Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

22. maí 2011 UtanríkisráðuneytiðUTN Fréttir

Utanríkisráðherra ræðir Evrópumál og norðurslóðir í Silfri Egils

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var í dag gestur í Silfri
Egils og ræddi m.a. um fyrirhugaðar viðræður Íslands og Evrópusambandsins. Hann
lagði áherslu á að undirbúningur aðildarviðræðnanna gengi mætavel og greindi frá
því í lok júní yrðu fyrstu samningskaflarnir opnaðir. Utanríkisráðherra sagði
ljóst að aðild Íslands að ESB væri raunhæfur valkostur til að komast út úr
gjaldeyrishöftum með því að taka upp nýjan gjaldmiðil til framtíðar. Hann sagði
fjarstæðu að Evrópusambandsþjóðir ásældust Ísland vegna legu þess á norðurslóðum
enda væru nú þegar þrjú aðildarríki Norðurskautsráðsins hluti af ESB. Um þróun
mála á norðurslóðum sagði utanríkisráðherra íslensk stjórnvöld vinna hörðum
höndum við að tryggja hagsmuni Íslands, og greindi m.a. frá nýlegum fundi sínum
með utanríkisráðherra Bandaríkjanna þar sem rætt var um samstarf til til koma í
veg fyrir og bregðast við mengunarslysum.

Viðtalið í Silfri Egils í dag má sjá hér.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta