Ráðherra skrifar um erlendar fjárfestingar og fríverslun með landbúnaðarvörur
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar í dag tvær greinar, í Fréttablaðið og Morgunblaðið, um Evrópusambandið. Í annarri greininni fjallar ráðherra hvernig aðild hefur aukið fjárfestingar í nýjum aðildarríkjum ESB eftir inngöngu. Tekur hann dæmi af Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu þar sem erlendar fjárfestingar hafa tvöfaldast eftir inngöngu 2004. Í hinni greininni er fjallað um inn- og útflutning á landbúnaðarafurðum, annars vegar til Evrópu og hins vegar Bandaríkjanna, í ljósi umræðu um hvort kanna eigi möguleikann á fríverslun við Bandaríkin.
Erlendar fjárfestingar og Evrópa