Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

21. maí 2007 MatvælaráðuneytiðJón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007

Magma/Kvika á Listahátíð

Ágætu gestir

Á undanförnum misserum hefur áhugi Íslendinga á góðri hönnun farið verulega vaxandi. Þetta sjáum við meðal annars á mikilli umfjöllun um hönnun í fjölmiðlum og vaxandi umræðu um málefnið almennt. En hönnun snýst ekki bara um fagurfræði og nú er svo komið að viðurkennt er að hönnun er mikilvægur og í reynd ómissandi þáttur í nánast allri nýsköpun.

Undanfarin ár hefur iðnaðarráðuneytið, í samstarfi við aðra aðila, þreifað fyrir sér með það hvaða leiðir væru vænlegar til að stuðla að eflingu hönnunar í íslensku atvinnulífi. Í þessum tilgangi var Hönnunvarvettvangur stofnsettur og hefur hann nú starfað í rúm tvö ár.

Með setningu laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun var mjög mikilvægu nýmæli komið í lög sem varðar hönnunarmálefni og rétt er að vekja athygli á við þetta tilefni. Lögin kveða á um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en sú stofnun mun taka til starfa 1. ágúst næst komandi. Meðal hlutverka hennar verður að auka veg hönnunar í íslensku efnahagslífi og vekja fyrirtæki til vitundar um mikilvægi hönnunar í nýsköpun og vexti. Stefnumótun fyrir nýja stofnun er framundan og bind ég miklar vonir við að vel takist til með að finna leiðir til að auka skilning fyrirtækja á mikilvægi hönnunar.

Eins og sýningin Magma/Kvika ber með sér eigum við Íslendingar mikil verðmæti fólgin í hæfileikaríkum og skapandi hönnuðum. Mikill fjöldi framsækinna hönnuða tekur þátt í sýningunni og er henni ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem finnst í íslenskri samtímahönnun. Heiti sýningarinnar Magma/Kvika vísar til þess kraumandi sköpunarkrafts sem vissulega hefur einkennt íslenska hönnun að undanförnu.

Um leið og ég þakka sýningarstjóra, hönnuðum og öðrum aðstandendum sýningarinnar fyrir þeirra góðu framlög vil ég óska þeim til hamingju með glæsilega sýningu.

Að þessu sögðu er sýningin Magma/Kvika formlega opnuð.

Takk fyrir.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta