Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

20. október 2010 UtanríkisráðuneytiðUTN Fréttir

Utanríkisráðherra skrifar um sveitir, sjó, og Evu Joly

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar í dag þrjár greinar, í Fréttablaðið, DV og Morgunblaðið, um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður. Í þeim færir hann rök fyrir umsókninni og tekur þar undir með Evu Joly um hvers vegna það sé Íslendingum í hag að sækja um aðild. Nefnir hann þar einkum til að Evrópusambandið sækist ekki eftir auðlindum Íslendinga, að það styrki lýðræðið að vera hluti ákvarðanatöku ESB og að fámennar þjóðir geti haft áhrif langt umfram stærð innan sambandsins. Þá leggur hann áherslu á að aðild sé líkleg til að örva erlendar fjárfestingar og skapa ný störf.

Í grein sinni um aðildarferlið, fer utanríkisráðherra yfir vinnu við samningaferlið og þær upplýsingar sem þegar eru aðgengilegar um það. Nefnir sem dæmi fundargerðir eintakra samningahópa og svo sjálfrar samninganefndar Íslands  en það má finna á vefsíðunni; esb.utn.is. Þá segir ráðherra frá því að þess er ekki langt að bíða að gagnvirk heimasíða um aðildarviðræðurnar fari í loftið.

Sveitir sjór og ESB - DV 20. október 2010

Opið og aðgengilegt samningaferli - Fréttablaðið 20. október 2010

"Ísland á heima í Evrópu” – Eva Joly

 

 

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta