíð og reynslu úr fortíð enda er mikið í húfi þar sem markmiðið er að skilgreina áherslur sem fært geti íslensku samfélagi sem mestan félagslegan og efnahagslegan ávinning af rannsóknum og þróun. Í þeirri vinnu er nú í fyrsta sinn beitt aðferðafræði framtíðarsýnar ? þar sem stór hópur valinkunnra karla og kvenna ræðir framtíðina og spáir m.a. í þróun samfélagins, vísinda og nýsköpunar ? og metur hvernig við þurfum að breyta og bæta áherslum okkar til að árangurinn í óljósri framtíð verði sem mestur.

IV.

Ágætu ráðstefnugestir:

Ráðstefna um framtíðarsýn er mjög tímabær. Ég fagna henni og jafnframt útkomu bókarinnar: Hvað er bak við ystu sjónarrönd, sem fjallar um sama efni. Þetta er hreint frábært bókarheiti, sem lýsir dæmalaust vel þeirri miklu áskorun og ávinningi sem unnt er að hafa af því að geta skyggnst inn í framtíðina ? þó ekki væri nema eitt augnarblik. Það er von mín og trú að ráðstefna verði ykkur bæði til gagns og gleði.

Takk fyrir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta